Vikan

Tölublað

Vikan - 08.05.1975, Blaðsíða 38

Vikan - 08.05.1975, Blaðsíða 38
bara til að hafa spilið framan á. En vegna þess hve Scout II er samþjappaður að framan, stýris- gangurinn (millibilsstöng o.fl.) og vatnskassinn stutt frá stuðar- anum reyndist ógerningur aö fela spilið bak við stuðarann. Með spil undir sætinu pao er ekkert grin aö setja spil á suma jeppa, til dæmis Scout II, en máliö er nú leyst meö þvl að setja spilið undir bilstjórasætið. Ef til vill finnst einhverjum þetta fáránleg hugdetta, en hversu fá- ránleg sem hugmyndin er, þá er staðreyndin sú, aö þetta er lang- besta lausnin. Þetta spil hannaði Vic Hickey sérstaklega meö Scout II i huga, en auk þess hefur það marga athyglisverða kosti umfram önnur spil. Þungi spils- ins jafnast niður á allan bilinn, og þaö verður partur af byggingu hans, sem ekki er sist mikilvægt, þegar spil sem þessi geta náö allt að 5 tonna átaki. Hickey er þekktur hönnuður aukahluta fyrir jeppa, og honum hafði tekist að gera spil fyrir alla þá jeppa og hálfjeppa, sem kómu á markaðinn fram aö því er Scout II sá dagsins ljós. Hickey neitaði algerlega að smiða einhvers konar bátadekk, sem stæöi langt fram fyrir bilinn, Það var hlegið fyrst, þegar for- stjóri Hickey verksmiðjanna sagði „Setjið það bara undir sæt- ið”, en þegar menn sáu, aö hann hló ekki sjálfur, þögnuðu þeir og biöu frekari útskýringa. Þeim fannst hugmyndin svo góð, að þeir hófu strax aðgerðir . Þetta sama kvöld var tilrauna- spiliö tilbúið, það var fest á plötu sem skrúfuö var neöan á grind- ina, virinn lá meö vinstra grind- arbitanum, þar til komið var fram meö vélinni en þá leiddu Spiliö myndar auka grindar- bita, sem styrkir bilinn. Takið eftir, að spilið skagar ekki niður undan bfinum. þeir vlrinn i stálröri fyrir miðju i bflnum og út um stuðarann. Spilið ‘er rafdrifið og hægt aö stjórna þvi jafnt inni í bflnum sem utan hans. 38 VIKAN 19. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.