Vikan

Tölublað

Vikan - 06.11.1975, Blaðsíða 22

Vikan - 06.11.1975, Blaðsíða 22
fyrir. Ilann leit á Luke, sem sat í stól með morgunblöð- in fyrir framan sig. Hann kveikti sér í sígarettu. „Get- ur þú ekki gert neitt annað en að lesa fjandans dagblöð- in allan daginn?“ Luke leit upp til hans. Alla síðustu viku hafði hann verið á ystu nöf. Óslyrkur og uppstökkur. Lað voru liðn- ar rúmar tvær vikur frá því Ilena för, og lengst af síðan höfðu þau dvalið í felum í þessu herbergi. I fyrstu hafði það aðeins verið gaman. Þeim hafði þótt gaman að öllum litlu óþægind- unum; krananum, sem lak, brakinu í rúminu, riðandi stólunum. Síðan fór snjáð herbergið að fara í taugarn- ar á þeim þar til dag einn, að ekkert var lengur skemmti- legt við það. Hún hafði fundið á sér hvers var að vænta, en til þess hafði hann alls ekki fundið. Konur höfðu miklu meiri aðlögunarhæfni en karl- ar. Þær voru miklu þolin- móðari. Þær voru miklu bet- ur undir biðina búnar. Hún minntist þess, að hafa fund- ið til verkjanna, sem venju- lega voru undanfari tíða, en síðan ekki söguna meir. Hún velti því fyrir sér, án þess að hugsa alvarlega út í það, hvort hún væri með barni. Þegar var vika liðin umfram venjulegan tíma, og hún var ekki vön því að þurfa svo lengi að bíða. ,,Hvers vegna leggstu ekki fyrir og hvílir þig svo!ítið?“ stakk hún þolinmóðlega upp á. Hann snerist grimmdar- lega á hæli. ,,Hvíla mig? Ég hef ekki gert annað í þess- ari andskotans rottuholu! Étið feitan mat og sofið í skítugu rúminu þarna! Ég er orðinn hundleiður á því!“ ,,Það er betra en að vera dauður,“ sagði hún. „Stundum efast ég um það,“ hreytti hann út úr sér, gekk aftur að glugganum og horfði niður á götuna. Hún hóf aftur að lesa dag- blaðið, en fékk ekki frið fvr- ir talinu í honum. Hún leit upp til hans. Hann var enn að horfa út um gluggann. „Ég man vel eftir að hafa séð svona fólk eins og þarna niðri í þorpinu á Ítalíu þeg- ar ég var lítill snáði. Sjáðu það bara. Brosandi, hróp- andi, er þau skríða í skítn- um í leit að einhverju til að éta.“ Hún reis upp úr stólnum og gekk út að glugganum til hans. „Þau líta út fyrir að vera ákaflega hamingjusöm,“ sagði hún er hún leit niður. Cesare var undrandi í mál- rómnum. „Það er nokkuð, sem ég hef aldrei getað skil- ið. Hvað veldur því, að þau eru sífellt svona hamingju- söm? Hvað hafa þau, sem við höfum ekki? Vita þau ekki, að veröldin er bara fyr- ir þá fáu, sem hrifsa hana til sín? Þau hljóta að vita þetta. Samt sem áður eru þau ánægð með að brosa, hlæja og búa til börn. Hvað hafa þau. sem við höfum ekki?“ Framhald i næsta blaöi StáraulciS Og enn aukum við úrvalið. Nú sýnum við hverju sinni um 60 stórar tepparúllur — og ekki nóg með það — þér getið þar fyrir utan valið úr yfir 100 sýnishornum af hinum þekktu dönsku WESTON teppum, sem við útvegum með tveggja til fjögurra vikna fyrirvara. — Við bjóðum einnig skozkar ryamottur og indverskar, kínverskar og tékk- neskar alullarmottur. Við sjáum um máltöku og ásetningu. Teppadeild • Hringbraut 121 • Simi 10-603

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.