Vikan

Tölublað

Vikan - 11.12.1975, Blaðsíða 37

Vikan - 11.12.1975, Blaðsíða 37
manninum skyldi yfir höfuð hafa verið boðin gisting. Marianne fannst eins og nærvera þessa manns grúfði yfir þessu húsi, kannski ekki sem ógnun, en alla vega sem martröð. Þetta gat einfaldlega verið vegna þess, að henni gast ekki að mannin- um. En hversu mjög sem hún reyndi að tala um fyrir sjálfri sér, þá var eins og skuggi héldi áfram að hvíla yfir Selton Hall. ,,Má ég ekki hjálpa yður í rúmið?” sagði frú Jenkins hikandi, þar sem hún stóð fyrir aftan hana. ,,Það væri yður fyrir bestu og meira við- eigandi að vera komin í rúmið, þegar Francis kemur. ’ ’ ,,Hvenær kemur hann?” ruddi Marianne reiðilega út úr sér. ,,Ætli hann komi bara nokkuð?” Stolt hennar og ást beið mikinn hnekki við þetta. Hún var vist ekki upp á marga fiska í augum Francis. En þegar á allt var litið, þá leit hann ef til vill öðruvísi á ástina en sautján ára gömul stúlka. En er hún sá hversu Jenkins var vansæl lét hún undan. ,,Ég er ekkert syfjuð,” sagði hún, en það var ekki alveg sannleikanum samkvæmt. En þú, kærajenkins, skalt fara I rúmið. Ég ætla að lesa Til þess að undirstrika orð sín, tók hún bók af handahófi úr bókaskáp og kom sér fyrir I hægindastól. Hún brosti til frú Jenkins, en henni tókst áreiðanlega ekki að blekkja þá góðu konu vitundarögn. Hún, þekkti Marianne of vel til þess að láta slá ryki í augu sér svona auð- veldlega. Engu að siður fannst henni það vel viðeigandi, að hin unga kona reyndi að halda virðingu sinni, sem svo mjög skorti á hjá eigin- manni hennar. Þess vegna hélt hún slnu ekki til streitu. „Góða nótt, frú mln,” sagði hún tilgerðarlega, hneigði sig og brosti hlýlega áður en hún dró sig I hlé. Hún var varla komin út úr dyr- unum, er Marianne fleygði bókinni út I horn og fór að hágráta. Var það hugsanlegt, að spil gæti tekið svona langan tíma? Að tveim tlmum liðnum var Marianne búin að þurrausa alla tárakirtla og hafði reynt allar aðrar leiðir til þess að veita vonbrigðum slnum og taugaæsingi útrás. Hún hafði gengið fram og aftur um herbergið, þangað til fætur hennar titruðu, nagað vasaklútinn sinn I tætlur, og tárin höfðu streymt I strlðum straumum, þannig að hún var neydd til þess að þvo sér 1 fram- an upp úr köldu vatni til þess að fjarlægja rákirnar eftir tárin. Nú voru augun þornuð, en kinnar hennar voru brennheitar, og loksins varð hún að viðurkenna það fyrir sjálfri sér, að hún var óttaslegin, einfald- lega óttaslegin. Þvl dvaldist honum svona lengi? Ekkert spil gat afsakað slíka hegðun á brúðkaupsnóttina. Kannski hafði eitthvað komið fyrir Francis. Hugar- flug hennar fór að spinna óllkleg- ustu þræði vofveiflegra atburða. Ef til vill var hann veikur. Hún varð heltekin brjálæðiskenndri, barnalegri löngun til þess að hlaupa niður og vita, hvað væri að. En einhverjar lcifar af stolti komu hiki á hana, og hún stansaði I dyrunum. Kannski sat Francis bara þarna I viðhafnar- stofunni sallalrólegur að spila vist. Hún myndi þá gera sig að algjöru fífli. Hún reyndi að hugsa skýrt og ákvað að gera hið eina, sem var virð- ingu hennar samboðið, en þjónaði jafnframt sem smyrsl á særðar tilfinn- ingar hennar. Það var að loka dyrun- um, fara I rúmið, slökkva Ijósið og sofna, eða að mirmsta kosti þykjast sofa. Hún vissi, að undir yfirþorði rciðinnar voru bágindi, sem myndu gera henni ókleift að sofna. Algjör þögn rlkti í húsinu. En ómur hinnar sofandi sveitar barst til hennar inn um opinn gluggann. Síðbúið öskur úr næturhrafni heyrðist langt utan úr skógi. Marianne gekk að dyrunum og skaut slagbrandinum fyrir, en fór því næst úr náttsloppn- um og flýtti sér upp I rúm. En húri var varla lögst á koddann (eftir að hafa vonskulega þeytt