Vikan

Tölublað

Vikan - 08.05.1975, Blaðsíða 16

Vikan - 08.05.1975, Blaðsíða 16
ÁSTAR BRÉFIÐ smásaga eftir Jack Finney Stundum er eins og mörkin milli þess, sem er, og þess, sem var, hverfi. Bréfið, sem ég fann i leyniskúffunni, var örvænt- ingarhróp ungrar stúlku. Mig langaði til að verða henni að liði, og áðui* en ég vissi af, var mér farið að þykja væntum hana. En bréfið hafði verið skrifað fyrir nær heilli öld.... Auövitaö haföi ég oft heyrt um leyniskúffur i gömlum skrifborö- um. Hafa ekki allir heyrt svoleiö- is sögur? En daginn, sem ég keypti skrifboröiö mitt, var svo fjarri þvi, aö ég væri meö hugann viö leyniskúffur, og mér fannst ekkert dularfullt viö boröiö. Ég sá þaö i glugga fornsölu skammt þaöan sem ég bjó. Ég fór inn, og eigandinn sagöi mér, hvar hann heföi fengiö þaö. Skrifboröiö kom úr einu siöasta viktorianska húsinu i Brooklyn — þaö var veriö aö rifa þetta hús ásamt heilli húsalengju niöri I Brock Place. Fornsalinn haföi keypt þaö ásamt fleiri húsgögn- um, diskum, glösum og fleiru. Mér fannst þetta ekki skipta .miklu máli, þvi mér stóö alveg á sama, hver kynni aö hafa átt skrifborðiö eöa nofaö þaö áöur. Ég keypti það, vegna þess aö þaö var ódýrt, og mér sýndist það myndi fara vel viö hin húsgögnin I stofunni hjá mér. Ég er tuttugu og fjögurra ára, hár og grannur, bý i Brooklyn, i sparnaðarskyni, en vinn niöri á Manhattan, i auögunarskyni. Þegar maöur er tuttugu og fjög- urra ára piparsveinn veröur maö- ur að gera ráð fyrir, aö þá og þeg- ar komi að þvi, aö maður kvænist, og þar sem mér hefur veriö sagt, að það sé talsvert dýrt að vera kvæntur, reyni ég eftir megni aö koma mér áfram, og ööru hverju tek ég verkefni heim meö mér. Og á hálfs mánaðar fresti, eða þar um bil, skrifa ég bréf til foreldra minna I Flórida. Þess vegna þurfti ég að fá skrif- borö. Það er ekkert borö I eldhús- inu, sem vart er stærra en sima- klefi, og litla boröiö i stofunni leikur á reiðiskjálfi, þegar komiö er við það. Þar að auki kem ég ekki hnjánum undir það. Ég keypti skrifboröiö siödegis einn laugardag og eyddi klukku- tima i að reyna að ákveða, viö hvaða vegg i stofunni ég ætti að setja það. Klukkan var oröin 6, þegar ég hafði loksins komiö þvi fyrir og endurskipulagt i stofunni. Ég ætlaði á stefnumót um kvöld- iö, svo ég hafði ekki mikinn tima til aö skoða borðið nánar. Það var- úr massifum viöi meö dragloki, en undir voru hillur, þar sem geyma mátti ýmislegt. Bakiö náöi langt upp fyrir boröplötuna og var fullt áf smáhillum. Ég sá að boröiö yröi mér hvatning aö hafa röö og reglu á hlutunum. Við hliöina á hillunum voru þrjár litlar skúffur, einnig mjög hent- ugar. Ég dró stól aö boröinu og settist viö þaö til að sjá, hve hátt þaö væri. Það var alveg mátulega hátt, og undir vár nóg pláss fyrir fæturna. Aö þessu loknu fór ég i steypibaö, rakaöi mig og klæddi, læsti íbúöinni og fór út. Ég ætla að reyna aö segja satt og rétt frá öllu, sem geröist, og þaö á llka viö um liöan mina, þeg- ar ég kom heim klukkan hálf þrjú um nóttina, þvi ég er viss um, að þaö, sem átti sér staö, heföi ekki oröiö, ef mér heföi ekki liöiö eins og mér leiö. Ég haföi skemmt mér alveg prýöilega um kvöldiö, aö þvi er ég fæ best séð. Stúlkan, sem ég haföi veriö með, Roberta Haig, er skynsöm, skemmtileg og hugguleg. En á leiöinni hvarflaöi það að mér, að þótt ég ætti sennilega eftir að hitta hana aftur, stæði mér i raun og veru á sama um, hvort af þvi yrði eða ekki. Ég velti þvi fyrir mér — eins og ég hafði oft gert upp á siökastiö — hvort ég myndi nokkurn tima hitta stúlku, sem ég myndi þrá að vera hjá. Ég fékk ekki séö, aö nokkur maöur gæti kvænst af