Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 10.07.1975, Qupperneq 7

Vikan - 10.07.1975, Qupperneq 7
 Siguröur bætti við: — Þetta eru ekki bara Iþróttirnar og ánægjan af árangrinum, þegar hann er góður, og leiðinn yfir honum, þeg- ar hann er lélegur. Félagsskapur- inn er ákaflega mikill þáttur i þessu og kannski sá skemmtileg- asti. Ragnheiður: — Svo vegur óskap- lega margt upp á móti erfiðinu og tlmanum, sem fer i þetta. Til dæmis fórum við eiginkonurnar með Valsmönnum til Portúgal, þegar liðið lék við Benfica, og vorum i nokkra daga þar um kyrrt. 1 þá ferð hefðum við ekki farið fþróttamannslausar, og þannig er um margar fleiri ferðir. — Benfica er ykkur ofarlega i huga. Eru einhverjir leikir aðrir þér sérlega minnisstæðir, Sig- urður, fyrir utan landsleikina við frakka og a-þjóðverja nú i sum- ar? — Já, ég get ekki neitað þvi, að ég man alltaf eftir úrslitaleikjun- um I Islandsmótinu 1966. Fyrir siðari leik Vals við keflvikinga voru liöin jöfn að stigum og efst i deildinni. Þeim leik lauk með jafntefli, svo að leika varð annan leik til úrslita. Þegar liðið var langt á siðari hálfleik, var staðan tvö-eittfyrir Val, en þá var dæmd á okkur vitaspyrna. Á einhvern ó- skiljanlegan hátt tókst mér að verja þessa vitaspyrnu og bikar- inn var okkar. Tilfinningunni, sem þetta olli, er ekki hægt að lýsa. — Ein spurning aö lokum, Sigurður: Hvernig i ósköpunum er hægt að verja vitaspyrnu? — Þessa spurningu mætti al- veg eins orða á hinn veginn: Hvernig I ósköpunum er hægt að skora ekki úr vitaspyrnu? Ég held, að oftast sé það bara heppni markvaröar — eða óheppni þess, sem spyrnir, — sem ræöur úrslit- um. Tról. Siguröur ásamt konu sinni, Ragnheiði Lárusdóttur, og sonunum Lárusi og Jegi = ; ,'tr /ti '/\ • i l*ii ' “ \ ÁT m 28. TBL. VIKAN 7

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.