Vikan

Tölublað

Vikan - 11.12.1975, Blaðsíða 21

Vikan - 11.12.1975, Blaðsíða 21
aði hún llka nærföt handa þeim, en einn daginn sögðu þau við hana: - I alvöru, amma, þér dettur þó ekki í hug, að við göngum í svona nærfötum dagsdaglega. Hinir krakk- arnir hlæðu sig máttlausa, ef þeir sæju þau. Við notum ekki ullarnær- föt, nema þegar við förum á skíði. Þú þarft ekki að prjóna meira af þeim á okkur. Við þurfum ekki á þeim að halda. Svo hún hætti að prjóna á þau nærföt. Reyndar vildi hún helst, að þau gengju í ullarnærfötum - að minnsta kosti á veturna. Hún vissi, að þau voru oftast í nærfötum úr gerviefnum, og slikt var ekki nógu hlýtt og varla hægt að kalia það flík- ur. Hún var næstum hissa á, að þau skyldu ekki fá lungnabólgu. en það þýddi ekki fyrir hana að segja neitt. Og auðvitað er best að vera ekkert að skipta sér af öðrum. Nú er hún hætt að prjóna á aðra en sjálfa sig - og sjaldnast annað en sokka. Hún á orðið mörg pör, sem hún þarf ekki á að halda. Standklukkan slær tvö högg. Hún situr kyrr og hlustar I hlýrri stofunni. Prjónarnir liggja í kjöltu hennar, og hnykillinn hefur rúllað undir stólinn. Sólin skín inn um gluggann - beint á pclagóníuna og páskakaktusinn. Hún dæsir og hugsar: - Kannski einhver komi í dag. Það getur verið, að Anna komi með ein- hver barnanna. Ef þau fara þá ekki í ökuferð siðdegis. Kannski hafa líka komið gestir til þeirra. Þau hafa alltaf nóg við að vera. En kannski! Hún þýtur upp, þegar klukkan slær fimm. Orðin fimm strax? Hún leggur frá sér prjónana. Eiginlega er kominn kaffitími, en hún getur vel beðið eins og kortér til viðbótar, ef ske kynni, að einhver kæmi. Þau gætu þá drukkið kaffið saman. Það liti svo einkennilega út, ef hún væri búin að drekka síðdegiskaffið; þegar þau kæmu. Rétt eins og henni stæði á sama, hvort þau kæmu eða ekki. Hún sest við gluggann og horfir út. Klukkan er orðin kortér yfir fimm, og hún ákveður að bíða eitt kortér til. Ef þau hafa farið að heiman um fimmleytið, verða þau ekki komin til hennar fyrr en klukkan hálf sex. Hún situr og horfir á fólkið, sem gengur eftir götunni í sunnudaga- skapi. Tvennt og tvennt eða fleiri í hóp. Hjón og heilu fjölskyldurnar. Gamlar konur með lítil börn. Ja, þetta var allt öðru vísi, meðan barna- börnin voru lítil. Þá voru þau oft hjá henni á sunnudögum, en nú hafa þau svo margt annað að gera. Og þannig á það líka að vera. Hún andvarpar. Klukkuna vantar ekki nema tæpt kortér i sex, þegar hún stendur loks upp og gengur fram í eldhúsið til að hita kaffi, og þegar hún er sest með kaffibollann inn í stofu, drekkur hún kaffið mjög hægt og nartar í kökur með. Hún hefur ekki tekið sandkökuna með sér. Það er best að geyma hana. Kannski kemur ein- hver í kvöld, og þá er notalegt að geta boðið eitthvað með kaffinu. Hún á líka svolitinn rjóma í ísskápn- um. Það er þó sunnudagur þrátt fyrir allt. Lágvær rödd berst frá út- varpinu, og hún dottar i stólnum. Allt í einu dettur henni í hug, að kannski aki einhver framhjá húsinu og haldi, að hún sé ekki heima, vegna þess að það er ekki Ijós I glugg- anum. Hún stendur rösklega á fætur og kveikir loftljósið. Hún kiprar saman augun, þvi að ljósið sker hana i augun eftir rökkrið. Ljósið hefur þau áhrif að eirðar- leysið leggst aftur á hana. Hún getur ekki setið svona lengur. Hún ber kaffibakkann fram í eldhúsið, þvær upp og þurrkar vandlega af eldhúsborðinu. Svo hengir hún klút; inn snyrtilega upp. Þegar hún er á leiðinni inn í stof- una aftur, heyrir hún, að gengið er um útidyrnar. Er einhver að koma til hennar? Það er gengið hægt upp stigann. Það er numið staðar eitt andartak á fyrstu hæð, en síðan er haldið áfram upp þrep fyrir þrep. Það er numið staðar á pallinum utan við íbúðina hennar. Henni hitnar allri, og hjartað berst í brjósti hennar, og hún er að því komin að lúka upp dyrunum, þegar barið er á dyr íbúðarinnar við hliðina. Hún verður fyrir vonbrigðum, en álasar sjálfri sér í huganum fyrir það. Hver gæti svo sem verið að koma til hennar á þessum tima dags? Hún veit ósköp vel, að hún getur ekki vænst neins um þetta leyti. En seinna, kannski seinna í kvöld! Hún ríslar svolítið í stofunni - al- gerlega stefnulaust og veit ekki al- mennilega, hvað hún á að taka sér fyrir hendur. Loks dregur hún fram skúffu í skenknum og tekur síðasta bréfið frá Ester upp úr henni. Ester er farin til útlanda að læra og kemur sjaldan heim, en alltaf þegar hún er heima, kemur hún að heimsækja ömmu sína. Hún kom líka og kvaddi hana almennilega, áður en hún for.' Það var eins og nú hefði allt í einu runnið upp fyrir henni Ijós. Nokkuð, sem henni hafði aldrei dottið I hug fyrr. Það var þetta með blússuna. Ester var hjá henni heila helgi. Hin voru farin í ferðalag, en Ester ætlaði á einhverja skemmtun á laugardagskvöldið, svo 50. TBL. VIKAN 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.