Vikan

Tölublað

Vikan - 04.09.1975, Blaðsíða 34

Vikan - 04.09.1975, Blaðsíða 34
'/|V RIKIÐ RIÐUR FEITUM HESTI —og skattpínir sveitaballgesti Fyrir 15—20 árum, var þaö helsta tekjulind þeirra tima popp- ara, aö bregöa sér i túra út á landsbyggöina. Þaö var nær óbrigöult, aö i svoleiöis túrum fengu ipenn peninga, og þaö mikla péninga. Stórkallar i bransanum þá, eins og til aö mynda hann Kristján Kristjánsson, er vará sinum tima höfuöpaur og aöaldriffjööur K.K.- sextettsins (K.K. er pabbi hans Péturs Kristjánssonar, söngvara i Paradis), bókstaflega sagt sóp- uöu inn peningum. Enda var K.K.-sextettinn ein vinsælasta hljómsveit landsins á þeim tima. Þaö voru aðallega austfiröirnir og noröurlandiö, sem freistuöu á þessum árum. Þá var llka allt vaðandi i sild, menn hugsuöu i sild, sváfu I sild, skemmtu sér I sild og næröust jafnvel i sild. Allir áttu skitnóga peninga og voru oftar i vandræöum meö aö koma þeim I lóg en hitt. Þaö á sér líka vissar forsendur, þegar fólk sem núna er 35 ára og var eitthvað viöloöandi sildar- bransann, brosir breitt, þegar talið berst aö bræluböllunum á sildarárunum. Kannski 30—40 bátar i höfn vegna brælu, og K.K.-sextettinn úr Reykjavlk kominn til aö starta balli. Þá var mikiö um aö vera á fjörðunum. Allt brjálað I fyllirii og sukki, slagsmálum og djöfla- gangi. En nú er öldin önnur. Það er ekki lengur sama gróðafyrirtækiö að skreppa austur eöa noröur og spila á balli, allavega ekki fyrir hljómsveitirnar. En hver er þaö þá, sem riöur feitasta hestinum frá dans- leikjahaldi nú til dags? Það er von þið spyrjiö. Viö skulum aö- eins kikja á þetta, eins og það er kallað. Hugsum okkur aö hljómsveit úr Reykjavík bregöi sér i stutta ferö, svo sem 4—5 tima akstur frá Reykjavik og spili þar á balli. Gerum ráö fyrir aö 400 manns mæti, sem þykir ágætt meöaltal á dansleikjum nú til dags. Þá yröi útkoman eitthvað i þá áttina, er hér fer á eftir: í . m % | t ? ; f 1 1 ' ■ ; I I 1 f • i >i' { | Vert er aö geta þess aö allar töl- ur eru mjög iauslega reiknaðar, þ.e. ekki alveg uppá krónu, en gefa samt sem áöur nokkuð rétta mynd af útkomunni. Og þaö er ekki um aö villast. Þaö er rikiö, sem riöur feitasta hestinum frá dansleikjahaldi nú til dags. Bara fyrir það eitt, aö lofa þessu fólki, sem mætir á ball- iö, aö skemmta sér, þarf aö borga liðlega f jórðung af innkomunni til rikisins I formi sölusk. og skemmt.sk. Rikið þarf ekkert fyrir þessu aö hafa. Lögreglan á stabnum sérum aö ekki sé svindl- að og húsið innheimtir fyrir rikið og fær aö sjálfsögðu ekkert fyrir þaö viövik. 400 miöar seldir á 1000.- Innk: 400.000.00 Til frádráttar: Söluskattur:............................................. 66.600.00 Skemmt.sk.: ............................................. 36.000.00 Löggæsla:................................................ 40.000.00 Auglýsingar:............................................. 45.000.00 Bill: ................................................... 30.000.00 Húsiö (25% aö frádregnum sölusk)......................... 83.300.00 Miöaprentun............................................... 5.000.00 Rótari:................................................... 10.000.00 samtals: 315.900.00 ■ ■■■i Þeir kappar I Júdas eru nú sem óöast aö vinna aö LP plötu sinni i sal Hljóðritunar h/f I Hafnarfiröi. öll lög plötunnar, utan tvö, eru samin af þeim kumpánum sjálf- um. Þaö var sannarlega kominn timi til, aö þeir Júdasar færu aö hugsa um sjálfa sig, en þeir hafa veriö á kafi i stúdiói I allt sumar, viö undirleik hjá öörum lista- mönnum. Til dæmis aðstoðuöu þeir hinn umtalaöa Megas viö gerö LP plötu, sem væntanleg er á markaðinn innan skamms. babblbabblbabbl Hann ómar Valdimarsson, eða Ömi Vald, eins og hann er oftast kallaöur, er nú hættur sem framkvæmdastjóri hjá Pelican. Ómi er búinn aö gegna þvi starfi I nær ár ef babbl misminnir ekki. Samt sem áöur mun ómi halda áfram aö pæla i amerikukontökt- um þeirra Pelicana uns þau mál eru komin i einhverja höfn. Ómi er, eftir þvi sem best er vitað, helst aö spá i blaðamannadjobbið á nýjan leik, en hapn var siöast blaðamaöur viö Alþýöublaöiö. Og ef einhverjir muna þaö ekki,; þá sá hann einu sinni um poppþátt fyrir Vikuna. Heyrsthefur aö þeir i Pelican hafi áhuga á aö komast innundir hjá Amunda Amunda- syni á nýjan leik, en ekki vildi Amundi staöfesta þaö aö sinni, er babbl átti stutt babbl viö hann 1 sima hér á dögunum. babblbabblbabbl '■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ >■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Ðe lónli blú bojs eru heldur \\ betur búnir aö gera þaö gott meö ;• plötunni sinni Stuö, stuö, stuö og er hún komin vel á sjötta þúsund •■ eintök i sölu, sem er ekki slorlegt [• á mörlandamælikvaröa. Þá hefur [[ Babbl fregnaö, aö þeir gaurar i: hafi fariö mjög laumulega úr :: landi, dveljist nú I London og :i vinni þar aö gerö nýrrar plötu. :: babblbabblbabbl :: Hin leynigrúppan okkar, :; Stuömenn, mokar lika inn seölum :: á plötuna sina, Sumar á Sýrlandi, :: og siöast þegar babbl frétti, voru ■• eintökin orðin riflega fimm þús- || und, er selst höfðu. babblbabblbabbl jj '■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ '■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ 34 VIKAN 36. TBL. )■■■)

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.