Vikan - 30.01.1975, Blaðsíða 22
Nýir
vængir
Þá hefur hljómsveitin Wings
tekiö til starfa á ný meó nýjan
mannskap. Eftir margra mánaöa
kjaftasögur um þvert og endi-
langt England, spekúlasjónir og
spámennsku, hefur heimurinn rni
fyrir nokkru fengið aö vita, hverj-
ir hinir nýju meölimir hljóm-
sveitar Paul McCartneys eru.
Eins og sagt var frá i fréttum I
haust, þá yfirgáfu þeir Henry
McCulloch og Denny Sewell
hljómsveitina vegna ósamkomu-
lags viö Paul. En nýju meölim-
irnir eru Geoff Britten (á tromm-
ur) og Jimmy McCulloch (á git-
ar). Þvf er haldiö fram, aö Paul
hafi ekki getaö valiö saman ólik-
ari menn en þá. Britten trommaöi
áöur meö hljómsveitinni Wild
Angels og siöar meö East of Ed-
en. Báöar þessar hljómsveitir
framleiddu góöa múslk og gátu
sér gott orö I bránsanum.
Þegar Britten frétti um hina
lausu stööu i Wings, ákvaö hann
ab gefa kost á sér. ,,Ég haföi engu
aö tapa”, sagöi hann siöar, „svo
ég ákvað'að reyna”. I fyrstu at-
rennu haföi Britten heppnina meö
sér. Prufutimi hans var sá fyrsti
eftir matarhlé. Hann kom
snemma og haföi þvi tima til aö
stilla trommusettiö og laga þaö til
eins og honum best hentaöi. Þeg-
ar Paul kom úr ma^ var Britten
þvi reiöubúinn ab taka lagiö. En
hann varö ekki lítiö hissa þegar
Paul heilsaöi honum og baö hann
aö gjöra svo vel og settist siöan
sjálfur út I sal til þess aö hlusta.
Hann haföi ráöiö hljóöfæraleik-
ara til þess aö leika meö Britten,
svo hann gæti hlustaö meö ó-
skiptri athygli úti I sal. Þeir spil-
uöu dálitinn jass, rokk og nokkra
Wings standarda. Siöan var hon-
um þakkab fyrir og sagt, aö haft
yröi samband viö hann. Nokkrum
dögum seinna var hringt I hann
og hann beðinn aö koma i aöra á-
heyrn, og þá varö honum ljóst, aö
hagur hans haföi eitthvaö vænk-
ast, og um leiö greip um sig nokk-
ur beygur. Hann var einn fimm
útvaldra.
Hann var boöaöur til fundar viö
Paul i klúbbi einum i London. Nú
lék hann meö hljómsveitinni hálf-
an dag I einu. Og enn einu sinni
var haft samband viö hann og
'hann beöinn aö koma i enn eina á-
heyrnina. Þá voru þeir bara tveir
eftir, og endanlega var Britten
valinn. Hann sagöi sjálfur á eftir,
a,ö hann heföi veriö aö fara i
g'önguferö meö hundinn sinn, þeg-
ar Paul hringdi og sagöi honum,
aö hann væri tekinn I hljómsveit-
ina. Hann man ekki, hvort hann
fór I göngutúrinn, en hann hélt aö
væntaniega heföi hann nú gert
þaö. Aö mati Brittens eru Wings
ein topphljómsveitanna i heimin-
um ásamt Led Zeppelin og Ston-
es. Britten er svo sannarlega ein-
stakur maöur, fyrir utan aö vera
góöur trommuleikari. Hann hefur
unniö til svarta beltisins i karate
og kennir karate. Hann reykir
ekki, drekkur ekki, né notar
nokkuö, sem talist gæti til vimu-
gjafa eöa lyfja. Af þessu mætti
ætla, aö hann veröi ekki auöveld-
lega hrakinn úr sæti sinu hjá
Wings.
Aöra sögu er hins vegar aö
segja um Jimmy McCulloch, nýja
gitarleikarann. Hann er 21 árs og
nokkuö viss um eigin hæfileika.
Þeir, sem hlustaö hafa á nýju 2ja
laga plötu Wings, Juniors Farm,
gætu eflaust sagt þaö sama. Þaö
kom ekki mjög á óvart, þegar
Paul bauö honum stööu I hljóm-
sveitinni. Hann haföi leikiö meö
Paul á sóló plötu Lindu McCart-
ney, og þeir þekktu þvi hvorn
annan nokkuö vel. Þegar Wings
voru svo i Nashville I Bandarikj-
unum nokkru seinna og hljóörit-
uöu m.a. Juniors Farm, var allt
oröiö klappaö og klárt og McCull-
och var oröinn fullgildur meölim-
ur Wings, og þaö sem meira var,
hann fékk jafnan hlut og Paul, og
þaö var nýmæli I hljómsveitinni.
Þaö sama gilti um Britten, allir
voru á jöfnum hlut hvaö tekjur
snerti. Fram aö þessu hafði Paul
nefnilega alltaf viljaö fá mest.
Jimmy McCulloch lék meö
Thunderclap Newman, þegar
metsölulagiö, Something in the
Air, var hljóörituö. Þá var hann
15 ára gamall. Siöan gekk hann i
liö meö John Mayall og tók siöan
viö stööu Les Harvey i hljóm-
sveitinni Stone the Crows, þegar
sá siöarnefndi dó af völdum raf-
losts á hljómleikum.
Jimmy yfirgaf John Mayall,
vegna þess aö hann haföi ekki
nægan tima fyrir sjálfan sig og
eigin tónlist. Nú á hann efni i
stóra plötu og vel þaö, sem kemur
væntanlega út á næstunni, ef hún
er ekki þegar komin. Hún á aö
heita Too Many Miles. Þaö er
bersýnilegt, aö Jimmy vill eiga
stund fyrir sjálfan sig, en svo er
aö vita, hvort Paul er reiöubúinn
aö samþykkja þaö, þegar til
lengdar lætur. Má vera, aö Paul
McCartney áliti sem svo, aö hann
og Linda veröi alltaf Wings og þaö
sé sama, hverjir koma og fara
sem gltarleikari eöa sem tromm-
ari. Hvaö um þaö. McCulloch og
Britten eru hluti af Wings, og
Paul er ánægöur meö samstarfiö
eins og er. Þó má gera ráö fyrir,
aö Wings endurspegli hugmyndir
og tónlist Pauls eftir sem áöur,
hverjir svo sem kunna aö vera
meö honum i hljómsveitinni.
Þannig hefur þaö veriö fram aö
þessu, Palli kallinn veit, hvaö
hann syngur.
22 VIKAN 5. TBL.