Vikan

Tölublað

Vikan - 22.05.1975, Blaðsíða 32

Vikan - 22.05.1975, Blaðsíða 32
mér þetta fjaskalega ankanna- legur búningur. Það var líka eitt- hvað undarlegt við hreyfingar hennar, þegar hún þræddi á milli byggraðanna. Okkur varð skyndilega ljóst, að hún varð okkar vör, þvi að hún sneri andlitinu beint að okkur. Hún var langleit og föl yfirlitum og það var eitthvað bjánalegt við svip hennar, þegar hún brosti flirulega. Hún sneri sér við og hljóp heim að húsinu og kom svo fljótlega út aftur, en þá var hún með einhvern stranga, sem hún vaggaði bliðlega i örmum sér. — Þetta er brúða. Ég andaði þessu út úr mér, gat varla trúað minum eigin augum. — En hún er nokkuð gömul. — Ég veit það. En ég held að hún sé eitthvað ... eitthvað skrit- in. Við þutum á fætur og hlupum niður götuna I ofboði, hrösuðum um trjástubba og steina. Þetta var mjög óhugnanlegt, fannst okkur og eftir þetta forðuð- umst við að likja Rósu frænku við Cissie Pellow.... Abe fór með mjólkurvagnin- um morguninn eftir. Við kvöddum hann með handa- bandi, lotningarfullar yfir glæsi- leik hans i nýja einkennisbún- ingnum og dáöumst að hreysti hans, þvi að hann var að fara til að berjast fyrir. drottninguna, já, jafnvel gæti það komið fyrir að hann yrði að deyja fyrir hana lika. Siödegis þennan sama dag fór- um við Lucy til Cross Cap að horfa á athöfnina, þegar mai- drottningin yrði krýnd. Við slik tækifær.i vildum við vera i okkar finasta pússi, það var svo sjaldan tækifæri til þess. Við vorum komnar að hliðinu, þegar herra Southern ók framhjá i léttivagninum sinum. Við vissT um að hann var að fara til London og að hann myndi verða mánuð I ferðalaginu. Hann rétti hesta- sveininum taumana og gekk upp brekkuna með okkur. — Ja, þið eruð sannarlega glæsilegar, stúlkur minar, það veröég að segja, sagði hann bros- andi, eða réttara sagt með grettu, sem átti að vera bros og hann lagði rikt á við okkur, að vera nú góðar og þægar stúlkur, meðan hann væri I burtu. — Skyldi herra Southern vera að fara til að leita sér konu? sagði Lucy, þegar við horfðum á eftir vagninum og svo hlógum við og flissuðum alla leiðina eftir Plum Lane, þvi að okkur fannst það raunar afskaplega hlægilegt aö maður, sem var eins gamall og pabbi, væri að leita sér að konu, eða að setja hann i samband við eitthvert ástarævintýri. Samt vorum við montnar yfir þvi, að hann skyldi sýna okkur þann áhuga, að kveðja okkur sér- staklega, en okkur fannst bara leitt að hafa enga áhorfendur af þessum heiðri. — Vandræði okkar eru, að við erum hvorki fugl né fiskur, tuldr- aði Lucy og sló i kringum sig með töskunni sinni. — Við erum ekki neinar hefðarmeyjar og ekki heldur eins og þorpsstúlkurnar. Þegar við komum út I sólina úr dimmum trjágöngunum, heyrð- um við daufa hljóma frá skóla- pfanóinu. — Þaö er byrjað. Flýttu þér! Lucy stökk á undan mér niður eftir grasi vaxinni götunni að þorpinu, þar hinkraði hún svo við og svo gengum við samhliða að bekknum fyrir framan skólann, þar sem börnin voru að koma sér fyrir I röðum, tvö og tvö saman. Börnin voru sannarlega vel til höfð og þau gengu öll á eftir hinni nýkjörnu drottningu að pallinum, þar sem drottningin frá siðasta ári átti að krýna hana með sveig úr sóleyjum og gleym-mér-ei. Tvær litlar, grafalvarlegar stúlk- ur, lagfærðu slóðann hennar og réttu henni heiðursskjalið. — Er þetta ekki dásamlegt, stundi Lucy. Svo var farið að spila „Vefjum —- vefjum...” og börnin hlupu til og gripu silkiböndin, sem fest voru efst i maistöngina. Svo gengu þau I hringi og vöfðu stöngina. Lucy hvislaöi að mér: — Sjáðu, hann er þarna. Villistrákurinn! Ég hafði tekið eftir honum, löngu áður en Lucy sagði þetta, — sá þegar hann stökk léttilega yfir girðinguna, eins og hann gerði alltaf, með jakkann á öxlunum og rjóöur af göngu eða hlaupum. Ég hafði virt hann fyrir mér, eins og lltaf áður, þegar hann kom til að sjá börnin dansa kringum mai- stöngina', vegna þess að mér fannst það dálitið skritið, að hann skyldi hafa áhuga á þvi. En það var greinilegt, að hann hafði gaman að þvi. Hann hallaði sér letilega upp að vegg og ánægj- an skein af ásjónu hans. Föt hans voru að venju gróf- gerð,enhentugtilsveitavinnu, en reisn hans var ekki I samræmi við klæðnaðinn. UR EIK TEAK OC PALESANDER STOFUNNI SKIPT g; Húsgagnaverslun <<> Reykjavíkur hf. BRAUTARHOLTI 2 SIMI 11940 32 VIKAN 21.TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.