öörum ástæöum. Þegar ég kom inn i ibúð mina, vissi ég, aö þaö myndi ekki þýöa fyrir mig að reyna að sofna strax. Ég var eiröariaus og hálf ergileg- ur, algerlega aö ástæöulausu. Ég fór úr frakkanum og losaöi bind- iö. Þá kom ég auga á boröið, sem ég haföi næstum gleymt. Ég gekk aö þvi, settist viö þaö og fór aö virða þaö nánar fyrir mér. Ég lyfti upp draglokinu og horföi inp I tómarúmiö. Svo stakk ég hendinni inn i eina af hillunum og þegar ég dró hend- ina til baka var mansjettan svört af ryki. Hillan var rúmt fet á dýpt. Ég.dró út eina af skúffun- um, en I henni var ekki annaö en samanvafin bréfsnepill. Ég dró skúffuna alveg út og virti fyrir mér gerö hennar. Hún var geirnegld og fagurlega smiö- uö. Siöan stakk ég hendinni inn I skúffustæðið, sem var ekki nema hálfrar handar djúpt. Þar var ekkert. Ég sat þarna nokkra stund, og það hvarflaði að mér, að ég gæti alveg eins skrifað foreldrum min- um bréf. Aður en af þvl yröi, fór ég að velta þvl fyrir mér, hvernig á þvi stæði, aö skúffan væri ekki nema hálft fet á lengd en hillurn- ar fet á dýpt. Ég stakk hendinni aftur inn I skúffustæöið, og þegar ég þreifaði meö fingrunum, fann ég örlitinn hnapp og dró út leyni- skúffuna, sem'var aö baki hinni. Stundarkorn var ég i hálfgeröu uppnámi yfir þvi, sem ég sá. 1 skúffunni voru bréf. En þegar ég aögætti nánar, komu vonbrigöin. Þetta voru ekki annaö en nokkrar arkir af óskrifuöum skrifpappir, hvitum, en gulnuöum á köntunum af elli. Þarna voru llka þrjú eöa f jögur umslög af sömu gerö og undir þeim litil, kringlótt blekbytta. Blekbyttan var á hvolfi, svo kork- tappinn haföi haldist rakur, og þannig var enn um þriðjungur bleksins I byttunni. Viö hliöina á blekbyttunni var slétt pennastöng úr tré, en á pennanum sjálfum var þornaö blek, rauösvart. Annaö var ekki I skúffunni. Ég setti þetta allt aftur I skúff- una, en veitti þvi þá athygli, aö eitt umslagiö var þykkara en hin. Ég opnaði það, og i því var bréf. Brotin i paplrnum voru stif af elli. Rithöndin á bréfinu var ákaflega kvenleg. Hún var skýr, stafirnir fallega dregnir og jafnir og upphafsstafir mjög skrput- legir; Blekiö var ryöbrúnt, og dagsetningin efst á bréfinu var 14. mai 1882. Þegar ég fór aö lesa það, sá ég, að þetta var ástarbréf, sem hófst þannig: „Elskan mín. Pabbi, mamma, Willy og Cook eru löngu farin aö sofa. Allt er hljótt I húsinu, ég ein vakandi og get nú loks talað viö þig, eins og ég vil. Já, þaö segi ég satt. Hjartaö mitt, ég þrái djarft upplit þitt, þarfnast hlýjunnar I fari þinu. Ég gleöst yfir ákafa þlnum og lofa hann. Þvl get ég lit- ið á þetta ööruvlsi en sem innilega lofgjörö til mln?” Ég gat ekki annaö en brosaö, þegar ég las þetta. Þaö var erfitt aö skilja, aö fólk skyldi einhvern tlma hafa tjáö sig meö svona miklu oröskrúöi. En þaö haföi þaö gert, um þaö varö ekki villst. Ég hélt áfram aö lesa, undrandi yfir þvl, aö bréfiö skyldi aldrei hafa veriö sent: „Kæri vinur, breyttu aldrei háttum þínum. Ávarpaðu mig aldrei ööruvlsi en orö mín gefa tilefni til. Sé ég kjánaleg og duttl- ungafull, geröu þá góölátlega gys aö mér, ef þér sýnist svo. En ef ég tala af alvöru, svaraöu mér þá alltaf, eins og þér finnst ég eiga skiliö. Astin min, mig hryllir viö upp- geröarbrosi og umburöarlyndu augnaráöi, sem konur eiga aö venjast. Ég get ekki umboriö til- geröarlega kurteisi og háttprýöi, sem oftast tekst ekki aö dylja þá léttúö, sem þeim er ætlaö aö leyna. Nú á ég viö manninn, sem mér er ætlaö aö giftast. Ó, ef þú gætir foröaö mér frá sllkum ör- lögum. En þaö er ekki á valdi þinu. Þú ert allt, sem ég dái, hlýr og

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.