Vikan

Tölublað

Vikan - 06.11.1975, Blaðsíða 38

Vikan - 06.11.1975, Blaðsíða 38
_KC MRS Eins og lescndur rekur kannski minni til, hugðist Vikan efna til kosningar Konu ársins í tilefni kvennaárs og fór þess á leit við les- endur, að þeir gerðu tillögur um þær konur, sem þeim þætti best við hæfi að sæma þeim titli. • Við á ritstjórn- inni bjuggumst við mikilli þátttöku lesenda og miklum áhuga þeirra á þessari kosningu, en reyndin varð allt önnur, lesendur reyndust semsé hafa afar lítinn áhuga á málinu, og okkur bárust ekki nema átta tillögur um Konu ársins. Einn lesandi lagði til, að Anna Sigurðardóttir, forstöðu- maður kvennasögusafnsins yrði fyrir valinu, annar vildi kjósa Líneyju Kristinsdóttur forstöðukonu dvalar- heimilisins Áss í Hveragerði, einn Þorbjörgu Guðnadóttur talsíma- konu, húsmóður og nema I Keflavík — þeirri tillögu fylgdi löng greinar- gerð um ástæður fyrir uppástung- unni, og voru röksemdirnar haldgóð- ar — hið sama er að segja um uppástungu Sigurgeirs Þorvaldssonar I Keflavík, sem lagði til, að eiginkona hans Jóhanna Guðrún Finnsdóttir yrði kosin Kona ársins. Sigurgeir seg- ir meðal annars: „Engin kona er jafn heiðarleg og hún, og hreinlyndari kona er vandfundin. Aldrei hefur hún vísvitandi sagt ósatt, og sam- viskusemin er einn af hennar höfuð- kostum. Hún má ekki vamm sitt vita I neinu...hún kýs heldur að fórna kröftum sínum fyrir heill og 38 VIKAN 45. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.