Vikan

Tölublað

Vikan - 22.05.1975, Blaðsíða 12

Vikan - 22.05.1975, Blaðsíða 12
Ertu að byggja? ík Viltu breyta? <7 Þarftu aö bæta? lilaver GRENSASVEG118,22,24 SÍMAR: 32266-30280-30480 oósturinn Fyrir austan sól Sælir Póstur minn! Ég vona, aö þetta lendi ekki i ruslakörfunni frægu. Við erum hérna tvö á föstu, og okkur langar til aö vita, hvernig bogmaöurinn (stelpa) og tvlburinn (strákur) fara saman. Og svo er það annaö: Hvaöa próf þurfum viö aö hafa til aö læra læknisfræði, og hvað tek- ur þaö langan tlma að læra það? Og svo að lokum: Hvaö lestu úr skriftinni, og hvaö helduröu, að ég sé gömul? Með fyrirfram þökk fyrir birtinguna. Tvö á föstu fyrir austan sól og vestan mána. P.s. Ég hætti aö lesa Vikuna, ef þetta kemur ekki I Póstinum. Þetta er uggvænleg hótun og hittir náttúrlega sjálfa þig verst. En þar sem ég vil ómögulega bera ábyrgö á þvi, aö þú farir á mis við allt þaö frábæra efni, sem Vikan býöur upp á, þá ætla ég aö birta þetta bréf. 1 stjörnuspá ástarinnar segirsvo um hogmann og tvibura: Klmnigáfa ykkar er svipuö, og bæöi eruö þiö mennta- hneigð. Viö hljótum þvl aö álykta sem svo, aö þiö eigiö ágætlega saman. Þiö þurfiö aö hafa stúdentspróf til þess aö geta hafið nám f læknisfræöi I háskóla. Læknisfræöinámiö tekur 6-7 ár til kandldatspróf, og svo fara margir I framhaldsnám I einverri sér- grein, og getur það tekið 3-6 ár, eftir því um hvaöa grein er að ræða. Skriftin bendir til þess, að þú sért glaðlynd og ákveöin, og ég giska á, aö þú sért 17 ára. Ljósmóðir Kæri Póstur! Ég hef aldrei skrifað þér áður. Mig langar til að biðja þig um að svara nokkrum spurningum fyrir mig. 1. Hver er utanáskrift poppþáttarins I Vikunni? 2. Hvers vegna er nafn þitt hernaðarleyndarmál? 3. Heitirðu Guðmundur, Óskar, Páll eða Jón? 4. Hvað þarf maður að vera gamall til þess að læra ljós- móðurstörf? 5. Hvað tekur það mörg ár að læra ljósmóðurstarf? 6. Hvað þýða mannsnöfnin Aslaug, Jóhanna, Gerður? 7. Hvernig eiga hrúturinn (strákur) og drekinn (stelpa) saman? Hvað heldurðu, aö ég sé gömul, og hvað lestu úr skrift- inni? Ég vona, aö þetta bréf lendi ekki I ruslakörfunni frægu. Andréslna önd ljósmóðir. 1. 3m — músik meö meiru, Vik- unni, Pósthólf 533, Reykjavik 2. Þetta er gömul venja, sem ekki stendur til aö-breyta, enda sé ég ekki, hvaða máli nafn mitt skiptir. 3. Samkvæmt ofanskráðu, þá skiptir ekki máli, hvort ég ber eitthvert þessara nafna eöa ekk- ert þeirra. 4. Þú þarft að vera orðin 20 ára, og lágmarksmenntun til inngöngu I Ljósmæðraskólann er gagn- fræöapróf eða sambærilegt próf. 5. Tvö ár eins og er, en löggjöf um ljósmæöranám er nú i endur- skoðun og veröur aö öllum likind- um eitthvaö breytt. 6. Aslaug merkir goöhrein, goöbjört og hefur tlökast allt frá landnámsöld. Jóhanna er útlent tökuheiti, upphaflega hebreskt. Jóhanna,Jóna,Jón, og Jóhannes eru skyld nöfn, og af þvf mun upprunalegast Jóhannes, komið úr hebreska nafninu Jóchánán, hollur guði. Gerður merkir sú sem verndar eða nýtur verndar, skylt sögninni að girða. 7. Hrútur og dreki eiga I raun- inni ágætlega saman, en þau geta þó ekki búist við friösamlegri sambúö. Þú gætir veriö 15 ára, og skriftin bendir til þess, aö þú sert svolitiö fljótfærin, en dugleg. Handavinnukennari Komdu sæll Póstur! Og takk fyrir allt gamalt og gott. Ég hef ekki skrifað áöur, og ég vona, að ég fái svar Við þessum spurningum. Það þýðir ekkert að benda á gömul tölublöð, þvi þau hef ég ekki. . Hvaöa menntun þarf til að verða handavinnukennari? og kenna eingöngu handavinnu (stúlkna)? 2. Hvað þarf maður að vera gamall? 3. Hvað tekur þetta nám mörg ár? 4. Hvernig skóli er Lindargötu- skólinn? Jæja, þetta er þá allt, en hvaðheldurðu, að ég sé gömul, og hvað lestu úr skriftinni? Vertu' svo bara blessaður. ég 1. 2. og 3. Handavinnukennara- námiö krefst nákvæmilega sama undirbúnings og almennt kennaranám. Þú þarft annað hvort aö fara I menntaskóla og taka stúdentspróf, eöa undirbúa þig meö svokölluöu aðfararnámi við Kennaraháskólann, sem tekur 4 vetur. Kennaranámiö sjálft tek- ur svo þrjú ár. 4. Lindargötuskólinn er tveggja vetra skóli, sem tekur viö gagn- fræðingum, og.geta þeir valið um þrjú kjörsvið, hjúkrunar- og cuppeldiskjörsvið, verslunar- og viöskiptakjörsvið og tæknikjör- svið. Mér dettur I hug, að þú sért 15- 16 ára, og skriftin bendir til vand- virkni og heiðarleika. 12 VIKAN 21. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.