Vikan

Tölublað

Vikan - 06.11.1975, Blaðsíða 31

Vikan - 06.11.1975, Blaðsíða 31
— GóBa nótt, Brit, sagöi hann. — AB minnsta kosti er ég ánægBur yfir þvi aB þú býrB hér i nágrenn- innu. ÞaB er kannski eigingjarnt af mér, en viB þaB verBur ekki ráBiB. ViB höfum svo margt aB tala um. Hann meinti ekkert meB þess- um kossi! sagBihún viB sjálfa sig, meBan hún var aB hátta og taka ofan af rúminu. Hann var bara aB hughreysta mig, en hendur mlnar titra og mér finnst ég vera meB hita... ÞaB er best aB ég hitti hann ekki fyrstum sinn. Ég er hungruB tilfinningalega og alltof áhrifa- gjörn. Ég má ekki verBa mér til skammar. En ég vil ekki fara til Bernts I næstu viku heldur! hugsaBi hún á næsta augnabliki. Ég get ekki hitt hann — ég vil þaB ekki. Ég verB fyrst aB átta mig á þessu öllu saman, — hvaö ég er sjálf I raun og veru, hvar ég á heima og hvaö ég vil gera... — VerBur þú mjög leiBur, ef viö komum ekki til Oslo um páskana, sagöi hún viö hann, næst þegar hann hringdi og reyndi aö vera gallhörö, — ég held aö ég hafi ekki þrek til þess, sagöi hún svo og var þá farin aB kjökra. — Ertu veik? spuröi hann og þaö var auBheyrt aö hann var á- hyggjufullur. — Nei, ég er bara dálitiö kvef- uB, laug hún og fyrirleit sjálfa sig fyrir heigulsháttinn. —■ En hvaö finnst börnunum? spuröi hann. — Þau hafa kannski hlakkaö til. Geta þau þá ekki komiö ein? Lotte er oröin svo stór, aö hún getur vel litiö eftir Erik I lestinni. — Já, þaö væri hægt aB athuga þaö, sagöi hún og skammaöist sln fyrir hve henni létti. Bernt var á- byggilega færari um aö gera þeim glaöan dag um páskana, heldur en hún I þessu ástandi. Hún var fegin aö geta sagt þetta viö þau, þegar hún var nýbúin aB segja þeim, aö hún heföi ekki tlma til aö fara til Osló um pásk- ana. Mótmælaaldan hvarf af sjálfu sér viö þessa uppástungu. Þegar Brit var búin aö koma börnunum i lestina fyrsta fridaginn, tók hún leigubil heim og reyndi aö láta sem hún fyndi ekki til einmanaleikans. Ég get aö sjálf- sögöu hringt til Evu hugsaöi hún, en skaut þeirri hugsun strax frá sér. Hún ætlaBi ekki aö fara aö leita á náöir vina, sem hún haföi vanrækt um langt skeiö, aöeins vegna þess aö hún var ein! Nei, hún ætlaöi aö gera eingöngu þaö sem hún haföi sagt Bernt aö hún ætlaöi aö gera, — sofa og hvila sig og taka vel til i húsinu. Mads og Bodil héldu ábyggilega að hún væri farin til Oso. Hún haföi sagt Bodil það einn daginn, þegar hún hitti hana i búðinni. Vertu bara ánægð yfir þvi, aö Bernt og börnin geta notið ein- hvers! sagði hún við sjálfa sig og nautþess að liggja lengi I ilmandi baöi. Hún var búin að tala við Lotte í simanum og Lotte átti engin orö til aö iýsa ánægju sinni yfir öllu, sem hún hafði séð. En hvernig leið henni sjálfri og hvað átti hún að gera I sambandi við sln eigin vandræöi? Hún var engu nær ennþá. En nú var hún aö minnsta kosti úthvíld — úthvlld og eirðarlaus. Hún fór að lokum upp úr baökerinu og stóö lengi undir sturtunni, pindi sjálfa sig I isköldum úöanum. Hún reif af sér baðhettuna og þurrkaði sér vandlega. Svo lét hún renna vatn I handlaugina, til aö skola nokkrar blússur. Þegar hún ætlaöi að skrúfa fyrir kranann, fossaði vatnið samt i vaskinn og hún sá, að niðurfallið haföi ekki viö. Það greip hana æði oghún þaut niður og hringdi I alla pfpulagningamenn, sem voru i simaskránni, en enginn svaraði. Þá gafst hún upp og hringdi til Mads. — Brit, eruö þið hérennþá? spurði hann undrandi. — Bara ég ein. Heyrðu Mads, hvaö gerir maður, þegar ekki er hægt að skrúfa fyrir krana? spuröi hún og fann sjálf hve þetta hljómaði kjánalega. — Þaö er svei mér þægilegt aö heyra, aö jafnræði kynjanna er ekki alveg pottþétt! sagði hann, sigri hrósandi. — Mér finnst dásamlegt aö heyra, aö ég sé ekki ómissandi. Attu skiptilykil? — Þaö held ég, en taktu samt einn meö til vara. Hún flýtti sér upp I baðher- bergiö og athugaði ástandið, burstaöi svo háriö I miklum flýti og málaði á sér varirnar. — Ég hefði gert þetta, þótt það hefði verið Hansen gamli pipuvið- geröarmaður, reyndi hún að full- vissa sjálfa sig og leit þrjóskulega I spegil. Ú L* Vogar- merkiö Bogmanns- merkið Geitar- merkift 24. sept. — 23. okt. Það er ekki of auðvelt að gera þér til hæfis þessa dagana. Reyndu að stilla þig, því þínir nánustu eru alveg að gefast upp. Ráðfærðu þig við einhvern ann- an ef um einhverjar stærri ákvarðanir verð- ur að ræða. Láttu samt ekki framkomu annarra glepja þig. Dreka- merkift 24. okt. — 23. nóv. Greiddu skuldir þínar áður en þú stofnar til nýrra. Raunsæi og hagsýni eru ekki þínar sterkustu hliðar þessa dagana. Það mun ekki reynast þér eins skað- legt ef þú gerir þér grein fyrir því og hagar gerðum þínum með það I huga. 23. nóv. — 21. des. Þér hættir um of til að gera allt til að geðj- ast öðrum. Gerðu það sem þú hafðir hugsað þér að fram- kvæma fyrir nokkrum vikum. Haltu fast við það sem þú hafðir ákveðið, það mun koma þér á óvart hvað það fcllur I góðan jarðveg. 22. des. — 20. jan. Heimili þitt er þér miklu meira virði en þú vilt viðurkenna fyr- ir sjálfum þér. Sættu þig við það og þá líður þér strax betur. Vertu opnari gagnvart umhverfi þínu. Efi og tortryggni eru ekki sem skemmtilegastir förunautar, hristu þá af þér. 21. jan. — 19. febr. Yttu öllum skyldum til hliðar og skemmtu þér mcð þeim sem þér fcllur best við. Þörfin fyrir upplyftingu hefur verið mjög aðkallandi undanfarið. Reyndu að ná heildarsýn yfir erfiðleikana, það getur oft gert kraftaverk. Hættu svo þessu upp- gerðar sakleysi... 20. febr. — 20. marz Einmitt þegar öll sund virðast lokuð færð þú umtalsverða hjálp. Uppgjöf virtist á næsta leiti, en þetta gefur þér nýjan kraft. Gerðu þér grein fyrir að vinir þínir eru ekki galla- lausir frekar en aðrir. Gerðu aðeins minni kröfur til þeirra en þú hefur gert. 45. TBL. VIKAN 31

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.