Vikan

Eksemplar

Vikan - 04.09.1975, Side 14

Vikan - 04.09.1975, Side 14
— Gott kvöld. — Gott kvöld. — Er þetta Turner prófessor, hinn þekkti efnafræðingur? — Jú, sá er maðurinn. — Ég heiti Beach, Malcolm Beach. Ég hringdi til yðar i gær. — Já, svo mun vera. Gjörið svo vel að ganga inn, herra Beach. — Þakka yður fyrir. — Þessa leið, gjörið svo vel. Hérna er rannsóknarstofan. — Trufla ég yður kannski við vinnuna? — Ja, ég á nokkuð annrikt. Ég er að visu kominn á eftirlaun, en það er ekki þar með sagt, að ég sé hættur störfum. — Ég skil. Ég bið yður að af- saka mig. — Jæja, ég var að hella upp á könnuna. Viljið þér kaffisopa? — Já, þakka yður fyrir. — Það er andstyggilegt veður i dag! — Alveg hræðilegt. — Og litur ekki út fyrir að batna. — En eigum viö ekki aö snúa okkur að málinu? — Jú, að sjálfsögðu. Fyrir- gefiö. — Það var vinur minn, sem mælti með yöur. — Jæja. Sykur? — Já, þakka yður fyrir. Tvo mola. — Það var vinur minn, sem mælti með yður. Mér er sagt, að þér hafið fundið upp eitur, sem ekki lætur eftir sig nokkurt spor. Mig vantar slikt eitur, ég þarf að losna við ákveðna persónu. — Hvaða persónu? Má ég spyrja að þvi? — Já, það er konan min. — Jæja. Hvað get ég svo gert fyrir yður? — Já, svo er mál meö vexti, að vinur minn ráölagöi mér aö leita til yðar. Mér er sagt, aö þér hafið fundiö upp eitur, sem ekki lætur eftir sig nokkurt spor. — Já, svo er vist. — Er það...? — Það skilur ekki eftir nokkurt spor. Það er öruggt. — Jæja, þá hef ég mikinn áhuga. — Þér viljiö kaupa þetta efni, skilst mér? — Já, nefnið bara verðið. — Svona, svona. Aður en við förum að ræða kaup, verð ég að fá að vita, hver á að fá þetta eitur. — Er það nauðsynlegt? — Ja-á, það er ég hræddur um. Þér verðið að segja mér það. En þér getið sagt allt, sem yöur ligg- ur á hjarta hér, herra Beach. — Jæja, þaö er þessi gamla — gamla saga. — Segiö mér þá þessa gömlu — gömlu sögu. — Jæja þá. Ég þarf að losna við... já, vissa persónu. — Hvaöa persónu? — Verð ég að segja yður það? — Já. — Þaö er konan min. — Mér datt það i hug. — Hún hefur gert mér lffiö ó- bærilegt, — hreinasta vlti. Hún hefur aldrei veitt mér nokkra hamingju. Hún er lika grimm, hugsar ekki um annað en sjálfa sig, er ekkert annað en eigingirn- in. — Ég hata hana. — Og svo er einhver önnur kona meö i leiknum? Einhver, sem þér eruð ástfanginn af. — Já, ef Clare gæti verið svolit- ið sanngjörn. Ef hún vildi aðeins gefa eftir skilnað, án þess að gera þetta veður út af öllu! En hún vill það ekki. Hún segist aldrei vilja skilja við mig. Hún neitar mér um alla lifshamingju. Svo.... — Og hún á einhverja fjár- muni, er þaö ekki? — Hvað eigið þér við? Jú, hún á eitthvað. En hún er alls ekki auð- ug, ef það er það, sem yður grun- ar. — Já, svo þér hafið hugsað um morð. Er það ekki rétt? Það er liklega mjög þægileg lausn, það verð ég að segja. Hvernig ætlið þér svo að fremja þetta morö? Aöur en þér komuð hingað, voruð þér að hugsa um að skjóta hana? — Nei, en morð er samt eina lausnin. Hvað á ég að borga? Ég verð að fá þetta eitur. — Andartak. Hafið þér hugsað málið vandlega? — Já, og ég hefi komist að þeirri niðurstöðu, að það er ekk- ert réttlæti i þvi, að ég skuli þurfa að kveljast eins og raunin er á. Ég held, að margir láti sig hafa það að kveijast, aöeins vegna þess að þeir ihuga ekki undan- komuleiðir og að það sé auðveld- ara að losa sig við erfiðleikana en að þola þá. 14 VIKAN 36. TBL.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.