Vikan

Tölublað

Vikan - 11.12.1975, Blaðsíða 26

Vikan - 11.12.1975, Blaðsíða 26
sveit sína af miklum dugnaði. Þetta var geysilega vinsæl hljóm- sveit, og við vorum alls staðar þar sem eitthvað var um að vera. — Við vorum á ferð og flugi um landið öll sumur, og oft æfðum við skemmtiatriði, sem við sýndum á dansleikjunum. Einu sinni spiluð- um við 1 litlu kauptúni úti á landi og settum þar á svið viðtal við feg- urðardrottningu. Gítarleikarinn tróð sér í kjólgarm, sem var sá alljótasti, sem við gátum fundið, og síðan fyllti hann upp í venusar- málið með púðum. Hann var ekki fyrr kominn fram á sviðið en allt sprakk í loft upp, því á fremsta bekk sat bæjarstjórafrúin I nákvæm- lega eins kjól. — Síðan hætti ég að spila með Svavari og stakk af út til norður- landanna til að hvíla sjálfan mig og gestina. Með mér fór Kristinn Vilhelmsson, sem áður hafði stjórn- að NEO-tríóinu. Við flæktumst þarna um og bjuggum í ferðatösk- um I tæp tvö ár og lékum með dönskum og sænskum hljómsveit- um. Umboðsmaðurinn okkar, sem var dani, ætlaði síðan að ráða okkur tvö ár fram í tímann, og til- boðið var vægast sagt ákaflega freistandi. Fyrst áttum við að spila á góðum hótelum út um alla Evrópu og síðan á skemmtiferða- skipi, sem var í förum milli Suður- Ameríku og Vestur-lndía. Ég var á leið upp á skrifstofu umboðs- mannsins til að skrifa undir samn- inginn, þegar mér barst bréf frá Svavari Gests, þar ^em hann bauð mér atvinnu heima I Reykjavík. Ég skipti um skoðun þarna á staðn- um og sé raunar ekki eftir því, því líkast til væri ég syngjandi og trallandi þarna suður frá ennþá. En raunverulega ástæðan fyrir því að Ragnar hafnaði þessu gullna tækifæri að sjá sig um í heiminum kom reyndar fram síðar í spjalli okkar. Hann hafði hitt konucfnið sitt í Kaupmannahöfn, en frúin er borin og barnfædd I Danmörku. — Nú hafa fjölmörg fyrirbrigði komið fram í dansmúsík á þessum 25 árum, sem þú hefur starfað. Hvaða tímabil er þér eftirminni- legast? — Ég hafði ákaflega gaman af rokkinu, það riðaði allt, þegar Presley fyrst kom fram á sjónar- sviðið. Þetta var algjör bylting frá því, sem áður var. Siðan komu bítlarnir, sem voru mjög góðir, og mér finnst þróunin hafa stefnt í rétta átt. Ungu hljómlistarmenn- irnirokkar eru margir ákaflega góð- ir, þeir taka starfið alvarlega og vinna vel. Annars er ég sjálfur alltaf að skemmta fólki og hef því ekki mikinn tíma til að hlusta á aðrar hljómsveitir. — Hvaða mústk hlustar þú á, þegar þú ert ekki að vinna? — Ég hlusta mikið á jazz og svo gamla kunningja eins og Sinatra og Nat King Cole og klassíska músík, og hef gaman af því að heyra þegar þeir eru að jazza upp gömlu melstarana. Annars er ég alæta á músík, ef hún á annað borð er góð. — Þegar ég er í fríi rcyni ég að koma mér burt úr bænum og út í náttúruna í leit að friði og ró og þá fyrst og fremst þögninni sem er svo dýrmæt fyrir þá, sem hafa það að starfi að rjúfa hana. Svo máttu skrifa, að ég er algjör ,,sjón- varpsfan”. Það var óréttlætanlegt, þegar þeir lokuðu fyrir bandarisku sjónvarpsstöðina. Ég get ekki séð, hver tilgangurinn er, ég er á móti öllum bönnum, það er sama í hvaða mynd þau birtast og vil ekki, að snert sé á einstaklingnum. — Áður fyrr bar nokkuð á óreglusemi meðal hljómlistar- manna, er þetta líf ekki ákaflega þreytandi og slítandi til lengdar, eða er það þessi spenna, sem starf- inu fylgir, sem gerir það eftirsókn- arvert? Myndir þú t.d. vera á móti því að sonur þinn fetaði í þín fótspor? — Að vísu var mciri gleðskapur í kringum hljómlistarmenn áður, Ný íslensk prjónabók Elín heitir nýíslensk prjóna- bók, sem unnin er aö öllu leyti hérlendis. Elín birtir fjörutíu nýjar uppskriftir, gerðar sérstaklega fyrir þessa bók, og fylgir lit- mynd af hverri þeirra. Þar er að finna flíkur á börn, unglinga og fullorðna, mottur, teppi og púða, prjónað og heklað úr nær öllum gerðum Gefjunargarns. Stærð, verð og gæði bókarinnar eru svipuð og stærri prjónabóka á öðrum norðurlandamálum, sem hér hafa verið notaðar um árabil. Gefjun hefur þessa útgáfu í þeirri von, að prjónabókin Elín megi bæði örva til hannyrða og kveikja nýjar hugmyndir listrænna kvenna og karla, sem fitja upp á prjón. 26 VIKAN 50. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.