Vikan

Tölublað

Vikan - 08.05.1975, Blaðsíða 8

Vikan - 08.05.1975, Blaðsíða 8
ungt fólk tækifæri til aö sýna, hvaö i þvi býr. Hér hefur það vilj- aö brenna viö, aö sama fólkið hef- 1 ur litiö gert annað ár eftir ár en leika smáhlutverk, segja já, herra og nei, herra — og hefur þar af leiöandi oröiö þreytt og leitt — hreinlega gefist upp. Þetta er mjög slæm þróun, og hér þarf aö vera vel á veröi i náinni framtiö. — Auk leik- og ieikstjórnar- starfa hjá bjóðleikhúsinu, varstu blaöafulltrúi þess um árabil. I hverju er þaö starf einkum fólg- iö? — Þ^ð er fyrst og fremst fólgið i þvi aö koma á framfæri viö fjölmiöla þvi helsta, sem er aö gerast i leikhúsinu á hverjum tima. Auk þess er mikið leitaö eftir upplýsingum um leikhúsið erlendis frá, og það hefur að miklu leyti komiö i hlut blaðafull- trúans aö veita slikar upplýsing- ar. Þar á ofan haföi ég sem blaöa- fulltrúi umsjón meö bókasafni Þjóöleikhússins, þannig að þetta var bæöi timafrekt og umfangs- mikiö starf. — Mig langar til þess að spyrja þig um þitt nýja starf sem leik- listarstjóri útvarpsins. — Ég tók viö starfi leiklistar- stjóra 1. mars siöastliöinn af Þor- steini 0. Stephensen, sem er merkur leikhúsmaöur og hefur bæöi mótaö leiklistardeildina og starf leiklistarstjóra meö sinu langa og margþætta starfi. Deild- in er þó enn i mótun og verður vonandi áfram i framtiöinni, þvi að hún má alls ekki staöna i á- kveönum farvegi, þvi að eigin- lega er útvarpiö stærsta leikhús landsins, þar sem eru flutt allt að 90 leikrit á ári. — Hefurðu hugsað þér að taka Mght andiay. straufría sængurfataefnið er nú fyrirliggjandi í mörg- um mynztrum og litum. Einnig í saumuðum settum. Kærkomin gjöf, hverj- um sem hlýtur. Sparið húsmóðurinni erfitt verk, sofið þægilega og lífgið upp á litina í svefnherberginu. Reynið Night and Day og sannfærizt. Samband íslenzkra samvinnutélaga Innflutningsdeild Sambandshúsið Rvik sími28200 upp einhverja nýja stefnu i leik- ritaflutningi útvarpsins? — Um það er allt of snemmt að segja ennþá. Ýmislegt er að sjálf- sögðu fariö að mótast i huganum um, hvað maður eigi að gera, en að svo komnu máli held ég, að best sé að hafa sem fæst orð um það. — Hvað hefurðu að segja um þá skipan, að bæði þú sem leik- listarstjóri útvarpsins og Þor- steinn Hannesson sem tónlistar- stjóri þess, eruð aðeins ráðnír til fjögurra ára? — Slikt hefur vitaskuld sina kosti, en það hefur einnig vissa galla i för meö sér. Til dæmis veit ég ekki, hvaða augum BSRB litur á þessa skipan mála, þar sem bandalagið hefur ætiö krafist ör- yggis fyrir meðlimi sina. Það.er ekki gott fyrir stofnun að fara að segja upp fólki, sem búið er að starfa lengi hjá henni. Eitthvað veröur að gera við slika starfs- menn, og þá skapast vissir örðug- leikar. A hinn bóginn er það vissulega gott að geta skipt um menn i stöðum sem þessum og fá þannig nýtt blóð inn i starfið, sem þar fer fram. — Veistu hve mikili hluti þeirra leikrita, sem fluttur er i útvarp, hefur að jafnaöi veriö islenskur? — Yfir það hef ég ekki rétt prósentuhlutföll, en ég mun ekki skoða hug minn um að taka verk islenskra höfunda, jafnt yngri sem eldri, til flutnings, ef þau eru á annað borð frambærileg, enda tel ég slikt skyldu útvarpsins. Einnig álit ég það mikilvægt að greiða götu Islenskra höfunda við erlendar útvarpsstöðvar. — Þú hefur starfaö mikið að fé- lagsmálum fyrir leikarastéttina? — Já, ég hef verið I stjórn Fé- lags Islenskra leikara i tuttugu ár og þar af formaður i átta ár. Nú verð ég að láta af formannsstöð- unni, því aö þaö samrýmist ekki stööu minni sem leiklistarstjóra að gegna henni, þar sem þá er ég eiginlega kominn báðum megin við borðið i samningum. Siðast- liðiö vor var ég kjörinn formaður Norræna leikararáösins og mun gegnaþvi starfi út mitt kjörtima- bil. Formenn og lögmenn nor- rænu leikarasamtakanna hittast tvisvar sinnum á ári til skrafs og ráðageröa. Næsti fundur i Nor- Klemenz sem Berg kaupinaður i Kardemom muhænum 1975. ræna leikararáðinu verður hald- inn hér i Reykjavik i byrjun júni. Fundir þessir standa yfirleitt i einn til tvo daga, og þar eru oftast mörg mál á dagskrá. — Hvernig hefuröu varið þeim tómstundum, sem þér hafa gefist frá umfangsmiklum störfum, Klemenz? — Ég er fæddur og uppalinn i sveit og verð alltaf sveitamaður innst inni. Ég hef alltaf haft mikla ánægju af hestum og eignaðist snemma hest. t mörg ár átti ég þess þó ekki kost að umgangast þessa góðu vini mina, en kollegar minir, þeir Bessi Bjarnason og Gunnar Eyjólfsson, komu mér aftur á sporið, þeir eru báðir miklir hestamenn og eiga reisu- legt hesthús i Viðidal. Bessi bauð mér rúm i sinu ágæta hesthúsi, ef ég léti verða af þvi að eignast hest. Fyrir fjórum árum keypti ég svo hest uppi á Kjalarnesi og var mjög heppinn með þau kaup, þvi að hann reyndist gæðingur. Hann heitir Dofri og er nú tiu vetra gamall. Ég hef átt margar ánægjustundir i ferðalögum og útreiðartúrum með félögum min- um undanfarin ár. Núna erum við orðnir þrir um hesthúsið, þvi að Gisli Alfreðsson hefur bæst i hóp- inn. Hestamennskan er næstum hiðeina,sem ég stunda i fristund- um, nema hvað ég fer i Sundlaug Vesturbæjar á hverjum morgni, áður en ég fer til vinnu. Þar syndi ég 200 metrana og fer i heita pott- inn á eftir, en þar er félagsskap- urinn upp á hiö besta á þessum tima dags. Þessar sundlaugar- ferðir á morgnana hressa mann og styrkja, svo að maður er vel búinn undir starfsdaginn. Tról. 8 VIKAN 19. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.