Vikan

Tölublað

Vikan - 06.11.1975, Blaðsíða 39

Vikan - 06.11.1975, Blaðsíða 39
hamingju fjölskyldu sinnar en sýn- ast eitthvað í augum almennings.” Þá bárust okkur þrjár tillögur þess efnis, að Vigdís Finnbogadðttir leik- hússtjóri yrði fyrir valinu sem Kona ársins. Röksemdir fylgdu ekki aðrar en þær, að hún væri stórkostleg. Allar eru þessar tillögur góðar og blessaðar út af fyrir sig, en þar sem áhugi lesenda reyndist ekki meiri en þetta, ákváðum við að láta kjörið samkvæmt upprunalegri hugmynd falla niður, en velja t þess stað sjálf Konu ársins. Og fyrir valinu verður óþekkta konan, sem lítið lætur á sér bera og vinnur störf sín í kyrrþei — langoftast vanmetin og illa laun- uð, jafnvel ólaunuð. Um leið og við sæmum hana titlinum Kona ársins komum við á framfæri við hana þeirri einlægu ósk, að hún vakni til vitundar um stöðu sína í samfélag- inu. Hin mikla þátttaka í kvennafrt- inu 24. október og fundahöldum þann dag hefur orðið til þess, að við erum miklu bjartsýnni en áður á það, að Kona ársins sé loksins að vakna af þyrnirósarsvefninum langa og muni innan tiðar hefja víðtæka baráttu fyrir sjálfsögðum réttindum sinum og eðlilegri virðingu fyrir starfi sinu. I þeirri von birtum við hér nokkrar svipmyndir frá fundinum mikla á Lækjartorgi 24. október. Áfram stelpur! vns 45. TBL. VIKAN 39

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.