Vikan

Tölublað

Vikan - 04.09.1975, Blaðsíða 7

Vikan - 04.09.1975, Blaðsíða 7
okkur fyrir alla muni að rabba ör- litið við sig. Var maðurinn að gera grin að okkur? Hélt hann, að við hefðum efni á að versla i þess- ari rándýru verslun. Sá hann ekki, að við vorum i slitnum gallabuxum? Nei. Hann vildi bara tala við fólk og sýna þvi, hvað hann hefði upp á að bjóða. — Látum ekki nokkra demanta skilja okkur að, sagði hann. Sjálfsagt hefur hann lika vonast til að selja okkur eitt- hvað. t þvi efni hlutum við að valda vonbrigðum. Þessar góðu móttökur hvöttu okkur, og seinna um daginn, þeg- ar við komum að Tiffany & Co á Fimmtu Breiðgötu, sem er lik- lega heimsins frægasta skart- gripaverslun, gengum við óhikað inn. Okkur var sagt, að skartgrip- um að verðmæti 20 milljón doll- ara væri stillt út i glugga verslun- arinnar, og að ódýrasti hluturinn, sem þar væri á boðstólnum, væri silfurklemma á tannkremstúbu á rúmlega 10 dollara. Við keyptum ekkert, nema litinn bækling á 50 cent, sem fjallaði um hvernig á að Kaupa demanta. En það voru ekki demantar og gull, sem blöstuvið okkur neðan- jarðar, á brautarpöllunum. Þar var aragrui af fólki og þungt kæf- andi loft. A veggjum, vögnum og biðskýlum voru nöfn og setning- ar, i öllum regnbogans litum, málaðar með málningarspraut- um. Hvert sem litið var, blasti litadýrðin við, á sætum, gólfi, gluggum og stöðvarskiltum. Þetta er eins konar neðan- jarðarlist. sem kallast „grafitti". Mikið hefur verið rætt og ritað um hana i Bandarikjunum. Þessir svokölluðu „nafnlausu" lista- menn auglýsa sig i neöanjarðar- göngunum, og setningar eins og: Kærar kveðjur frá Cool Breeze 72 — eða — Baby face 86, eru dæmigerðar fyrir þá. Fullyrt er, að um 10 miilj. dollara sé var- ið árlega til að þrifa þessa „list” úr neðanjarðargöngum borgar- innar. Félagsfræðingar og sál- fræðingar hafa útskýrt „grafitti" sem leið til að skapa sér frægt nafn. — Taki 183 er eitt frægasta nafnið og blasir við i neðan- jarðargöngum um alla New York, á Kennedyflugvelli og viðar. t blaðaviðtali, greindi Taki 183 frá þvi, að hann hefði fasta atvinnu, borgaði skatt undir sinu rétta nafni og að útrás hans með máln- ingarsprautuna skaðaði engan. Hvers vegna væri þá verið að am- astviðhonum,litlum karli? Hann gerði lika kunnugt, að hann hefði ekki i hyggju að hætta þessu at- ferli. Hann hefur alltaf málning- arsprautuna á sér, hvert sem hann fer. Svona er New York. New York. Það er lika i þeirri borg, §em stúlka fellur i yfirlið i neðarjarðarlestinni, og enginn sinnir henni. Samferðamenn hennar stiga bara yfir hana og lestin brunar áfram. Svo gerist það lika á sama tima að litill kött- ur ráfar um á lestarbrautinni og áætlunin fer úr skorðum, þvi lest- arstjórinn neitar að aka af stað. Þá bregst ungur maður á braut- arpallinum skjótt við, og hættir sér út á rafmagnaða brautina til þess að bjarga kettinum. Það er klappað fyrir honum og einstaka tárast. t þessari stórkostlegu borg ger- istþað lika, að leigbilstjóri krefst þess, að auðugur ferðamaður borgi 50 dollara fyrir ferð, sem með réttu kostar aðeins 10 doll- ara. Vilji ferðamaðurinn ekki borga svo mikið, neitar leigubil- stjórinn að aka honum. Það er lika hægt að kynnast líf- inu iNew York með þvi að kaupa miöa á sýningu. t einu kvik- myndahúsa borgarinnar fer dag- lega .fram sýning á mannlifinu i stórborginni. Þetta er kvik- myndasýning á fjórtán tjöldum, sem komið er fyrir i hálfhring kringum áhorfendur. Auk þess er notaður fjöldi hátalara og ljós- kastara á sýningunni og ýmsum tæknibrögðum beitt. Sýningin er að hefjast, og allir biða spenntir i rökkrinu. Einhver geispar hátt og greinilega, og margir fara að hlæja. Skömmu siðar heyrist einhver segja: — Sjáðu þessa feitu þarna, og allir verða hálffeimnir. Or hinum enda salarins heyrist einhver hrjóta, og allir fara að gá og þá heyrist skyndilega lófaklapp. Maður hef- ur á tilfinningunni, að einhver meðal áhorfenda sé að þessum ósköpum til þess eins að hrella fólkið. En þá áttar maður sig á þvi, að hljóðin koma frá hátölur- um undir sætunum. Ahrifin eru stórkostleg. Maður er ekki áhorf- andi, heldur þátttakandi. Þá fær- ist myrkur yfir salinn. Og svo birtist New York á öllum fjórtán tjöldunum. Morgunsólin er að koma upp og New York vaknar af órólegum svefni. Þúsund vekjaraklukkur hringja, fólk fer á fætur og tinist út á göturnar. Frá hátölurunum heyrast kunnugleg hljóð, og hinar sibreytilegu myndir, sem sjást á tjöldunum, gera atburðina mjög raunverulega. Sjá má akandi bila, reiða bilstjóra, kyrrstæða bila, gangandi. óþolinmóða veg- farendur, sem biöa eftir að kom- ast yfir götur, umferðarljós, neðanjarðarlestir, brautarpalla, hlæjandi andlit, grátandi, bros- andi og sorgmædd. Mikill hávaði heyrist frá umferöinni, hurðar- • skellir og hressileg rifrildi. Ýmist sést stór heildarmynd á tjaldinu, eða margar smáar, serry sýna sama atburðinn. Eitt andartak er 36. TBL. VIKAN 7

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.