Vikan

Tölublað

Vikan - 04.09.1975, Blaðsíða 11

Vikan - 04.09.1975, Blaðsíða 11
Að kvöldi 14. september 1950 rakst Geysir, millilandaflugvél Loftleiða, sem var á leið f rá Luxemburg til Reykjavíkur, á Bárðarbungu og eyðilagð- ist gjörsamlega við áreksturinn. Ahöfn vélarinnar var sex manns, og svo giftusamlega tókst til að hún komst öll lífs af. Allir landsmenn fylgdust i ofvæni með leitinni, sem bar ekki árangur fyrr en á f jórða degi. Þremur dögum síðar var áhöfn Geysis komin heilu og höldnu til Reykjavíkur. Nú eru tuttugu og fimm ár liðin frá þessum atburðum, og í tilefni þess verða þeir rif jaðir upp í næsta tölublaði Vikunnar — bæði með frásögn af siysinu og björguninni, og með viðtölum við þrjú þeirra, sem flugu með Geysi í siðustu ferð hans. Af öðru efni næstu Viku má nefna grein um ófrjósemis- aðgerðir á konum og einnig verður í blaðinu merk grein um franska heim- spekinginn Jean-Paul Sartre, sem varð sjötugur fyrr á árinu. Greinin sú nefnist: Ég hef sagt allt, sem ég átti að segja. VIKAN Útgefandi: Hilmir h.f. Ritstjóri: Kristín Halldórsdóttir. Blaða- menn: Matthildur Edwald, Trausti Ölafsson, Halldór Tjörvi Einarsson, Ásthildur Kjartansdóttir. Útlitsteikning: Þorbergur Kristinsson. Ljós- myndari: Ragnar Axelsson. Auglýsingastjóri: Ingvar Sveinsson. Rit- stjórn, áuglýsingar, afgreiðsla og dreifing i Síðumúla 12. Símar 35320 — 35323. Pósthólf 533. Verð í lausasölu kr. 250.00. Áskriftarverð kr. 2.800.00 fyrir 13 tölublöð ársf jórðungslega, kr. 5.250 fyrir 26 tölublöð hálfsárslega, eða kr. 9.800.00 í ársáskrift. Áskriftarverð greiðist fyrirf ram. Gjalddagar: nóvember, febrúar, maí, ágúst. I NÆSTU VIKU Vikan 36. tbl. 37. árg. 4. sept. 1975 BLS. GREINAR 6 Manneskjur á Manhattan. 20 Verðbólgan. Rúgbrauðið á sjöttu milljón — brennivínið á hundrað- fjörutíuogátta? Vikan kannar verðlag síðustu ára og spáir fram i timann. VIÐToL: 2 Ég lít á sjálfan mig sem leikara, ekki stjörnu. Viðtal við breska leikarann Albert Finney. SOGUR: 14 Svolítið fyrir svefninn. Smásaga eftir Roy Bolitho. 16 Rýtingurinn. Ellefti hluti fram- haldssögu eftir Harold Robbins. 28 Stolt ættarinnar. Fimmti hluti framhaldssögu eftir Carolu Salis- bury. YMISLEGT: 9 Krossgáta. 12 Póstur. 30 Stjörnuspá. 34 Babbl. Þáttur í umsjá Smára Val- geirssonar. 36 Lestrarhesturinn. Þrettándi hluti Pappírs Pésa eftir Herdísi Egils- dóttur. 38 Þrjátíu ný ráð til að eyðileggja hjónabandið. 40 Mig dreymdi. 41 Matreiðslubók Vikunnar í umsjá Drafnar H. Farestveit. 43 Prins Valiant. 46 Tinni. 36. TBL. VIKAN 11

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.