Vikan

Tölublað

Vikan - 30.01.1975, Blaðsíða 8

Vikan - 30.01.1975, Blaðsíða 8
YFIRVEGUÐ JARÐKONA? FALAT LOFTKONA? > Flestar loftkonur eru fæddar i tvlbura-, vogar- og vatnsbera- merkjunum. 45-59 stig.Þú ert loftkona og sem slik ertu fálát og fjarræn og virbist taka öllu, sem fyrir kemur, meö stökustu ró, hversu hrædd og örvæntingarfull, sem þú annars ert. Þú ert fljót að ljúka öllu af, sem þú tekur þér fyrir hendur og þér finnst ákaflega hvimleitt, þegar aörir hanga yfir verkum sinum og miöar ekkert áfram. Fólk, sem ekki þekkir þig vel, heldur, að"þú sért kaldlynd, sivinnandi og hafir ætiö stjórn á tilfinningum þlnum. En þú veist best sjálf, að þú ert mjög tilfinninganæm á bak við skelina. En þegar þú hefur ákveðið eitt- hvað með sjálfri þér, ertu óstööv- andi. Bæði vegna töfra þinna, sem þú beitir þá óspart fyrir þig, og einnig vegna þess, að þú leynir þvi ekjd, að þú veist hvað þú viít. Maðurinn, sem er best við þitt hæfi, er smekkvis og hefur til að bera auðuga og fjölbreytta kimni- gáfu. Og hann verður að vera öruggur með sjáfan sig. Stundum verður þér það á að draga rangar ályktanir, og með aldrinum hættir þér til að vera svolitið hvassyrt. Þá finnst þér fólk yfirleitt barnalegt. Rétti maðurinn fyrir þig metur að verðleikum, hve sjálfstæð þú ert og óháð öðrum, en sumum karlmönnum mun þykja rtóg um kröfurnar, sem þú gefir til annarra. Þú hefur mikið vald á skapgerð þinni, ert greind og getur töfrað næstum hvern sem þú kærir þig um. Flestar jarökonur eru fæddar I steingeitar-, nauts-, og meyjar- merkjunum. 20-29 stig. Þú ert jarðkonan, róleg, alltaf i jafnvægi og jarð- bundin. Flestir karlmenn laðast einmitt að konum eins og þér, vegna þess hve heiðarlegar, raunsæjar og áreiðanlegar jarðarkonurnar eru.. Þú getur i senn verið byltingar- sinnuð og ihaldssöm, en þér finnst það i hæsta mátá eðlilegt og hefur engar áhyggjur af þvi. Þú ert örugg um sjálfa þig og ert einkar hjartahlý og elskuleg kona. Stundum ertu svolitið feimin, og þér hættir til að vera ófram- færin innan um fólk, sem þú þekkir ekki mikið, en i vinahópi hikarðu ekki við aö segja það, sem þér finnst þegar þér finnst við eiga. Þér gest best að einföldum hlutum og vilt ekki hafa neinn iburð i kringum þig, þó að þú viljir gjarna hafa það gott efnalega. Þú laðast oftast að mönnutn, sem eru gjafmildir og heiöarlegir og leggur meira upp úr þvi en að þeir séu einhver gáfnaljós. Þú ert semsé einkar aðlaðandi, og enginn hefur nokkurn tima séð eftir þvi að hafa kynnst þér. En þar sem þú ert sjálf trygglynd og heiðarleg, áttu erfitt með að þola alls konar baktjaldamakk og ótryggð. Þú getur verið fljót til að þræta, en þér leiðist að þrasa til léhgdar. Ef eitthvað er komið inn i höfuðið á þér á annað borð, er erfitt að fá þig til að skipta um skoðun. LEYNDARDÓMSFULL VATNSKONA? Margar vatnskonur eru fæddar i fiska-, krabba-, og sporðdreka- merkjum. 30-44 stig. Þú ert vatnsKona og sem slik ertu leyndardómsfull og ,,djúp”. Jafnvel náfiustu vinum þlnum mun veitast erfitt að kynnast þér til hlitar. Þú ert innhverf og tilfinninga- næm og fyrst og fremst ertu rómantisk. í þessum heimi fer ekkert jafnmikið i taugarnar á þér og fals i hvaöa mynd sem er og þú sýnir öllu, sem ekki er ekta, megnustu fyrirlitningu. Umhverfið hefur mikil áhrif á þig og sérstaklega skapgerð þina og andlega llðan. Þannig geturðu ýmist svifið á hamingjuskýjum, eða sökkt þér niður I svartsýnis- óra. Þú ert bæði tilfinninganæm og svolitil listámannssál og þú ert auðsærð, vegna þess hve opin- skátt þú tjáir stundum tilfinn- ingar þinar. Flestum karlmonnum gengur svolltið erfiðlega að átta sig á þér, en margir þeirra hrlfast einnig af þvi, hve óútreiknanleg þú ert. Þú ejd ein þeirra, sem gefur vinum þlríum mikið, en þú getur lika krafist mikils og fengiö það, ef þú vilt sjálf. Þú hefur aldrei látið mikið að pér kveða i samkvæmisllfinu, en pó getur enginn gengið framhjá þér. Þig mun aldrei skorta vini. 8 VIKAN 5. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.