Vikan

Tölublað

Vikan - 22.05.1975, Blaðsíða 28

Vikan - 22.05.1975, Blaðsíða 28
Það var sólbjartur dagur i mai, en það var eins og gjöfin varpaði yfir mig köld- um skugga, en hvers vegna var ókunni pilturinn svo viss um að ég myndi þurfa á verndargrip að halda....:? Eg vaknaöi viö að systir min kallaöi á mig: — Ellen! Komdu fljótt hingaö! Ég sneri mér syfju- lega á koddanum og sá að hún lá á hnjánum I gluggakistunni. Glugg- inn var galopinn og hún hallaði sér út fyrir. — Ellen, þú verður að koma. Elsku, komdu! Það er einhver þarna niðri á vegamótunum. Ég get ekki Imyndað mér hvað hún er að gera. Ég var ekki lengi að koma mér fram úr. — Farðu frá, svo ég geti lfka séð. Hinum megin við ána var ekk- ert að sjá, nema beitarhagana, sem hölluðust alveg niður að ár- bakkanum, svo að maður hafði á tilfinningunni að hægt væri að ná þangaö með hendinni. En Lucy benti til hægri, þar sem daiurinn opnaöist og við gátum séð merki- stólpann á vegamótunum. Viö horföum í austur, eiginlega beint i dögunina. — Það er alltof snemmt, sagði ég, — það getur enginn verið a ferð svona snemma. — En ég sá hana. það er alveg satt. Það var kona. — Hvaö var hún að geraV — Hún var að... Lucy hikáði og gretti sig svolitið, efablandin á svip. — Jæja, mér fannst ég sjá konu gráklædda konu... hún... hún kraup. á kné fyrir framan merkið og var greinilega að biðjast fyrir.. Ég hefði nú hlegið að þessu, ef þetta vegamerki hefði ekki verið svipaö krossi, að minnsta kosti frá okkur að sjá: og ef Lucy hefði ekki horft svona alvarlega á mig, svo einlæglega. Mér fannst hör- und hennar næstum gegnsætt i morgunbirtunni og ljóst hárið.lið- aðist um fíngert andlitið. Upp úr blúndunum á hálsmáli náttkjóls- ins gægðist grannur hálsinn, eins og liljustöngull. Hún skalf. Ég lokaði glugganum, lokaði úti fuglasönginn og svalt morgunloft- ið og við snerum inn i myrkvað svefnherbergið. — Þig hefur bara verið að dreyma, rétt einu sinni. Ég lagði lófann á enni hennar, eins og ég hafði svo oft séð Binnie gera. —■ Komdu aftur i rúmið, annars færðu bara kvef. Við töltum svo báðar á berum fótum yfir gólfiö og skriðum upp i holurnar okkar i stóra tvibreiða rúminu, lágum svo og góndum upp i loftið. Það leið ekki á löngu þar til Lucy fór að geispa og svo dottaði hún. Ég lá vakandi og virti fyrir mér hlutina f kringum mig, sem nú voru óöum að koma i ljós, eftir þvi sem bjartara varð úti. Þetta var allt svo kunnuglegt. Þama á arinhillunni lá græna flaskan með fullkomnu likani af Miröndu, barkskipi föður okkar. öðrum megin við flöskuskipið var mynd af föður okkar, þegar hann tók við skipstjórastöðunni, en hin- um megin héngu smámyndir af mömmu og Rósu frænku, þegar þær voru litlar, hengdar á vegg- inn með svörtum flauelsborðum. Lucy svaf fast. Mér datt i hug að hún hefði ekki sofiö vært um nóttina og að orsökin fyrir svefn- leysi hennar hefði verið spenning- urinn kvöldið áður. Það hafði lika verið óvenjulegt kvöld og sannarlega undantekn- ing að Binnie skyldi leyfa okkur að vera á fótum um miðnætti. Við vorum báðar vafðar innan i sjöl og trefla og sátum á bekknum i eldhúsinu, vel geymdar bak við stóra borðið, siögæðisins vegna. A móti okkur við borðið sat Alec, sonur Binnie og hámaði i sig kaldan kjötbúðing og drakk sterkt te. Þetta var siðasti april árið 1883 og siðasta kvöldið sem Alec var heima, áður en hann fór með herdeild sinni til Egyptalands. Hann myndi vera að heiman i tvö, kannski þrjú ár. Binnie sat i ruggustólnum við eldinn. tyllti fótunum á ristina og Blanche, hviti kötturinn hennar Lucy, hnipraði sig saman á tuskumottu við hlið hennar. Hún hamaðist við að prjóna, eins og hún væri hrædd viö að hætta þvi. Við Lucy vorum næstum þvi eins hnuggnar og Binnie, við að sjá á bak Alec, sérstaklega svona lengi. Við áttum engan bróður og hann var það sem kom næst þvi að vera bróðir okkar, þvi að hann var alinn upp hjá okkur I Myll- unni, siðan Binnie kom sem ráðs- kona til foreldra okkar, en þá var hún orðin ekkja. Hún kom til þeirra rétt eftir að þau giftu sig. Alec hafði verið meö Söru, unn- ustu sinni, þennan slöasta dag af friinu og I tilefni dagsins höfðu þau fariö i leikhúsið og sé leikritið „Frúin frá Lugano”. Þaö vildi svo til, að þetta var i slöasta sinn, sem þetta var leikið og Alec og ELDHUS innréttingar Fallegar.vandaðar ÓDÝRAR Sýningareldhús á staðnum. Húsgagnaverkstæii ÞÓRSINGÓLFSSONAR SUÐAVOGI 44 SÍMI 31360 (gengið inn fra Kænuvogi) 28 VIKAN 21. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.