Vikan

Tölublað

Vikan - 30.01.1975, Blaðsíða 19

Vikan - 30.01.1975, Blaðsíða 19
Hka. Hann leit á mig kviðafullur, llkt og hann vonaöi að ég tæki undir þetta. — Já, þvi býst ég við. — Jæja, vertu sæll. Við tókumst i hendur og ég fór leiðar minnar. Nokkru áður en ég kom að limgerðinu mundi ég eftir dálitlu og sneri mér þvi við. — Þau eru bölvað hyski, hróp- aði ég yfir flötina. — Þú er meira virði en þessi skrælingjalýður, allur samanlagður. Mér hefur alltaf þótt vænt um að ég skyldi hafa sagt þetta. Þetta var eina skiptið sem ég hældi hon- um, enda féll mér hegöun hans aldrei I geð. 1 fyrstu 'lét hann nægja aö kinka kurteislega kolli, en svo breiddist gamla ljómandi og skilningsrika brosið yfir andlit hans, likt og ég hefði vikið að leyndarmáli, sem við hefðum báðir þekkt frá þvi fyrsta. í þess- um dæmalausu ljósrauðu fötum sinum, bar hann eins og litsterk- an blett við hvit þrepin, og ég minntist kvöldsins fyrir þrem mánuðum, þegar ég heimsótti hann fyrst á óðali hans. Flötin og heimreiðin hafði veriö full af fólki, sem gat sér til um siðferði- lega bresti hans, — og hann stóð á þessum sömu þrepum og veifaði til þeirra, þögull um draum sinn, þann sem ekkert fékk á unnið. Ég þakkaði honum gestrisni hans. Við vorum sifellt að þakka honum gestrisni hans, — bæði ég og aðrir. — Vertu sæll, Gatsbý, kallaði ég. — Morgunmaturinn var ágæt- ur. Þegar ég kom til borgarinnar reyndi ég um stund að taka sam- an skrá um vörubirgðir, sem eng- an enda ætlaði að taka, og féll svo I svefn i skrifborðsstólnum. Skömmu fyrir hádegi vaknaði ég við simhringingu, þaut upp úr stólnum og fann svitann spretta fram á enninu. Það var Jordan Baker. Hún hringdi oft til min á þessum tima, þvi illmögulegt var aö ná sambandi við hana á annan hátt, vegna stöðugra feröa henn- ar milli klúbba, gistihúsa, og einkaheimila. Vanalega fannst mér röddin i henni eins og hress- andi gustur, likt og svala af græn- um golfvelli bæri inn um glugg- ann á skrifstofunni. En að þessu sinni þótti mér hún þur og þreyt- andi. — Ég er flutt frá Daisy, sagði hún. — Ég er i Hampstead núna, en fer til Southampton i kvöld. Að sönnu hafði það verið nær- gætiö af henni að flytja frá Daisy, en það angraði mig samt, og næsta athugasemd hennar varð til þess að ég dró mig inn i sjálfan mig. — Þú varst ekki beinllnis vin- gjarnlegur við mig i gærkvöldi. — O, þér hefur sjálfsagt staöið á sama. Andartaks þögn, — og siöan: — Jæja, — en mig langar nú samt að hitta þig. — Mig langar að hitta þig, — lika. • — Nú, kannski fer ég ekkert til Southampton og kem til borgar- innar I kvöld? — Nei, ekki i kvöld. — Nú, jæja þá. — Það er ekki hægt i kvöld. Hitt og þetta.... Við töluðum saman i þessum dúr nokkra stund, og allt I einu voru þetta ekki neinar samræður lengur. Ég veit ekki einu sinni hvort okkar varð fyrra til að skella á, en vist var um að mér , stóö á sama. Ég hefði ekki getað sezt niður við teborð ásamt henni þennan dag, þótt það heföi kostað að ég mundi aldrei mæla hana máli framar á æfinni. Ég hringdi heim til Gatsby nokkrum minútum seinna, en þaö var á tali. Ég reyndi fjórum sinn- um og var loks tilkynnt af ör- þreyttri simastúlku að yfir stæði langlinusamtal við Detroit. Ég tók upp ferðaáætlun mina og dró hring um lestarferðina klukkan þrjú fimmtiu. Svo hallaði ég mér aftur i stólinn á ný og reyndi að hugsa. Enn var aðeins hádegi. — 0 — Þegar lestin fór fram hjá ösku- hrúgunum þennan morgun, gekk ég af ásettu ráði hinum megin i vagninn. Ég átti von á að þarna yrði hópur forvitins fólks á ferð allan daginn, litlir drengir i leit að blóðblettum I rykinu og einhver málglaður karl, sem segði frá þvi aftur og aftur hvað gerzt hefði, þar til frásögnin fjarlægðist svo allan veruleika, meira að segja i hans eigin augum, að hann yrði aö þagna. Þar með væru hörmu- leg endalok Myrtu Wilson líka fallin i gleymsku. En nú hef ég hug á að bregöa mér dálitiö aftur i timann og segja frá hvað geröist I bilaskýl- inu, eftir að við fórum þaðan kvöldið áöur. Nógum erfiðleikum var bundið að hafa uppi á systurinni Cather- ine. Þetta kvöld hlýtur hún að hafa brugðið þeim vana sinum að drekka ekki, þvi þegar hún loks kom, var hún svo ölvuð, að engin leiö var að gera henni ljóst að sjúkrabillinn væri þegar farinn til Flushing. Þegar loks var hægt að koma henni i skilning um það, leiö samstundis yfir hana, likt og það þætti henni þungbærast af öllu saman. Einhver náungi, hvort sem það nú var af manngæzku eða forvitni, bauð henni upp i bll sinn og ók með hana á eftir liki systur hennar. Hópur fólks var á stjái framan við bilaskýlið, þar til löngu eftir miðnætti. Fyrir innan reri Georg Wilson I sifellu uppi á bekk. Til að byrja með voru skrifstofudyrnar opnar og enginn sem inn kom fékk neitað sér um að lita sem snöggvast inn um þær. Loks hafði einhver orð á að slikt væri til van- virðu og lét dyrnar aftur. Framhald i næsta blaði f HeldurBu, aö þú finnir hellinn aftur? Þvi miftur er ég hræddur um\ ekki! Ég var meðvitundarlaus,] þegar hann fór meö mig ) þangaft. Og þegar ég fór þaftan, var bundift fyrir augun i mér. / Þvi langafti ^ íHann sagfti mér næstum nóg til þess v þau til þess aft^ yaft ég get fundift staftinn.... og fjársjóft- ^heyrasagtfrf' þessu? 5. TBL. VIKAN 19

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.