Vikan

Tölublað

Vikan - 30.01.1975, Blaðsíða 3

Vikan - 30.01.1975, Blaðsíða 3
l\ ÞAÐ BESTA SSA ganga frá gólfi og lofti. Gólfið var klætt parketi, en loftið máluðum spónaplötum. Bitar, sem halda loftinu uppi, ganga þvert gegnum húsið. Siðan var fariö að setja niður skilróm, og þar sem þessi háttur var hafður á, verður hægur vandi að flytja skilrvimin til og breyta herbergjaskipan, ef þess gerist þörf. Skilrúmin eru úr striga- klæddum spónáplötum. Plöturnar voru fyrst málaöar, og siðan var þeim vafið inn i gráleitan striga, áður en þær voru settar upp. Striginn var siöan lakkaður, og eru húsráðendur ákaflega ánægðir meö þessa lausn mála. Það sér litið á striganum, og mjög auövelt er að hengja á hann vegg- skreytingar. Einkum kemur það Heimsókn til Guð- mundar Kr. Guð- mundssonar arki- tekts. sér vel i barnaherbergjunum, þar sem stöðugt er verið að taka niður myndir og skraut og setja upp nýtt. Af svefnherbergjaganginum er gengiö inn i barnaherbergin þrjú, sem öll eru eins, herbergi hjónanna, baðherbergi og fram á þvottahúsgang. Veggir baðherbergisins, sem er inni I miðju húsi, eru hlaðnir úr söguðum mátsteini, og snýr grófi flöturinn fram á ganginn, inn i sjónvarpsherbergi og fram i hol. Veggirnir voru málaðir hvitir og eru þvi skemmtileg tilbreyting frá öðrum veggjum. Steinninn hefur reynst svo vel I baðher- berginu, að ekki sér á honum, ekki einu sinni við sturtuna, þar sem vatnsgangur er eðlilega mikill. Suöurhlið hússins, sem snvr út t e>arðinn Heimilisfólkiö á llellulandi 2: Guðmundur Kristinn, Olöf Sylvla og börnin þrjú: Guðmundur Kristinn yngri, sem er 10 ára, Guðrún Jóhanna 8 ára og Dögg 4 ára.- g a r ft u r skjólglrfting kjólgirfting 1 eldhúsinu er innrétting, sem Guömundur teiknaði sjálfur og lét smiöa. Ramminn er úr oregon- furu, en skáphurðir virðast við fyrstu sýn vera úr harðplasti. Það kemur þvi á óvart að heyra, að þær eru úr spónaplötum, sem voru sprautaöar með gljáandi lakki og fengu þá þessa sléttu áferð. Húsinu sjálfu var skorinn stakkur húsnæðismálastjórnar- láns, en að viðbættum bilskúr, sem ér áfastur húsinu, er húsiö allt um 175 fermetrar. Það er ekki nóg að búa i húsi — umhverfið hefur alltaf mikið að segja. Guðmundur og ólöf geta ekki hugsað sér notalegri stað en Fossvoginn. — Það er svo friðsælt og skýlt hér, og umferð er tiltölulega litil, segir ólöf. Meðan börnin sækja Fossvogsskóla þurfa þau ekki að fara yfir neina umferðargötu, og mér finnst ákaflega mikið öryggi I þvi. Fólk hér er mikið til á svipuðum aldri og viö og með börn á svipuðum aldri og þvi mikið af sameiginlegum áhuga- málum. Margir kunningjar okkar hafa flutt hingað og þvi stutt að fara til að hitta þá. A sumrin er svo skýlt hér sunnan við húsið, að við ættum ekki að þurfa að fara til Suöurlanda til að sækja sól og yl, þótt við höfum reyndar freistast til að fara til Spánar. Þegar við vikjum að þvi, hvort þetta sé framtiðarhúsnæði, eða hvort þau hyggist byggja aftur, segist Guðmundur vel geta ■At- ini|gangur 5. TBL. VIKAN 3

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.