Vikan

Tölublað

Vikan - 06.11.1975, Blaðsíða 45

Vikan - 06.11.1975, Blaðsíða 45
Sænska ljóskan Britt Ekland reyndi fyrir nokkrum árum að feta sig upp metorðastigann í amerískum kvik- myndum, en varð ekki sériega mikið ágengt, þótt hún þætti hin snotrasta. Henni tókst þó að krækja í hinn góðkunna leikara Peter Sellers og var gift honum I nokkur ár. Hjóna- handið það fór svo út um þúfur einhverra hluta vegna, og síðan hefur Britt Ekland leitað hamingjunnar í faðmi karlmanna af flestum stærðum og gerðum, en hvergi fann hún það, sem hún leitaði að. Það var ekki fyrr en á útmánuðum síðastliðinn vetur, að ástin greip hana alvarlegum tökum, og þótt Britt Ekland sé nú komin af unglingsárunum - hún er sögð þrjátíu og eins árs, en einhvern grun höfum við um, að hún sé nokkru eldri - hæfði Amor hana beint I hjartastað á konsert popp- arans Rods Stewarts í Los Angeles. Henni var boðið að koma og kíkja á kappann að tjaldabaki eftir kon- sertinn, og það gerði hún svo ræki- lega, að hún hefur varla litið af honum síðan. Rod Stewart ku líka vera ástfang- inn upp yfir haus af þessari 'sænsk- ættuðu frú, og þegar hann var spurður að þvi ekki.alls fyrir löngu, hvað það væri í fari hcnnar, sem gcrði hana svona eftirsóknarverða, svaraði hann: - Nú fyrir utan þetta, sem liggur I augum uppi, kynþokkann og allt það, hefur hún til að bera ríka kímnigáfu. Og svo er hún stundum bara eins og lítil dúkka. Hún er allt öðru vísi en allar hinar... og svo taldi hann nokkrar þeirra upp - Paul- ene Stone, sem hann sagði, að væri yndisleg, Joanna Lumley, sem hann kvaðst reyndar enn vera veikur fyrir, og Mariam prinsessu af Jahore. - Hún var sæt, en allt of lág í loft- inu. Og hann hélt áfram að telja fram kosti Britt eins og heiðvirðut skattgreiðandi tekjur sinar. - Hún hefur einmitt þá skapgerð, sem ég kys, að kvenfólk hafi. Hún skiptir sér engin ósköp af mér og hún lætur sér vel líka, að ég sé húsbóndinn á heimilinu. Britt var líka spurð um sína nýju ást. - Þetta gerðist bara á einu kvöldi, svaraði hún. - Svona hefur það aldrei verið áður. Aldrei. Einhver skaut því að henni, hvort þetta gæti þá enst, hvort það yrði bara ekki búið einn morguninn, þegar hún vaknaði. - Kannski... ansaði sú ljóshærða. - Fólk er líka alltaf að spyrja. Maður fær engan frið til þess að þroska þessar tilfinningar, heldur er bara spurður út úr'strax og það lekur út, að maður hafi verið að slá sér upp. En vonandi er það allt hrakspár, að ástarsamband poppstjörnunnar og Britt Ekland fjari út innan skamms. Þeim er víst ekki of gott að njóta i svolítils öryggis í ástalífinu eftir öll ósköpin, sem á undan eru gengin. * 45.TBL. VIKAN 45

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.