Vikan

Tölublað

Vikan - 11.12.1975, Blaðsíða 42

Vikan - 11.12.1975, Blaðsíða 42
EINAR VILBERG VAKNAÐUR. Svci mér þá, ef ég var ekki far- inn að halda, að hann Einar vinur minn Vilberg væri bara alveg steindauður úr öllum æðum. Ein- hvern veginn hafði ég það á til- finningunni, að játkoma plöt- unnar, scm hann og Jónas R. Jóns- son gerðu saman og út kom hér um árið á vegum Fálkans, hefði verið startið, scm Einar þurfti, en nei, síðan þessi plata kom út, hefur verið skuggalega hljótt um kappanr; Einar Vilberg. Nú eru samt teikn á lofti, því kappinn hefur undanfarið æft stíft mcð þeim strákunum í Pelican, og að sögn er ætlunin að setja lögin á breiðsktfu til útgáfu. Þetta eru sannarlega skemmtilegar fréttir, því slæmt væri, ef við þyrftum að vera án Einars og tónsmíða hans, þvt hann er stórgóður tónsmiður og tcxtahöfundur, eins og fyrsta breið- skífa hans sannar. i EVRÓPUSÖNGVAKEPPNI SJÓNVARPS - STÖÐVA? — Þeir hjá Demant pæla þessa dagana. Sem kunnugt er, hefur um- boðsfyrirtæki Demant umboð fyrir strákana í Change.sér einnig um dreifingu hljóplatna þeirra hér heima og ráðstafar þeim á ann- hátt, er þeir dveljast hérlendis. Babbl hefur fregnað, að þeir hjá Demant séu mikið að pæla í því þessa dagana að koma Change I Evrópukeppni sjónvarpsstöðva, en hana þekkja flestir af sjónvarps- myndum þeim, sem íslenska sjón- varpið hefur verið svo elskulegt að lofa okkur að horfa á undanfarin ár. Þetta er svo sem engin ný bóla, því ýmsir aðilar hafa áður hugsað sér að koma íslenskum skemmti- kröftum þarna að. Hins vegar hefur ekki verið hægt að framkvæma það, því ef svo ,,slysalega vildi til, að islensk hljómsveit ynni keppnina, þá yrði fsland, sem heimaland vinningshljómsveitarinna'r að halda næstu keppni, eða svo hefur verið álitið fram til þessa. Nú hefur verið kannað, að þarna er aðeins um hefð, eða tilmæli að ræða, ekki skyldu. Til dæmis má nefna, að þegar Luxemborg vann, þá var keppnin næst haldin I Frakklandi. Gulltryggt þykir, að sú hljóm- sveit, er sigrar í þessari keppni, eigi framtíðina fyrir sér, og höfum við reyndar mörg dæmi þess. Til dæmis má nefna sænsku hljóm- sveitina Abba, sem hefur tröllriðið vinsældalistum um allan heim með hverju laginu á fætur öðru, og allt virðist heppnast hjá þeim. Vonandi tekst þeim hjá Demant þessi fyrirætlan. Það væri óneitan- lega skemmtilegt að fá landann á skerminn í þessari heimsfrægu söngvakeppni. FENGU LITMYND - EN HÆTTU SVO. Einn af augljósustu erfiðleikun- um við að gefa út poppblað, sem ekki kemur út nema einu sinni í mánuði, er, að útgefendur vita aldrei hvar þeir standa, til dæmis er aldrei að vita nema sú hljómsveit, sem verið er að segja frá í stóru eða smáu, sé einfaldlega hætt, þegar blaðið sér dagsins Ijós. Þetta eru útgefendur poppblaðs- ins nýja, Samsonar, búnir að reka sig áþreifanlega á. f þessu fyrsta tölublaði blaðsins er heljarmikil grein, þar sem hljóm- sveitin Dögg er kynnt vel og ræki- lega, meira að segja fáum við að sjá flotta litmynd af þeim köppum. En nú er Dögg hætt. Ástæðan? Tveir meðlimanna eru orðnir hund- lciðir á bransanum og nenna ekki að standa I þessu lengur. Hins vegar hyggja söngvarinn og tromm- arinn á stofnun nýrrar hljómsveitar, en ekki hefur fengist uppgefið, hverjir ætla að ganga hina þyrnum stráðu poppbraut með þeim, en það kemur væntanlega I Ijós á næst- unni. 42 VIKAN 50. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.