Vikan

Tölublað

Vikan - 06.11.1975, Blaðsíða 11

Vikan - 06.11.1975, Blaðsíða 11
I NÆSTU VIKU JÓLAGETRAUN VIKUNNAR. Jólagetraun Vikunnar er árviss viðburður, sem enginn vill láta niður falla. Hún hefst I næsta blaði, og síðasti hluti hennar birtist í jólablaðinu, sem kemur út 4. desember. Vinningar verða afhentir fyrir jól og sendir I pósti þeim, sem búa utan Reykjavíkur. Til þess að sýna svolitla þjóðhollustu og styðja íslenskan iðnað brá Vikan sér að Reykjalundi I Mos- fellssveit og valdi þar Legoleikföng af ýmsum gerðum I jólagetraun Vikunnar, sem sagt skemmtileg og þroskandi leikföng fyrir börn á öllum aldri. ERU KASSARNIR ALLIR EINS? Ekki er laust við, að sumum finnist bragur fjölda- framlciðslu vera á húsunum á höfuðborgarsvæðinu, einkum þó fjölbýlishúsunum, þessum risastóru stein- steypukössum, sem flestir eru eins I þokkabót. En Ibúarnir setja sinn persónulega svip á íbúðirnar, svo þær eru hreint ekki eins, þegar inn er komið. Vikan heimsótti eitt fjölbýlishúsið og fékk að taka myndir frá sama sjónarhorni I nokkrum íbúðum til samanburðar. Árangurinn má sjá I næsta blaði. EINS OG MAÓ VILL. ,,Tvisvar I viku safnast allir meðlimir kommúnunnar saman til að ræða stjórnmál. Þar er rætt um Marx, Lenín og kenningar Maós formanns. Svo er rætt um vandamál heimamanna, eða þá eitthvað, sem hefur borið á góma I heimastjórnmálum og sumir hafa kannski lesið um I blöðum.” Þetta er brot úr lýsingu á lífinu I kommúnu I Klna, þar sem fólkið lifir samkvæmt boðum Maós formanns. Sjá næstu Viku. HREYSTI OG HUGREKKI. José Alvares veit ekki, hvað hræðsla er. Dag eftir dag steypir hann sér fram af 41 metra háum kletti við Acapulco I ólgandi öldur Kyrrahafsins. Og faðir hans og forfeður stukku á sama hátt, þótt þeir fengju ekkert I aðra hönd fyrir. Eini tilgangur þeirra var að sýna hreysti sína og hugrekki. Sama er að segja um bóndasoninn Brian Scott, sem lyftir þungum bifreiðum og rlfur upp tré með rótum. Sjá nánarí næsta blaði. DÖKK FEGURÐ. Fleiri en austurstrætisskáldið Tómas Guðmundsson hafa komið auga á sérstakan þokka afrískættaðra kvenna. I þeim hópi eru ítalskir fataframleiðendur, en þegar nokkrir þeirra sýndu framleiðslu sína fyrr á árinu, var mikill meiri hluti sýningarstúlknanna þeldökkur. Við bregðum upp svipmyndum frá sýn- ingunni I næsta blaði. VIKAN Otgefandi Hilmir h.f. Ritstjóri: Kristln Halldórsdóttir, Blaðamenn: Trausti Ólafsson, Hrafnhildur Schrarrj, Guðmundú'r Karlsson. Útlitsteiknari: Þorbergur Kristinsson. Ljósmyndari: Jim Smart. Auglýsingastjóri: Ingvar Sveinsson. Ritstjórn, auglýsingar, afgreiðsla og dreifing I Slðumdáa 12. Símar 35320-35323. ’ Pósthólf 533. Verð I lausasölu kr. 250. Áskriftarverð kr. 2.800 fyrir 13 tölublöð ársfjórðungslega, kr. 5.250 fyrir 26 tölublöð hálfsárslega eða kr. 9.800 I ársáskrift. Áskriftarverð greiðist fyrirfram. Gjalddagar: nóvember, febrúar, mal.ágúst. 45. tbl. 37. árg. 6. nóv. 1975 Verð kr. 250 GREINAR: 2 Bangladesh. 34 Stlllykillinn. Liststllar slðustu fjögurra alda. 44 Loksins, loksins alvöru ást. Sagt frá sambandi Britt Ekland og Rods Stewart. * VIÐTÖL: 24 Engin undur og stórmerki. Viðtal við Guðrúnu Helgadóttur deildar- stjóra I Tryggingastofnun rlkisins. * SÖGUR: 16 Llfllnur. Smásaga eftir Vigdis Stokkelien. 20 Rýtingurinn. Tuttugasti hluti framhaldssögu eftir Harold Robb- ins. 28 Mitt líf — þitt llf. Sjöundi hluti framhaldssögu eftir Mariku Melker * ÝMISLEGT: 6 Ný viðhorf I ferðamálum. 9 Krossgáta. 12 Póstur. 14 Sölukeppni Vikunnar. 30 Stjörnuspá. 36 Pappírs-Pési. 22. hluti framhalds- sögu fyrir börn eftir Herdísi Egils- dóttur. 38 Kona ársins! 40 Draumar. 41 Matreiðslubök Vikunnar. * I 45. TBL.VIKAN 11

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.