Vikan

Tölublað

Vikan - 11.12.1975, Blaðsíða 20

Vikan - 11.12.1975, Blaðsíða 20
Gamla konan er búin að borða. Hún tekur af borðinu, ber bakkann fram í eldhúsið og tekur til við að þvo upp. Hún fer sér að engu óðslega og nostrar við uppþvottinn. Hún hefur nógan tíma. Það kemur áreiðanlega enginn fyrr en klukkan fimm. Hún dundar við eitt og annað I eldhúsinu, þurrkar enn einu sinni af eldavélinni og katlinum, hengir þurrkuna síðan bak við hengið og sléttar það vandlega með hendinni. Síðan gengur hún aftur til stofu. Hún hafði lagt afþurrkunarklútinn frá sér á skenkinn, og nú tekur hún aftur til við að þurrka ryk. Hún hafði líka þurrkað ryk, áður en hún fór til kirkjunnar klukkan ellefu. Pré- dikunin var reyndar góð í dag. Hún var svo - uppbyggileg. Einmitt, Uppbyggileg var rétta orðið. Og svo hefur þessi nýi prestur líka svo fall- ega rödd. Annars fannst henni oft eins og margir þessara ungu presta kynnu ekki almennilega að messa. En nú er líka svo margt orðið breytt, Loks gefst hún upp og leggur frá sér afþurrkunarklútinn. Hún getur þetta ekki lengur. Það er hvergi rykkorn að sjá. Svo sest hún i djúpa stólinn við gluggann, þar sem maðurinn hennar var vanur að sitja meðan hann lifði. En nú er orðið svo langt síðan, svo óralangt. Hún setur púð- ann við bakið, kemur sér vel fyrir, teygir sig í sokkinn, sem hún er að prjóna, og prjónarnir fara að tifa í höndum hennar. Lágvær tónlist berst frá útvarpinu i hinu horninu. Það eru miðdegis- tónleikarnir. Hún hlustar eiginlega ckki á tónlistina, en kann henni eigi að siður vel, þvi þá er þögnin i stofunni ekki eins óbærileg. Venju- lega kveikir hún á útvarpinu um ieið og hún fer á fætur á morgn- A SUNNU- DAGINN Smásaga eftir Kirsten Holst. Allt í einu heyrir hún einhvern ganga um útidyrnar. Fótatak í stiganum - það færist ofar og ofar, þrep fyrir þrep og nálgast stöðugt dyrnar hennar. Hver getur verið að koma til hennar um þetta leyti dags? ana, og svo lætur hún það ganga fyrr þótti henni líka gaman að hlusta mestallan daginn. Hún kann þvi vel leikritin, en það er orðið svo erfitt að heyra raddir i kringum sig - eins að fylgjast með þeim í seinni tíð. þótt þær berist bara frá útvarpinu. Leikararnir tala svo hratt og óskýrt - Þá finnur hún ekki eins mikið fyrir einhvern veginn er það öðru vísi einmanaleikanum. en.1 eam,a daSa' °S svo eru leik- Hið eina, sem hún hlustar á með ritrn ’ sem flutt eru- oft sv0 marg- athygli í útvarpinu, eru guðsþjón- menn og ruglingsleg, með alls ustur og stöku fyrirlestrar. Áður konar hljóðum og jafnvel músík, að það er ekki nokkur lifandis leið að botna í þeim. Hún þreytist í hpfðinu af að hlusta á þau og missir strax þráðinn. Hún grínir í prjónið. Missti hún niður lykkju? Nei, og hún prjónar áfram. Hún er farin að tapa sjón, og það kemur fyrir, að hún missir niður lykkju og tekur ekki eftir því fyrr en hún er búin með plaggið. Það er ergilegt og hvimleitt. Maður missir ekki niður lykkjur eins og ekkert sé - eða það á maður að minnsta kosti ekki að gera. Hún er Iangt komin með sokkinn. Hann er úr grönnu, svörtu ullar- garni og ætlaður henni sjálfri. Þegar barnabörnin hennar voru lítil, prjón- aði hún vitaskuld ósköpin öll á þau - peysur, húfur, vettlinga og allt sem heiti hefur, en hún sér ekki lengur nógu vel til þess að prjóna neitt sem vandasamt er. Á tímabili prjón- Mikið og vandað vöruúrval Handskorinn kristall Mótaður kristall Litaður kristall Glervörur í miklu úrvali Onix vörur mjög fallegar Styttur í fjölbreyttu úrvali Keramik frá Glit - og margt annað sem er þess virði að líta á Vörur fyrir alla - Verð fyrir alla lEKK^ n v Laugavegi 15, sími 14320. ?y 20 VIKAN 50. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.