Vikan - 30.01.1975, Blaðsíða 34
Sara fór ekki upp með Bryne.
Hún gekk aftur að skýlinu og ýtti
borðunum til hliöar. Þarna inni
var litill gluggi, en runnarnir
fyrir utan voru algerlega vaxnir
fyrir hann, svo það kom aöeins
dauf, grænleit birta inn um hann
og Flora hafði gert þetta fleyg-
myndaða skýli að nokkuö
skemmtilegu leikberbergi.
Sara gat risið upp, þegar hún
var búin að skriða gegnum inn-
ganginn og hún leit i kringum
sig. Þarna var gamall kollur,
nokkrar gamlar myndir negldar
á vegginn og dýrgripum Floru
var snyrtilega komið fyrir i köss-
um og dósum. Börnin höföu eitt-
hvaðruglaö til gömlum taflmönn-
um og mislitum hnöppum og
nokkur spil lágu á dreif um gólfiö.
Þetta var sannarlega góður
felustaöur. Sara festi sér þaö i
minni, áður en hún fór þaðan.
Hún hafði það á tilfinningunni, að
þessi staöur gæti sennilega komið
að notum siöar meir.
Sara gaf sér góðan tima til að
snyrta sig fyrir samkvæmið.
Eftir allt, sem haföi gengið á um
daginn, fannsthenni aö hún þyrfti
að slaka svolitiö á. Þegar hún var
búin að snyrta sig eins vel og hún
gat og setja hárið upp, fór hún I
hvita knipplingakjólinn., sem hún
hafði verið i kvöldið góða, þegar
Bryne hafði beðið hennar.
Kjóllinn bylgjaðist i kringum
hana eins og ský og þegar hún var
bftin að setja á sig hálsmen og
eyrnalokka úr rúbinum, sem
Bryne hafði gefiö henni i morgun-
gjöf, þá flýtti hún sér inn til barn-
anna, þar sem Jenny og Flora
biðu i ofvæni eftir þvi að sjá hana
i öllu stássinu. Þær hrópuðu báð-
ar upp yfir sig af hrifningu.
— Þú ert eins og prinsessa,
sagði Flora og ranghvolfdi aug-
unum.
— Ö, hve þú ert falleg, sagði
Jenny. Sara hló og tók nokkur
dansspwr á gólfinu, svo pilsin
sveifluðust til. Bryne, sem var á
leiðinni niður, nam snöggvast
staöar, en enginn þeirra tók eftir
honum. Þegar Sara beygöi sig
niður, til að kyssa Robbie á kinn-
ina og breiða vel yfir hann, var
Bryne á leiöinni niöur.
Hún hitti hann og Lucy i for-
salnum. Lucy var ljómandi falleg
f nýja kjólnum, sem fór vel við
ljóst háriö og hún ljómaði af
ánægju. Söru fannst kjóllinn
nokkuö fleginn.
— Þetta er þaö skemmtileg-
asta sem ég hefi uplifaö fram að
þessu! sagöi Lucy. — Ég ætla lfka
að dansa við alla glæsilegustu
mennina á ballinu — og þú . . .
sagði hún og sló á brjóstið á
Bryne meö blævængnum . . .
verður frá þér af afbrýðisemi!
Ráðhúsið var við herbúðir setu-
liðsins, rétt hjá vatninu. Bygging-
in var á einni hæð með stórri
verönd, sem öll var skreytt mis-
litum ljóskerjum og skrautlegir
kjólar kvennanna fengu á sig ein-
hvern ævintýrablæ, þegar þær
gengu inn I danssalinn.
Þessi dansleikur var aðal við-
burður ársins og það var mikill
heiður að vera boðinn.
Þegar Sara gekk inn i salinn við
arm Brynes, fann hún aö allra
augu hvildu á þeim og hún gat
ekki komist hjá þvi, aö heyra
hviskrið I þeim eldri, sem sátu
meðfram veggjunum. Það höföiu
allir heyrt áö Bryne var kvæntur
og forvitnin var mikil. Hún sá, að
þeirsem voru að dansa, sneru sér
við, þegar hún hneigði sig fyrir
hershöfðingjanura.
Fyrsta hálftimann fannst Söru
að hún sæi aöeins. forvitin andlit
og hún heyrði varla nöfnin, þegar
hún var kynnt fyrir gestum. Lucy
var I sólskinsskapi, daðraði við
ungu liðsforingjana á báöa bóga.
Hún var sem dáleidd af öllum
þessum skartlegu einkennisbún-
ingum og sinnti siður þeim sem
voru i borgaralegum fötum, en
þaö voru einmitt ungu mennirnir,
sem hún átti að kynnast'.
Þegar Sara sveif út á gólfið i
örmum Brynes, fékk hún loksins
tækifæri til aö tala við hann.
— Það stara allir á mig, sagði
hún, svolitiö taugaóstyrk.
— Þaö er ekki nema eölilegt.
