Vikan

Tölublað

Vikan - 11.12.1975, Blaðsíða 11

Vikan - 11.12.1975, Blaðsíða 11
I NÆSTU VIKU HÉR VANTAR ALLA VIÐMIÐUN. I næstu viku birtist viðtal við Sigurð Helgason forstjóra Flugleiða. Hann fluttist aftur heim til íslands fyrir rúmu ári eftir að hafa starfað og átt heima I Banda- ríkjunum um 13 ára skeið. I viðtalinu segir Sigurður meðal annars: ,,Það er ákaflega mikill munur á því að búa og starfa hér eða I Bandaríkjunum, og aðal- munurinn er náttúrlega fólginn í stærðinni. Hér eru allar aðstæður svo miklu minni, allt í svo miklu návígi, miklu persónulegra. Nú, því fylgja bæði kostir og gallar, en erfiðast finnst mér, að hér vantar alla viðmiðun.” KVENSKÖRUNGUR FYRRI ÁRA. ,,Herdís rak Ijósmyndastofu I landi á meðan hún sá um heimilið,eignaðist ellefu börn, tók tvö töku- börn, hafði kostgangara til að drýgja tekjurnar, og einhvern veginn tókst einni manneskju að reka fyrir- tæki úti I bæ jafnframt því að hafa heimili, þar sem um tuttugu manns treystu því að fá sínar máltíðir á réttum tíma.” Þetta er tilvitnun í grein í næsta blaði, þar sem Herdís Guðmundsdóttir ljósmyndari í Háfnarfirði ræðir stuttlega um ævi sína. í PARAVIST Á ÍSAFIRÐI. Vikan heimsótti heimavist Menntaskólans á Isafirði og átti þar fjörugar viðræður við nokkra íbúa hennar um skólann og félagslífið þar. Þá ræddi Vikan við nokkra íbúa I svokallaðri parvist, en þar búa þrenn pör. Ein stúlkan sagði meðal annars, að ekkert væri eðlilegra en parvistin.Hið eina, sem hún gæti sett út á væri viðhorf hinna krakkanna I skólanum, því að þeim fyndist, að pörin yrðu að vera eins og samlokur — ef þau sæjust sinn helmingur I hvoru lagi, héldu þau, að allt væri að fara uppíloft. I HÁLSAKOTI. Þcgar gengið er suður Bergstaðastrætið, berst ómur af barnsröddum og hlátrasköllum út götuna frá garði reisulegs húss, sem stendur þar nr. 81. Inni I garðinum má sjá myndarlegt skilti með viðeigandi teikningu, og þar stendur skírum stöfum „Hálsakot”, nafn, scm samstundis vekur öryggiskennd, því flestir hafa einhvern tlma átt sitt hálsakot. Hálsakot er dag- heimili og sameignarfélag foreldra barnanna, sem þar dvelja. Sjá frásögn I næstu Viku. PARTlKÓNGURINN JAMES I.AST. Hann hefur verið sæmdur meira en hundrað ,,gull- plötum”., hann fer I hljómleikaferðalög um allan heiminn, og hvarvetna er honum fagnað. James Last, þessi skeggjaði partíkóngur frá Bremen, er einn vinsælasti hljómsveitarstjóri, útsetjari og tónskáld I heiminum. Ferill hans er einn sá athyglisverðasti I tón- listarsögunni. James Last leikur tónlist fyrir milljónir manna á hverjum degi. Af honum segir I næsta blaði. VIKAN Útgefandi Hilmir h.f. Ritstjóri: Kristln Halldórsdóttir, Blaðamenn: Trausti Ólafsson, Hrafnhildur Schram, Guðmundur Karlsson. Útlitsteiknari: . Þorbergur Kristinsson. Ljósmyndari: Jim Smart. Auglýsingastjori: Ingvar Sveinsson. Ritstjórn, auglýsingar, afgreiðsla og dreifing I Síðumúla 12. Slfnar 35320-35323. Pósthólf 533. Verð I lausasölu kr. 250. Áskriftarverð kr. 2.800 fyrir 13 tölublöð ársfjórðungslega, kr. 5.250 fyrir 26 tölublöð hálfsárslega eða kr. 9.800 I ársáskrift. Ásþriftarverð greiðist fyrirfram. Gjalddagar: nóvember, febrúar, maí.ágúst. 50. tbl. 37. árg. 11. des. 1975 Verð kr. 250 GREINAR: 4 Vlnarsumar I valsatakt. Minnst 150 ára afmælis Jóhanns Strauss. 14 Ýmsir kostir geta fylgt þvl að vera örvhentur. 28 Sextán á stöðinni. Blaðamaður Vikunnar fylgdist með störfum slökkviliðsins I sólarhring. 44 Dálltið dýrir tónar. 45 Lífið mikilvægara en kvikmyndir VIÐTÖL: 16 I nábýli við örn, fálka og smyril:- Heimsókn að Botni I Mjóafirði við fsafjarðardjúp. 24 Mlnar fyrstu minningar tengdar múslk. Rætt við Ragnar Bjarna- son hljómlistarmann. SÖGUR: 20 Á sunnudaginn kemur. Smásaga eftir Kirsten Holst. 34 Marianne. Þriðji hluti fram- haldssögu eftir Juliette Benzoni. ÝMISLEGT: 2 Austurlensk áhrif I tískunni. 9 Krossgáta. 12 Póstur. 33 Viltu vinna stól? Desembefget- raun Vikunnar. 38 Stjörnuspá. 42 Babbl. Þáttur 1 umsjá Smára Valgeirssonar. 46 Á austfirðingamóti. 48 Draumar. 49 Matreiðslubók Vikunnar. 52 Tilvalin jólagjöf: Hnéháir sokk- ar með regnbogalitum tám. 50. TBL. VIKAN 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.