Vikan

Tölublað

Vikan - 11.12.1975, Blaðsíða 43

Vikan - 11.12.1975, Blaðsíða 43
* Ég er nettur, formfagur og þægilegur, ég hef gengið undir ýmsum nöfnum en fyrst og fremst , ,Húfreyjustóllinn ’ ’ Model-húsgögn hf. Dugguvogi 2 Símar 36955 34860 Reykjavík CABARET - NÝ DÚNDUR- GRÚPPA. Mcðal þeirra nafna, sem skotið hafa upp kollinum i bransanum, ber sennilega hæst nafn dúndur- grúppunnar Cabaret, sem nýlega er tekin að láta að sér kveða í popp- heiminum. Hljómsveitina skipa eftirtaldir menn: Tryggvi Júlíus Hubner spilar á gítar, var áður í hljómsveit- inni Stofnþel, Ingólfur Sigurðsson áður í Ornum, spilar á trommur, Sveinn Magnússon, bassaleikari, áður í Örnum, Valgeir Skagfjörð hljómborðsleikari, spilaði áður með Hafrót, og Magnús Finnur Jóhanns- son söngvari, áður í Stofnþel. Þó þeir kappar séu tiltölulega nýbyrjaðir að spila opinberlega, eru liðnir nær fjórir mánuðir frá stofn- un hljómsveitarinnar. Segja má þvi að þeir hafi verið iðnir við æfingar, áður en upp var troðið, og færi fleir- um sjálfsagt betur að gera slikt hið sama. Mikill hluti þeirrar tónlistar, sem þeir félagar spila, er frumsamið, og virðist það alls ekki há þeim neitt, enda hér um að ræða mjög líflega og skemmtilega tónlist, hæfilega blandaða með lánstón- smiðum erlendra hljómsveita. Einna mesta athygli vekur senni- lega söngvarinn þeirra, hann Magn- ús. Hér er á ferðinni sennilega sá efnilegasti á þvi sviði, sem fram hefur komið um langan tíma. Gildir það bæði um stíl og sviðs- framkomu sem er með þvi liflegra, sem ég hef séð, allavega hjá hér- lendum poppurum. Vonandi láta þeir kappar I Cabar- et ekki sitt eftir liggja og fylgja vel á eftir þessu góða starti, allavega mundi ég persónulega þiggja eins og eina plötu frá þeim fljótlega. ENN EIN SÖNNUN UM ÞRÖNGSÝNI ÚTVARPSINS Enn eina sönnun fengum við á dögunum um fádæma þröngsýni þeirra forráðamanna Ríkisútvarps- ins. Ungur maður, Vignir Sveinsson, hefur um álllangt skeið séð um eitt popphornið hjá Otvarpinu, nánar til tekið á föstudögum. Sagt var frá því I einu dagblaðanna fyrir skömmu, að föstudaginn 7. nóvem- ber hygðist Vignir gefa hlustendum sínum kost á að heyra enskan plötu- snúð vinna starf sitt. Sá enski vinnur á veitingastaðn- um Öðali og heitir Stuart Austin. Við lestur þessarar fréttar ruku svefnpurkurnar niðri í útvarpi upp með andfælum. Hver skr.... er á seiði? Eru bretarnir komnir aftur til að hernema landið? Þetta er jú íslenskt útvarp, og hér viljum við ekki neinar útlendar slettirekur! Geti þessi mannaumingi (Stuart er ekki búinn að dveljast hérlendis nema tæpa tvo mánuði) ekki talað íslensku, þá fær hann bara alls ekki að stinga sinu nefi inn hjá útvarp- inu, hvað þá að tala í útvarpið, af og frá. Er þetta ekki dæmalaus þröng- sýni? Maður á varla orð yfir þetta. Ætla mætti, að þetta væri stór- hættulegur maður. Efhannerþað, þvi I ósköpunum var honum þá hleypt inn í landið? Þetta fer að verða eins og í einræðisríkjunum. Nokkrir menn geta leyft sér að taka fiflalegar og einsýnar ákvarðanir fyrir alla þjóð- ina. Segja bara: Þetta er gott, og þetta er slæmt. Þar með punkt- ur og basta, og við eigum að kyngja þessu hráu og segja ekki orð. Réttast væri, að við unga fólkið tækjum okkur til og opnuðum okkar eigin útvarpsstöð og skytum þar með þessum köllum ref fyrir rass. i, TBL. VIKAN 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.