Vikan

Tölublað

Vikan - 22.05.1975, Blaðsíða 40

Vikan - 22.05.1975, Blaðsíða 40
migdreymdi Hjá lækninum. Kæri draumráðandi! Mig langar að biðja þig að ráða fyrir mig draum, sem mig dreymdi síðastliðna nótt. Þannig er, að ég á tvær frænkur, sem bjuggu hér á staðnum, en eru nú fluttar burtu. Við skulum kalla þær J og K. önnur þeirra á lítinn strák, sem ég kalla S. Mér fannst þær J. og K. vera komnar hér í staðinn með tveimur strákum, sem ég þekki ekki, en samt vissi ég, að þeir voru tvíburar. Þau voru að aka hér um staðinn, en óku svo eitthvað burt, og þegar þau komu aftur/ var annar tvíburinn ekki með. Ég spurði, hvar hann væri, og þau svöruðu, að hann hefði veikst, og þau hefðu skilið hann eftir á sjúkrahúsinu á B. Svo fóru þau, en ætluðu að koma seinna og fá sér kaffi. Þegar þau komu, sagði J. að þau hefðu farið niður í f jöru, og þar haf i K. veikst. Svo fór J. að gráta og sagði: Ég er viss um, að K. er að deyja! Ég sagði þeim, að þau yrðu að f lytja hana á sjúkra- hús, og þá segir J. við mig: Viltu passa strákinn fyrir mig? Ég játaði því og fylgdi þeim svo út að bilnum. í f ramsætinu á honum sat Ijóshærður strákur, en K. lá í aftursætinu. Tvíburinn settist i bílstjórasætið, en J. settist á gólfið afturi, hélt grátandi utan um K. og sagði í sífellu: Hún er að deyja. Svo óku þau burt og ég fór inn. Þar er S. þá kominn og við fórum út að ganga. Við fórum inn í læknisbústaðinn, og þar fannst mér búa hjón, sem ég hef i rauninni aldrei séð, en samt þekkti ég þau í draumnum. Mér fannst þessi hjón eiga lítinn strák, sem ég þekki og ein kunningjakona mín á. Hann kallaði ég A. Ég spurði konuna, hvort ég mætti skilja S. eftir hjá henni meðan ég færi að leita að lækninum. Hún spurði til hvers ég væri að leita að honum, og ég sagðist ætla að fá hjá honum verkjatöf lur. Svo fór ég að leita að verkjatöf lum um allt, en fann bara pínulítið brot, sem var pakkað inn í óskaplega stóran plastpoka. Þetta brot tók ég, en sagðist þurfa miklu meira. Síðan fór ég út og gekk upp götuna. Þá sá ég bif reið læknisins f yrir utan hús ofarlega í götunni og hugsaði með mér: Nú er E. að eiga barnið. (E. á heima þarna og á von á barni.) Ég fór og barði að dyrum í húsinu. Læknirinn kom til dyra. Ég bað hann að koma á læknisstofuna, en hann sagði mér að biða ef tir sér í bílnum, og gerði ég það. Skömmu seinna kom hann og ók sem leið lá niður götuna, og nam staðar við hús rétt fyrir ofan læknis- bústaðinn. Hann sagðist þurfa að skreppa þar inn, og sagði mér að fara niður á stof u og bíða. Ég gerði eins og hann sagði, og þegar ég kom inn í stof una voru S. og A. þar. Á gólf inu var strigamotta og á hana var raðað mörgum mismunandi stórum nál- um. Ég hugsaði með mér, að það væri einkennilegt af lækninum að skil ja þetta eftir svona, því að strákarnir gætu meitt sig á þessu. Svo var læknirinn allt í einu kominn inn í forstof una. Hann kallaði á mig og sagðist þurfa að vera nokkra stund í húsinu og spurði, hvort ég gæti ekki beðið á meðan. Ég sagði, að það væri allt í lagi — ég hefði bara ætlað að fá verkjatöf lur. Þegar ég kom inn af tur, var A. búinn að stinga sig á nálunum, og þær stóðu í hendinni. Ég tók þær úr, en þær stóðu mismunandi djúpt, og ég gat með naumind- um náð einni þeirra. Það blæddi ekkert úr hendinni og ekkert far sást eftir nálarnar. Ég taldi nálarnar. Þær voru tólf og allar af minnstu gerð. Síðan ætlaði ég að raða þeim á mottuna af tur, en þá voru þær svo segulmagnaðar, að þær fóru bara í eina hrúgu. Ég vaknaði upp við þá hugsun, að ég yrði að vera búin að raða þeim, þegar læknirinn kæmi. Með fyrirfram þökk. Fjóla. Þakka þér greinargott og ítarlegt bréf. Þú ert mesta rólyndisstúlka og þess vegna kemur það öllum óvart, þegar þú reynist óvenju viðbragðsfIjót og úrræðagóð, þegar á reynir. Buxnakaup. Kæri draumráðandi! Mig langar til að biðja þig að ráða fyrir mig draum, sem mig dreymdi nýlega. En fyrst ætla ég að segja þér.... En hérna kemur draumurinn: Mér fannst ég og vinkona mín vera að fara inn í Kaupfélag að versla. Vinkona mín spurði eftir galla- buxum, sem áttu að vera á útsölu þarna. Afgreiðslu- stúlkan sagði, að þær væru fyrir innan og sagði okkur bara að fara þangað. Þegar við komum inn fyrir, er þar allt f ullt af mat- vælum á mjög lágu verði. Vinkona mín fór stra* að tína í körfu, þar á meðal agúrkur. Svo fórum við inn fyrir milligerð og þar var f ullt af buxum, sem við fórum að skoða. Þarna var mest af bláum gallabuxum með rauðri rönd á skálmunum og blómi á hliðinni. Allar voru buxurnar moldugar og skítugar. Ég tók tvennar og ætlaði að máta þær. Þá fannst mér verslunin vera orðin að stórri hlöðu með heyi i. Það var búið að skera stabba, svo að ég f ór bak við hann og ætlaði að máta þar. Ég f ór úr buxunum og sem ég stóð þarna á nærbuxunum leit ég þangað, sem vinkona mín hafði staðið, en nú sá ég hana hvergi. Þar sem vörurnar höfðu áður verið, var nú komið f járhús og þar voru margar ær. Svo fannst mér þrír strákar koma inn. Ekki þekkti ég þá neitt, en vissi, að einn þeirra var sonur kaup- félagsstjórans. Sá fór að moka skít af grindunum í f járhúsinu. Þá kom hann auga á mig og kom til mín. Þá þreif ég þunna, síða regnkápu, sem ég var með, og fór í hana. Strákurinn horfði á mig, og þá fannst mér ég allt í einu vera að baða lítinn dreng, sem ég átti, og vafði ég stóru handklæði utan um hann. Svo vaknaði ég. Mig hefur þrisvar dreymt drauma mjög svipaða þessum. Þeir snúast allir um það, að ég sé annað hvort að eignast barn eða búin að því. Vona, að þið getið lesið þetta. Draumadís. Þú ert mikið upp á karlhöndina og einnig er greinilegt, að þig langar mikiðtil að komastáfram í lífinu eins og það er kallað. Ekki verður annað séð af draumnum, en þér takist það.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.