Vikan

Tölublað

Vikan - 08.05.1975, Blaðsíða 13

Vikan - 08.05.1975, Blaðsíða 13
Fleiri arkitekta Kæra Vika! Ég þakka þér fyrir allt gamalt og gott. Eg er ekki stööugur áskrifandi, en kaupi Vikuna oft i lausasölu, ef hún er meö eitthvaö sem vekur áhuga minn. Mig langar til að þakka sérstaklega fyrir arkitektana og vona, að þiö haldiö áfram að heimsækja þá. Bæði myndirnar og viötölin eru til fróðleiks og gagns, þvi flestir þurfa einhvern tima aö koma upp húsnæöi og þurfa þvi aö velta þessum málum fyrir sér. Ég vildi sem sagt gjarna fá fleiri arki- tekta i blaöið, og ég veit, að margir eru mér sammála um það. Svo langar mig að spyrja, hvort þið vitiö, hvað hún heitir leikkonan, sem leikur Helen i sjónvarpinu. Hvernig er skriftin og stafsetningin? Hvernig eiga tvær vogir saman? Nikkólina. Gott er að heyra, að þér llkar við arkitektana, og þú ert sannar- lega ekki sú eina. Við höfum vissu fyrir þvi, að þetta efni fellur niörgum i geð, og Vikan á eftir að birta frásagnir og myndir frá heimsóknum tii flciri arkitekta, þótt ekki sé fuilráðið, hversu margir þeir verða. Nútimakon- una Helen ieikur Alison Fiske. Skriftin er falleg og stafsetning góð. Tvær vogir eiga vel saman. Trúir á stjörnuspá Kæri Póstur! Ég er mjög trúuð á stjörnuspá. Þess vegna lan'gar mig að biðja þig að segja mér, hvernig stein- geit (kona) og tviburar (karl) eiga saman. Og hvernig eiga steingeit (kona) og ljón (karl) saman? Ginnig langar mig að vita, hvaða merki passa best við steingeit og ljón og tvibura. Ég þakka svo Vikunni fyrir allt það góöa efni, sem i henni er, ég kaupi hana alltaf. Ég bið þig aö fyrir- gefa stafsetninguna, en hvað lestu úr skriftinni, og hvað heldurðu, að ég sé gömul? Með fyrirfram þakklæti fyrir birt- inguna. Ég trúi ekki öðru en að þú birtir þetta bréf og svarir, þvi að þaö er mikiö i húfi. Vertu blessaður Póstur minn, þin vinkona. steingeit. Þú verður að afsaka steingeit góð, en bréfið þitt lenti neðst I allri hrúgunni og er orðið dálitið gamalt. En þar sem svo afskap- iega mikið er I húfi hjá þér, ætla ég að fræða þig á þvi, að sam- kvæmt stjörnuspá ástarinnar eiga steingeit og tviburar vel saman. Samband steingeitar og Ijóns er talið eiga vafasamari framtið fyrir sér, en muni þó geta gengið, ef góður vilji er fyrir hendi hjá báðum. Stjörnumcrkin, sem virðast eiga best við stein- geit, eru tviburamerkið, krabb- inn, jómfrúin og hugsantega vog og fiskamerkið. Ljón ætti helst að finna góðan lifsförunaut i merki hrúts, steingeitar og fisks, jafnvel tvibura. Hrútur, naut, jómfrú , vog og bogmaður eru bestu merk- in fyrir tvibura. Varaðu þig samt á þvi að trúa blint á stjörnuspá og spcki, treystu eigin dómgreind lika að minnsta kosti. Stafsetn- ingin er satt best að segja þannig, aö ekki veitti af fyrirgefningar- beiðninni. Skriftin bendir til þess, að þú sért geysilega" rómantisk, og ég ætla aö giska á, að þú sért 15 ára. Slöpp brjóst. Kæri Póstur! Mig langar að fá góö ráð hjá þér. Það er þannig, að ég átti krakka fyrir rúmum ellefu mánuðum, og það er allt I lagi með það, þvi að ég er trúlofuð. Eftir að ég átti barnið, þá slöppuðust svo á mér brjóstin, að þau hafa fremur minnkað en stækkað. Hvað get ég gert við þessu? Svo er lika annað, ég hofaðist alveg niður eftir þetta. Það er sama, hve mikið ég borða, ég fitna ekkert. Ég vona að þú ráðir fram úr þessu fyrir mig, þar sem alltafer verið aö núa þessu i mig. Með fyrirfram þakklæti fyr- ir svör. Guðrún. Fjölmargar konur eiga viö svipuð vandamál að striöa, og þú veröur bara aö vera þolinmóö og vonast til þess, aö vöxturinn lag- ist. Sértu svo horuö, aö þér sé raun að þvi, þá skaltu ekki hika við að leita ráða hjá lækni. Ekki er óliklegt aö missvéfn og rangt mataræöi eigi sinn þátt i þvi. Þú getur lika reynt aö stunda æfing- ar, til þess aö brjóstin nái sér fyrr, en oftast lagast þau smám saman, þótt þau veröi ekki eins og áöur. Læri og rass Kæri Póstur! Mig langar til að spyrja þig nokkurra spurninga. Finnst þér ljótt að hafa stór læri? Er ljótt að hafa stóran rass? Hvað kostar undirbréf til Danmerkur? Þakka fyrir. Sigrún Ég verö aö játa það, aö stór rass og stór læri eru af fæstum tal in til yndisauka. En fáir eru full- komnir I vexti og útliti, og oftast má eitthvað úr bæta, ef um lýti er aö ræöa. Undir venjulegt bréf til Danmerkur kostar 23 krónur. FLASTTRIK TRIFLAST heimilispokar, nestispokar, sorppokar ávaxtapokar, feröapokar, sjópokar, garöpokar, laxapokar, laxaslöngur o.s.frv. Gulir, rauöir, bláir, hvitir og svartir innkaupapokar í 5 stæröum. Önnumst áprentun og hönnun ef óskaö er VERÐMIÐAPRENTUN -einkaumbpð á íslandi heimilisfilma álpappir smjörpappir heimilispokar sorppokar PlasliM lií VATNAGORDUM fl REYKJAVlK SlMAR 82655 & 02639 UR EIK TEAK OC PALESANDER ÓDÝRT OG HAGKVTMT Húsgagnaverslun <> Reykjavíkur hf. BRAUTARHOLTI 2 SÍMI 11940 19. TBL. ViKAN 13

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.