Vikan - 11.12.1975, Blaðsíða 48
mig dreymdi
ÞRÍR DRAUMAR G. B.
Kæri draumráðandi!
Viltu gera svo vel að ráða fyrir mig þessa þrjá drauma?
1 Mér fannst fósturmóðir mín, sem er látin, vera hjá
mér, horfa ásakandi á mig og segja: Þú átt ekki alltaf
að aka í fyrsta gír. Þú átt að fara hraðar.
2 Mér fannst ég vera stödd í Reykjavík hjá húsi, sem
ég á þar, og fannst mér vera nýbúið að setja á það
kvist. Allt í einu hrynur kvisturinn. Faðir minn var
þarna hjá mér og urðum við skelfingu lostin.
Faðir minn segir: Það átti aldrei að byggja þennan
kvist, en svo byrjar hann að byggja upp kvistinn aftur
ogþásegiég: Erþéttahægt?
Þá svarar hann: Það verður bara að breyta honum
dálítið og treysta undirstöðuna.
Ég sé, að kvisturinn er að rísa aftur, en ekki fannst
mér hann eins heillegur og áður og dálítið meira eins
og opinn, 'svo sást í gegnum hann.
3 Mér fannst ég vera með létta en langa bambusstöng
á öxlinni. Ég var stödd í Reykjavík og var að hugsa með
mér, aö ég ætli nú ekki að reka stöngina í alla, þegar
ég gengi um göturnar. Ég reyndi því að beygja endann
á stönginni og tókst mér það. Einnig vafði ég tuskum
utan um stöngina. Tveimur konum, sem ég þekki,
mætti ég og vildi slást í för með þeim, en þær sögðust
ekki eiga samleió meö mér, því að ég færi svo hægt.
Með kveðju.
G.B.
Eftir þessum draumum að dæma ertu fullrög við að
taka á þig nokkra áhættu ___ og þetta á við á öllum
sviðum ___ekki einungis því fjárhagslega. Þú ættir að
vera svolítið djarfari, en fara þó að öllu með gát.
EKKI ERU ALLIR DRAUMAR EINS.
Kæri draumráðandi!
Mig langar til að biðja þig að ráða fyrir mig draum,
sem mig dreymdi aðfaranótt hins 11. ágúst. Flann er
svona:
Mér fannst ég vera í berjamó uppi á fjalli (Miðfells-
múla) á æskustöðvum mínum. Þar fann ég peninga-
buddu, silfurgráa að lit. Ég opnaði hana, og fann
þá nokkra tíu króna peninga og miða, sem ég las ekki
á. Mér datt strax í hug, að líklega hefði einhver krakki
týnt henni, og stakk henni á mig. Stuttu seinna fann
ég aðra buddu, stærri, og brúna að lit og rétt á eftir
fann ég þá þriðju. í báðum þessum buddum voru
tíkallar og fimmtíukallar, og ég stakk þeim í vasa minn.
Hinn drauminn dreymdi' mig aðfaranótt 12. ágúst.
Hann var svona: Mér fannst ég ætla að gefa manni til
baka af 200 krónum, sem hann hafði rétt mér, en í
sömu andrá fauk annar hundrað króna seðillinn. Ég
rétti manninum 40 krónur, og fór svo að leita að
seðlinum. Þá fann ég óhreinan þúsund króna seðil
og hélt áfram að finna seðla út um allt, þangað til ég
vaknaði. Ég held, að ég hafi í allt verið búin að
safna 25 þúsund krónum.
Þriðja drauminn dreymdi mig kl. 8 að morgni, þegar
ég hafði sofnað aftur þann 12. ágúst. Þá fannst mér
ég vera að vinna í eldhúsi ásamt fleiri konum. Allt
í einu segir ein konan: Hann H. er kominn aftur til
jarðarinnar. Þá segi ég: Það getur ekki verið, nema
hann hafi endurholdgast. (Þessi H. var maðurinn minn,
en er dáinn).
Helst ekki birta draumana. Með kærri þökk fyrir
ráðningarnar.
G.A.A.
Því miður mín kæra, en draumana verðum við að
birta, annað er óviðeigandi. Já, ekki eru allir draumar
eins. Þessir draumar gefa eindregið til kynna, að
peningar og buddur séu þér ofarlega í huga þessa
dagana. Þó verð ég að hryggja þig með því, að
þeir boða á engan hátt skyndileg auðæfi eða happ-
drættisvinning. Þú færð aftur á móti gamlan æskuvin
í heimsókn í næstu viku, og þá verða svo sannarlega
fagnaðarfundir.
GIFTINGARHRINGUR OG FORD FORSETI.
Kæri draumráðandi!
Mér þætti mjög vænt um, að þú réðir þessa tvo drauma
fyrir mig, sérstaklega þann fyrri.
1 Mér fannst ég vera stödd heima í stofunni hjá mér.
Mér varð litið á gólfið og sá þar liggja giftingarhring
manns, sem ég þekki mjög náið. Hann var breiður
og geislaði allur. Ég teygði mig eftir honum, en þá
fór hann allt í einu að stækka ört utan um mig. Hann
hætti ekki að stækka fyrr en hann var orðinn hærri en
ég, og breyttist þá í tré. Ég komst ekki út úr honum,
hvernig sem ég reyndi.
Lengi varð draumurinn ekki, en ég vil taka það fram,
að ég elska manninn, sem á hringinn.
2 Mér fannst ég vera að aka eftir lángri götu í New
York í svörtum Rolls-Royce með þremur dökkklæddum
og þungbrýnum mönnum. Meðfram götunni stóðu
margir dökkir og svipljótir karlmenn, sem ég vissi,
að áttu að vera þingmenn. En mitt í öllum þessum hópi
var Ford forseti, sá eini, sem var í Ijósum fötum, og
hann geislaði af hamingju.
Með fyrirfram þökk fyrir ráðningu. Barbara xxx.
Jæja, Barbara mín, svo þig er bara farið að dreyma
hann Ford kallinn forseta. Ekki mátti það nú minna
kosta, en því miður er ég hræddur um, að þessi
draumur sé ekki fyrir neinu góðu, hvorki fyrir hann né
þig. Þú lifir greinilega í draumaheimi, sem á ekkert
skylt við raunveruleikann, og því ríður á fyrir þig að
gera nú allar aðstæður upp við þig og hugsa ráð þitt
vendilega, áður en þú heldur áfram á sömu braut.
Annars kann að fara illa fyrir þér. Þessi* ráðning á
einnig við fyrri drauminn, því að þessir tveir draumar
eru greinilega mjög tengdir, þótt ólíkir séu í fljótu bragði.
Og Ford ætti líka að vara sig, ef marka má draum-
farir þínar.
48 VIKAN 50. TBL.