þeim, sem Francis var ætlaður, I gólfið) er bankað var létt á dyrnar. Hjartað barðist ótt og tltt I brjósti hcnnar, og hún lá stlf og vissi ekki, hvað hún átti til bragðs að taka. Innra með henni toguðust á gremja, sem hvíslaði því að henni að opna ekki og þykjast vera sofandi, og ást, er sagði henni að taka honum opnum örmum, úr þvl að hann væri nú loksins kominn. Aftur var bankað og I þetta sinn fastara. Marianne gat ekki afborið þetta lengur. Hún fór fram úr rúminu og hljóp berfætt að dyrunum og opnaði. En svo hörfaði hún aftur á bak og saup hveljur af undrun. Þarna I dyrunum stóð ekki Francis, heldur Jason Beaufort. ,,Má ég koma inn fyrir andartak?” spurði ameríkaninn. Hann brosti, og I ljós komu hvítar, sterklegar tennur. ,,Eg þarf að tala við yður.” Marianne varð sér þess allt I einu meðvitandi, hversu þunnur náttkjóll hennar var og hann huldi harla lítið. Hún rak upp angistaróp, þreif náttsloppinn og vafði honum utan um sig. Er hún þóttist nægilega falin á bak við leggingarnar, blæju- lin og ótal bryddingar sloppsins, fannst henni hún nógu örugg um sig tií þess að mæta hinum óvænta gesti. Reiðin út af þvi, að henni skyldi hafa verið komið svona á ð.vart, olli þvi, að rödd hennar skalf um leið og hún sagði kuldalega: ,,Þér gerið yður víst ekki grein fyrir þvl, hversu óviðeigandi heim- sókn yðar er og það á þessum tlma sólarhrings, ella hefðuð þér varla dirfst að banka á dyr hjá mér. Það, sem þér þurfið að segja, hlýtur að vera mjög alvarlegt, ef það á að réttlæta slíka hegðún. Ég bíð eigin- manns míns og -” „Einmitt, og ég er hingað kominn til þess að segja yður, að hann muni ekki koma að minnsta kosti ekki I kvöld!” -> Á samri stundu gerði kviðinn aftur vart við sig, og hún ásakaði sjálfa sig fyrir að hafa ekki sinnt hug- boði sínu. Eitthvað hafði komið fyrir Francis! En amerikaninn hafði lesið óttann I svip hennar, áður en hún náði að koma orðum að honum. ,,Nei,” sagði hann, ,,það hefur ekkert hræðilegt komið fyrir hann.” ,,Þá hafið þérfyllt hann?” Án þess að blða þess að honum yrði boðið, gekk Jason inn fyrir og lokaði dyrunum vandlega að baki sér og skeytt engu, þótt Marianne ygldi sig. Hann var kominn inn I herbergið, áður en hún náði að átta sig. Hann horfði á hana og fór að hlæja. ,,Hvers konar menntun hafið þér eigiinlega hlotið, frú mín, að ímynda yður, að aðeins sú staðreynd að hann sé dauðadrukkinn geti aftrað eigin- manni frá því að mæta 1 hjónasæng slna? Hvar hafið þér eiginlega hlotið uppeldi yðar?” „Menntun mln kemur yður ekkert við.” sagði hún snögg upp á lagið, enda hafði hlátur ■ ameríkanans ert hana. ,,Segið mér aðeins, hvað hefur komið fyrir Francis, og farið slðan!” Jason gretti sig og beit I neðri vörina. „Gestrisni virðist ekki vera yðar sterkasta hlið. En það, sem ég þarf að segja yður, tekur dálitla stund og er auk þess viðkvæmt mál. Með yðar leyfi?” Hann hneigði sig háðslega og settist I stóran hægindastól þakinn glitvefnaði, sem stóð rétt við arin- Linguaphone Þú getur lært nýtt tungumál á 60 tímum LINGUAPHONE tungumálanámskeió kennir þér nýtt tungumál á sambærilegan hátt og þú læróir islenzku. Þú hlustar, þú skilur og talar síóan. Þú hefur meófædd- an hæf ileika til aó læra aó tala á þennan hátt. A ótrú- lega skömmum tíma nemur þú nýtt tungumál, þér til gagns og ánægju. — Þetta er RÉTT og ÞÚ getur sannaó þaó. — Vió sendum þér aó kostnaóarlausu upplýsingapésa um námió. — Þegar þú hefur tekió ákvöróun, — sendum vió þér linguaphone námskeió í því tungumáli, sem þú ætlar aó læra. Pcu/dovo, l'cuxtobus \cá LINGUAPHONE tungumálanámskeió á hljómplötum og kassettum Hljóófærahús Reykjavíkur- Laugav.96 -sími 13656 50. TBL. VIKAN 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.