Vikan - 11.12.1975, Blaðsíða 24
Það cr víst ckki til sá íslendingur
kominn til vits og ára, sem ekki
hefur heyrt Ragnar Bjafnason
syngja einhvern tíma á ævinni.
Ragnar heldur upp á 25 ára starfs-
afmæli sitt um þessar mundir,
þótt ótrúlegt sé, því maðurinn er
aðeins liðlega fertugur, en hefur
samt skemmt tveim kynslóðum
íslcndinga mcð hljómlist og söng.
Skýringin er auðvitað sú, að Ragnar
byrjaði ,,að raula þetta,” eins og
hann sjálfur kemst að orði, aðeins
sextán ára gamall og sýnir engin
þreytumerki ennþá, þótt sam-
keppnin sé hörð og streitan mikil
í skemmtanaiðnaðinum.
Við könnumst flest við hinn
strokna heimsmann með stríðnis-
glampa í augum, sem við sjáum í
sviðsljósinu, cn forvitnilegra 'þótti
mér þó að fá að hitta Ragnar,
þegar hann skiptir um svið og
verður fjölskyldufaðirinn og breið-
holtsbúinn Ragnar Bjarnason.
F.n af því að Ragnar er afskap-
lega hæverskur maður og lítillátur,
stcingleýhidi hann auðvitað, að
liann var búinn að lofa mér við-
tali. og það var ckki fyrr en ég var
búin að ítreka erindi mitt, að mér
tókst að króa hann af einn gráan
og þunglyndislegan þriðjudag uppi
á Hótel Sögu. Og þegar hann var
búinn að slá úr pípunni sinni og
hreinsa hana vandlega, var hann
loksins tilbúinn að svara spurning-
um mínum.
— Ragnar, þótt margir viti, að
þú ert kominn af hljómlistarfólki
og músíkin þér í blóð borin, þá
held ég að unga fólkið í dag viti
það ekki. Viltu ekki segja okkur
citthvað um ætt þína og uppruna
og svo hvenær þinn tónlistaráhugi
vaknaði?
— Nú þetta byrjaði bara, þegar
cg fór að hafa vit, mínar fyrstu
minningar eru tengdar músík. Það
var alltaf músík heima alla daga.
Faðir minn Bjarni Böðvarsson var
hljómlistarmaður og stjórnaði eigin
hljómsveit, og vegna þess að þeir
voru alltaf á hrakhólum með æfing-
arhúsnæði var yfirleitt æft í stofunni
hcima, og ég strákurinn drakk þetta
í mig svona smásaman með móð-
urmjólkinni.
— Eg ólst upp í hjarta Reykja-
víkur, í Lækjargötu 10 B. Séra
Bjarni var okkar næsti nágranni.
Húsið brann síðar, og nú er þárna
bílastæði. Sem dæmi um þenslu
borgarinnar má geta þess, að
fjölskyldan fluttist búferlum á vorin
út á Seltjarnarnes, en þar áttum við
sumarbústað.
— Faðir rplnn, sem fyrst og
'fremst stuðlaði að mínum tónlist-
aráhuga var einn af stofnendum
F.I.H. Félags íslenskra hljómlistar-
manna. Á árunum fyrir stríð höfðu
útlcndingar einokun á dansmúsík
I borginni, stórar erlendar hljóm-
sveitir voru fengnar hingað til að
spila, og íslenskir hljómlistarmenn
áttu erfitt uppdráttar. Það var ekki
fyrr en þeir fengu stéttarfélagið til
að styðja við bakið á sér að eitthvað
fór að ganga og íslenskar dans-
hljómsveitir voru stofnaðar.
— Ragnar, ég held að það sé með
þig eins og halastjörnurnar, þær
eru þarna löngu áður en þær eru
uppgötvaðar. Hvenær byrjaðir þú
að syngja?
■ — Ég hef líkast til verið 16 ára
'gamall, þcgar ég fékk að syngja
opinberlega í fyrsta skipti, og það
varl Ríkisútvarpið ásamt hljómsveit
föður mrns. Þar söng ég tvö lög,
annað hct ,,l Barcelona” hitt var
dúett, sem ég söng ásamt Sigurði
Ólafssyni.
— Þá hafði ég ferðast um landið
sem miðasali með hljómsveitinni
og var búinn að fá þetta í blóðið.
Hins vegar kom ég fyrst fram
opinberlega á sviði, þegar ég var
18 ára gamall, og það var norður á
Akureyri. Ég hafði ráðið mig í
hljómsveit til Akureyrar ásamt
tvcim vinum mínum, þeim Jóhanni
Gunnari og Sigurði Þ. Guðmunds-
syni. Þá stóð fyrir dyrum árshátíð
K.E.A., og það vantaði söngvara.
Þá var spurningin um það, hver
okkar væri skástur, og ég kom nú
helst til greina, og þá byrjaði ég
eiginlega að syngja fyrir alvöru og
var að raula þennan vetur norður á
Akureyri. Síðan fór ég suður til
Reykjavíkur og byrjaði að syngja
með Svavari Gests, sem þá spilaði
I Breiðfirðingabúð. Við spiluðum
líka „mjólkurhristingsmúsík” fyrir
unglingana uppi I Lido, sem þá var
rekið af Æskulýðsráði.
— Á þessum árum lék KK sex-
tettinn undirstjórn Kristjáns Kristj-
ássonar I klúbb suður á Kcfla-
víkurflugvelli, og einu sinni 1 viku
var upptaka fyrir bandarísku út-
Þetta var óeðlilegra og þvingaðra Ég hlusta mikið ájazz.
áður fyrr.
Bjuggum i ferðatöskum í tæp tvö ár '