Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 30.01.1975, Qupperneq 39

Vikan - 30.01.1975, Qupperneq 39
migdreymdi ÞRÍR DRAUMAR RAKELAR. Heill og sæll kæri draumráðandi! Mig langar til að biðja þig að ráða fyrir mig þrjá drauma, sem mig hefur dreymt undanfarið, því að mér er mjög i mun að fá að vita, hvort þeir boða eitt- hvað. Fyrsti draumurinn var á þessa lund: Mér fannst ég vera stödd í íbúð ásamt tveimur vin- um mínum, og fannst mér, að við hefðum tekið íbúð- ina á leigu. Við f órum þaðan og til vinnu okkar, en mér fannst við vera að vinna á sveitabýli. Við vorum í hey- skap, en allt í einu hentum við frá okkur hrífunum, gengum til bóndans og sögðumst vera hætt vinnu. Draumur þessi varð ekki lengri. Næsti draumur var eitthvað á þessa leið: Mér fannst ég og annar af þessum tveimur vinum minum vera á gangi eftir einhverri götu að kvöldi dags. Allt í einu fannst mér hann berja að dyrum á húsi þarna við götuna og til dyra kom ung stúlka. Þá fór hann allt i einu að hlaupa allt hvað af tók og reif mig með sér, en ég haf ði ekki við honum. Þá tók hann mig undir hendina og hljóp með mig. Þessi draumur endaði á hlaupunum. Og þá er komið að þriðja og siðasta draumnum, sem mig langar til að biða þig að ráða að þessu sinni. Hann var á þessa leið: Mér fannst ég og einhver stúlka, sem ég veit ekki hver er, vera að ganga á milli húsa og leita að ein hverju. Þó vissi ég ekki, hvað það var. Eftir nokkra hríð þótti mér sem ég berði að dyrum á húsi nokkru og spurði ég, hvort Th. væri þarna. Já, svaraði konan, sem kom til dyra, og við gengum inn. Þá fannst mér þessi Th. vera þarna i húsinu ásamt fleira fólki. Th. var klæddur gráum fötum og vesti úr einsefni, en hann var í blárri skyrtu. Ég varð yf ir mig glöð að sjá hann, en svo tók ég allt í einu eftir þvi, að það var kvenmaður með honum. Th. segir mér, að hann sé með þessum kvenmanni, en segist þó vilja fara með mér heim. Þá fór ég að gráta, og grét allt hvað af tók og þóttist ég segja við hann, að ég hefði alltaf vitað, að hann væri með annarri en mér, en þessi kvenmaður þætti mér afskaplega Ijótur. Eftir þetta fannst mér ég og Th. vera lögð af stað heim til mín og var ég enn hágrátandi. Þegar heim kom, fannst mér skólastjórinn minn vera þar að skoða einhver blöð/Sem ég átti. í tveimur umslögum i blaða- bunkanum fann hann óskaplega mikla peninga. Ég varð afskaplega hissa og undrandi á því og sagði við hann: Við skulum athuga launaseðlana mína og sjá, hvort ég á þessa peninga. Og þannig endaði þessi draumur. Með þakklæti fyrir ráðninguna. Rakel. P.s. Fyrir hverju er að dreyma, að maður sé að gifta sig. Ég vissi ekki hverjum ég var að fara að gift- ast, en var þó komin í þann fallegasta brúðarkjól, sem ég hef á ævi minni séð. Kjóllinn var hvítur. Það er erfitt að segja ákveðið, hvað það táknar að vera að fara að gifta sig í draumi, því að það fer mjög eftir öðrum táknum í draumnum. Fyrsti draumurinn er fyrir því, að þú hafnar ein- hverju tilboði, sem hefði gefið þér mikið i aðra hönd. Annar draumurinn er fyrir miklum áhrifum, sem þú verður fyrir af þér eldri manni. Þriðji draumurinn er þér fyrir mikilli gæfu, að minnsta kosti fyrri hluti hans. Um síðari hlutann er erfiðara að segja, en hann bendir til tímabundinna erfiðleika, sem þú munt eiga við að stríða á vinnustað. Á LÆKJARTORGI. Kæri draumráöandi! Margir leita til þín með drauma til ráðningar, en samt vona ég, að þú getir frætt mig svolítið um merk- ingu draums, sem mig dreymdi fyrir nokkru. Draumurinn var á þessa leið.. ....Svo vona ég, að þú fyrirgefir þótt bréfið sé kannski ekki sett upp eins og það ætti helst að vera. Með fyrirfram þakklæti. Dísa II. Ef öll bréf, sem draumráðanda berast i hendur, væru eins vel sett upp og skipulega skrifuð og bréfið frá þér, þá væri vel, þvi að hvort tveggja er til sóma. Draumurinn er sennilega einkúm afleiðing atburðar- ins, sem þú minntist á i lok bréfsins. Undirmeðvitund- in er ekki eins gleymin og meðvitundin og stundum þarf hún að létta á sér og gerir það gjarna í draumi. Þó er eitt tákn i draumum, sem bendir ótvirætt til þess, að veðurfar vetrarins verði ryskjótt, snjókoma og frost og hláka á vixl. HÁTlDLEG SKRuÐGANGA Kæri draumraðningaþattur! Enginn veit sina ævina fyrr en öll er og aldrei bjóst ég við þvi, að ég ætti eftir að setjast niður til þess að skrifa þér, en nú er svo komið, að ég stenst ekki mátið lengur, því að mig dreymdi einkennilegan draum ný- lega, sem ég verð að fá ráðinn. Annars þykist ég ekki vera sérlega trúuð á drauma, en i þetta sinn brýt ég odd af oflæti mínu og leita til þin. Sannleikurinn er nefnilega sá, að ég get aldrei á mér setið, þegar ég kemst i Vikuna, heldur les alltaf draumaþáttinn frá upphaf i til enda til þess að vita, hvort ég rekist þar á drauma svipaða minum. En þá er best að snúa sér að draumnum: Ég þóttist vera stödd á aðalgötunni hérna í bænum. Snjór var yfir öllu, farið að kvölda og stjörnubjart, svo að afskaplega fagurt var úti. Ekki sá ég neinn í námunda við mig og varð ekki vör við neinn á ferli í draumnum. Ég gekk fram og aftur eftir götunni og var að svipast um eftir einhverju fallegu til þess að gefa litilli frænku minni í afmælisgjöf. Allt i einu verð ég þess vör, að ég held á blysi í hendinni og litlu seinna þykist ég vita að f jöldi fólks komi á eftir mér, einnig með blys. Ég gekk rakleiðis upp að kirkjunni og sá þaðan yfir bæinn, hvernig blysin liðuðust upp brekk- una á eftir mér. Eg sá ekki móta fyrir fólkinu, en blysin hreyfðust eins og þarna væri fólk í skrúðgöngu. Mér fannst þetta mjög hátíðlegt og var full andaktar, þegar ég vaknaði. Ég vona, að þú getir ráðið þennan draum bráðlega. Kær kveðja. Draumrún. Þú trúlofast innan tíðar.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.