Vikan - 11.12.1975, Blaðsíða 18
fimm kílómetrar eru til næstu bseja.
Annars standa raforkumálin til
bóta, því að Jón Fannberg er að
láta virkja hér inni I dalnum, og
þegar sú virkjun verður fullgerð,
mun raforkan þaðan nægja sveit-
unum hér i kring.
— Hlunnindi eru ekki önnur
hér á jörðinni en heita vatnið,
sem nægir vel til að hita upp íbúð-
arhúsið og mætti án efa nýta til
fleiri hluta. Ég hef látið mér detta
í hug, að það gæti komið að góðu
haldi við fiskirækt, sem ég tel, að
upplagt væri að stunda hér í firð-
inum.
— Inndjúpsáætlun hefur hleypt
nýju lífi í allt hér um slóðir. Bú-
skaparhættir voru orðnir langt á
eftir tímanum hérna, og sama má
segja um húsakost víðast hvar.
Nú hefur orðið mikil breyting á,
og það er ákaflega skemmtilegt að
fylgjast með uppbyggingunni hér
og hvernig viðhorfin breytast smám
saman hjá fólkinu. Nú held ég,
að lítil hætta sé á því lengur,
að byggð hér við djúpið leggist í
eyði, sem vel hefði getað orðið,
ef ekkcrt hefði verið að gert.
Sannast að segja finnst mér með
ólíkindum, hve fólk hefur þraukað
hér frá þeim tíma, að fiskurinn
hvarf að mestu úr djúpinu, þangað
til uppbyggingin í landbúnaðinum
hófst.
Við komumst að því, meðan við
stóðum við í Botni, að djúpbát-
urinn verður að haga ferðum sín-
um eftir sjávarföllum, þar sem víða
er svo grunnt við bryggjurnar, að
Fagranesið getur ekki lagst að þeim
nema á flóði. Áætlun bátsins
breyttist þennan dag, þannig að
Fagranesið kom inn að Eyri um
klukkan eitt. Viðdvöl okkar I
Botni varð því enn styttri en til
stóð, rétt svo okkur gafst tími til
að smella mynd af fjölskyldunni
í Botni, áður en við þurftum að
leggja af stað aftur til að ná bátn-
um. Á leiðinni að Eyri spurðum
við Ágúst, hvernig vestfirðingar
hefðu tekið þeim hjónum.
— Með afbrigðum vel. Fólkið
hefur verið ákaflega vingjarnlegt
og allt viljað fyrir okkur gera.
Við heyrðum það á sumum í
fyrrasumar, að fólk var vantrúað á,
að við tylldum hér til langframa —
það bjóst við því, að við myndum
þrauka af veturinn, en fara svo.
En okkur er alvara að halda bú-
skapnum áfram, enda kunnum
við ákaflega vel við okkur. Ég
held líka, að íbúum hér þyki það
góðs viti, að hingað skuli flytjast
fólk annars staðar af á landinu
og setjast hér að.
Tról.
Ekki höfðum við lengi ekið inn-
eftir firðinum, þegar Ágúst benti
okkur á, hvar örn sat á steini I
flæðarmálinu. Sagði hann, að arn-
arhjón hefðu átt sér hreiður nokkur
undanfarin ár I fjallinu ofan við
Botn, og væri þarna kominn annar
fullorðni fuglinn. Auk arnarhjón-
anna, sagði Ágúst, að smyrill og
fálki væru tíðir gestir I Mjóafirði.
Jörðin Botn I Mjóafirði er I eigu
Jóns J. Fannbergs, en Ágúst tók
hana á leigu með sömu skilmálum
og gilda um ríkisjarðir. Ekki hafði
verið búið I Botni í hartnær þrjátíu
ár, þegar Sólveig og Ágúst fluttust
þangað, og þurfti íbúðarhúsið því
mikilla lagfæringa við. Ágúst stóð
vel að vígi, hvað það snerti, því
að hann er húsasmiður að mennt
og er húsið nú hið vistlegasta.
í fyrrasumar hafði Ágúst atvinnu
af iðn sinni hjá Inndjúpsáætlun,
en á vegum hennar voru þá reistar
hátt á annan tug bygginga víðs veg-
ar við djúpið, og var Ágúst yfir-
smiður. I fyrrahaust festi hann svo
kaup á nær tvö hundruð lömbum,
sem voru fyrsti bústofninn. Ekki
er Ágústi neitt hokur að skapi,
því að I vor ræktaði hann sextán
hektara túns I Botni, en túnið var
ckki nema rúmur hcktari áður, og
nú er hann að reisa milli sex og
sjö hundruð kinda fjárhús þar á
jörðinni til viðbótar húsunum, sem
fvrir eru, en I þeim má hýsa I
kringum tvö hundruð fjár.
— Mig var lengi búið að langa
að búa fjárbúi, áður cn við fórum
hingað vestur, segir Ágúst. —
Helst höfðum við augastað á Döl-
um, þvl að þar eru margar góðar
fjárjarðir. En fyrir tilviljun komst
cg I kynni við Jón J. Fannberg,
eiganda Botns. sem undanfarin ár
Allir mjólkurflutningar úr djúpmu ____ og reyndar flestur farmur
__eru með djúpbátnum.
hefur verið að leita að ábúanda á
jörðina. Við Sólveig fórum hingað
vcstur að líta á staðinn og leist
báðum vel á okkur, og þegar
samdist um alla skilmála með okkur
Jóni, ákváðum við að flytja hingað.
Það var auðvitað töluvert crfið
ákvörðun, því ýmsar kringumstæð-
ur hér er ekki á að lítast fyrir
ókunnuga. Héðan eru til dæmis
140 kllómctrar landleiðina til ísa-
fjarðar, þar sem er næsta læknis-
setur, og þar á ofan er vegurinn
þangað oftast lokaður vegna snjóa
fjóra mánuði ársins. Hér er ekki
rafvætt nema með dísilrafstöð og
FAVRELEUBA
Genéve
1 ,111 Favre-Leuba eru sérstök
gæðaúr og falleg í útliti,
fást hjá flestum úrsmiðum.
18 VIKAN 50. TBL.