Hann þrýsti fingur hennar, þegar
hún beygði sig undir arm hans i
dansinum. — Þú ert þaö athyglis-
verðasta hér i kvöld, sagði hann
striönislega. — Það getur verið
vegna þess að þú litur út eins og
brúður i þessum kjól, frekar en
gift kona.
Hún lét sem hún heyrði ekki
striðnistóninn, en roðnaði samt.
— Mér finnst nú nokkrar af þess-
um augngotum heldur óvinveitt-
ar.
— Það er heldur ekkert undar-
legt, sagöi hann þreytulega,
sveigði sig svolitiö frá henni, svo
hann gæti horfst 1 augu við hana.
— Þessi nýlenda er um það bil aö
fara I strið við fööurland mitt.
Skuggar strlðsins hvila nú þegar
á okkur. 1 þeirrra aúgum er ég
kannski meö horn, klaufir og klof-
ib skott, eins og þeir, sem hafa
eitthvert samband við landið
handan við merkjalinuna, þar
sem kannski er byrjað að hlaða
byssurnar.
Ötti skeinúraugum hennar. —
Veit yfirmaður hersins hér um
þetta? spuröi hún snögglega, þvi
að hún vissi að Bryne var ekki aö
fara meö fleipur.
— An efa, vina min. Hann dró
hana að sér og þrýsti henni fastar
aö sér en nauðsyn krafði. -r Við
skulum reyna að njóta þessa
kvölds. Það getur oröið langt
þangað til ibúar York fá annað
eins tækifæri.
En örlögin högubu þvi ekki
þannig, aö þau fengju að njóta
þess aö vera saman. Brock hers-
höfðingi, yfirmaöur alls herafla
bresku nýlendunnar, bauö henni
upp I dans. Þetta var i fyrsta sinn,
sem hann fórútá dansgólfiö þetta
kvöld og henni var vel ljóst, aö
þetta var mikill heiður. A meðan
hún sveiflaöist I dansinum meö
hershöfðingjanum, sá hún Bryne
dansa við Lucy, sem þrýsti sér
upp að honum.
En svo missti hún sjónar á
þeim, þvi að hver af öðum kom nú
til aö dansa við hana. Hún átti 1
erfiöleikum með aö losna, þegar
aö kvöldveröinum kom, en þá átti
hún von á þvi að Bryne reyndi að
hafa upp á henni.
Skemmtilegum hringdansi var
að ljúka og þá sá hún Lucy ganga
burt af dansgólfinu við hliðina á
hávöxnum ljóshærðum manni,
sem beygöi sig yfir hana, til að
heyra hvað hún væri að segja.
Þetta var Philip Manning!
Hún fann til innilegrar gleöi,
begar hann leit upp og veifaði til
hennar. Þaö var ljóst, að Lucy
hafði bent honum á hana og ekki
gleymt að segja honum að hún
væri gift Bryne.
— Jæja, þá hittumst viö aftur,
Sara, sagði hann um leið og hann
kyssti á hönd hennar.
— Það er ánægjulegt aö sjá þig
aftur, Philip, sagði Sara innilega.
— Það er skritið að við skulum
hafa verið hér i allt kvöld, án þess
að hittast.
— Ég var nú mest i samræðum
viö fólk, þangað til ungfrú Lucy
kom, sagði hann, — svo ég hefi
ekki haft svo góöa yfirsýn yfir
dansgólfið.
— Herlæknirinn kynnti okkur,
sagði Lucy og það var striðnis-
glampi i augum hennar. — Ég
vissi strax hver þetta var. Hún
leit snöggt á lækninn. Mér fannst
dálitiö skemmtilegt að geta kynnt
hann fyrir konu fjárhaldsmanns
mins. Ég hefi aldrei séð nokkrum
manni bregöa svo!
Hún gekk hægt frá þeim og
sagöi um leið. — Ég ætla að gefa
ykkur næöi til að tala saman. Og
hún þaut i burtu meö miklum
pilsaþyt.
— Ég óska þér innilega til
hamingju, sagöi Philip alvar-
legur i bragði. — Þú hlýtur aö
hafa oröið skyndilega ástfangin.
— Þaö skeður allt svo skyndi-
lega i þessu landi. Hún reyndi að
tala kæruleysislega. — Hverjum
hefði lika dottið i hug, að þú
myndir hætta viö að búsetja þig i
Quebec og koma alla leiö hingað
til York! Ertu búinn aö fá hús-
næði?
— Þú hefur þá fengið bréfiö frá
mér? Ég keypti ágætis hús við
Caroline Street.
— Já, þaö eru margir staðir
nefndir konunglegum nöfnum
hér, sagöi hún brosandi.
Philip breytti ekki um svip. —
Hvers vegna skildir þú ekki eftir
heimilisfang þitt á pósthúsinu,
eins og ég baö þig um i bréfinu?
Ég hefi farið daglega þangaö, til
að vita hvort ég fengi ekki linu frá
þér.
Hún óskaði þess innilega, að
þessi biturleiki væri ekki 1 rödd
hans. —ViðBryne vorum á feröa-
lagi. Ég fékk bréfiö þitt ekki fyrr
34 VIKAN 5.TBL.