Vikan

Tölublað

Vikan - 08.05.1975, Blaðsíða 29

Vikan - 08.05.1975, Blaðsíða 29
WA LIÐ vel herratískuna og ég veit, hvað- an þetta er. Það er enskt tvid. Alan Russel, vinur okkar var oft i jakka úr svona efni, þegar hann var á þessum dularfullu ferðum sinum.... — Attu við, að þessi þorpari hafi reynt að myrða Maxine? sagði Caston Rondelle, rauður af vonsku. — Sá skal fá það, þegar ég næ i hann... Röleg rödd Eustace Clermont stók fram I fyrir hinupi æsta göss- eiganda. — Ég hafði j)á á réttu að standa, Maxine. Englendingurinn þarf liklega að svara til saka fyrir margt, heldurðu það ekki? Hún kinkaöi rólega kolli, og henni fannst undarlegt, að hend- urnar, sem svo bliölega höfðu gælt við hönd hennar fyrir nokkr- um klukkutimum, hefðu svo reynt aö svipta hana lifisama daginn.... tmarga daga fyrir Jónsmessu safnaöi fólkið I þorpinu lurkum og kvistum i bálið, sem átti að tendra á bálhæöinni. Það haföi verið venja I Auvergne-héraðinu frá ómuna tiö að kveikja bál á hæöum og hólum á Jóns- messunótt. Fólkið safnaðist sam- an kringum báliö við sólsetur, og unga fólkið dansaði og lék sér og stökk yfir bálið. Það átti að stuðla að frjósemi hjá þeim sjálfum, ekki siður en frjósemi akranna. Maxine virti fyrir sér undirbún- inginn frá turnglugga sinum. Hún baö I þljóöi fyrir bændunum ekki síöur en frjósemi sinna eigin akra. En svo andvarpaöi hún von- leysislega — Ég trúi ekki á neinn töframátt — eða nokkuð annað, sagði hún við sjálfa sig. Hún var ekkert lik sjálfri sér, eftir að hún hafði oröið fyrir morðtilrauninni. Rún var orðin bæði taugaóstyrk og sorgmædd. Eina veran, sem talaði um eng- lendinginn, var Roland. — Mér þætti gaman að vita, hvaö orðið hefúr af herra Russel, hvert hann hefur fariö núna, sagði hann viö Maxine. Mér geöjaöist svo vel að honum. Heldurðu, að hann komi aftur? Það var svo gaman að tala viö hánn.... Maxine svaraði aldrei þessum stöðugu spurningum bróður sins. Hún var ekki búin að gleyma þvi, að hún hafði sjálf verið viöstödd, þegar herbergi hans hafði verið tæmt og gert hreint. Eulalia hafði sett allar eigur hans I tösku, ef ske kynni, að hann sendi eftir þeim. Rannsóknaútbúnaður hans var að sjálfsögðu horfinn. Sömu- leiöis græni jakkinn með leður- hnöppunum. Einn hnappurinn lá á snyrtiborði Maxine. Nú virtist Roland alltaf rólegur og glaður. Það var eins og ótti hans væri alveg horfinn. Hann var öruggur i herbergi sinu, við hliðina á herbergi Maxine, og hún dró alltaf tjöldin vel fyrir glugg- ana á kvöldin, svo myrkriö gæti ekki náð til hans og villt honum sýn. En hún vissi mæta vel, að þessar silfurlitu verur voru ennþá á ferli. Ef hún vissi ekki, aö árásarmaður hennar hefði sann- arlega veriö af holdi og blóöi, þá hefði hún kannski kennt þessum verum um morötilraunina. Fyrir utan Roland og Maxine voru það aðeins staðarmenn, sem viöurkenndu aö hafa séð þessar vofur. Eustace Clermont trúði ekki á neitt sllkt. — Góöa Maxine, þú ert aöeins yfirþreytt. Þetta er eitthvert ljósafyrirbæri, sem leik- ur á hugmyndaflug þitt. Skyldfólk Maxine gerði gys að henni, þegar hún nefndi aftur- göngurnar. — Þú hefur einfald- lega lesið of mikiö af lélegum bókum, sagði Annette hrokafull, án þess að muna eftir öllum þeim reyfurum, sem hún lá yfir si og æ. — Góöa min, þú veist vel, að það eru ekki til afturgöngur. Það fer sennilega svo, að þú ferð að stökkva yfir bál til aðfá akra þína til aö blómstra upp á ný! Gaston Rondelle sagði: — Það er að minnsta kosti staðreynd, að ef ungur maður stekkur gegnum bálið á jónsmessunótt með ástinni sinni, þá verður hringt til brúð- kaups, áður en árið er liðið! — Það hittist aöeins þannig á við og við, sagði Annette, — og það er óneitanlega rómantiskt. Ætlið þér að vaða eld meö ein- hverri ungfrúnni, Gaston? Augu hans hvíldu á Maxine, þegar hann svaraði: — Ungfrúin verður að samþykkja ráðahag- inn, frú mingóð. Það þýðír ekkert að draga hana óviljuga á eftir sér. Það vinnur enginn ást konu með þvi einu. — Hallarfrúin á Arlac hefur of mikið að hugsa, til að skipta sér af ástarmálum tautaði Clermont, — ég er viss um, að Maxine held-’ ur sinu persónulega frelsi I mörg ár ennþá. Hún leit undrandi á hann. Hann lét alltaf eitthvað slikt i ljós, þegar minnst var á, aö skeð gæti, að hún gifti sig. Getur það veriö, aö.... Nei, þaö var fráleitt, hugs-, aöi hún. — Það getur ekki verið, aö frændi Blanche hugsi til þess að kvænast mér? Þegar Maxine vaknaði um morguninn, tuttugasta og þriðja júnl, var einkennilega hljótt i HOTEL LOFTLEIÐIR BlÓmftSAIUR Fjölbreyttar veitingar. Munið kalda borðið. Opiðfrá kl. 12—14.30 og 19—23.30. VÍftlftftDSBflR 19. TBL. VIKAN 29

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.