Vikan

Issue

Vikan - 11.12.1975, Page 11

Vikan - 11.12.1975, Page 11
I NÆSTU VIKU HÉR VANTAR ALLA VIÐMIÐUN. I næstu viku birtist viðtal við Sigurð Helgason forstjóra Flugleiða. Hann fluttist aftur heim til íslands fyrir rúmu ári eftir að hafa starfað og átt heima I Banda- ríkjunum um 13 ára skeið. I viðtalinu segir Sigurður meðal annars: ,,Það er ákaflega mikill munur á því að búa og starfa hér eða I Bandaríkjunum, og aðal- munurinn er náttúrlega fólginn í stærðinni. Hér eru allar aðstæður svo miklu minni, allt í svo miklu návígi, miklu persónulegra. Nú, því fylgja bæði kostir og gallar, en erfiðast finnst mér, að hér vantar alla viðmiðun.” KVENSKÖRUNGUR FYRRI ÁRA. ,,Herdís rak Ijósmyndastofu I landi á meðan hún sá um heimilið,eignaðist ellefu börn, tók tvö töku- börn, hafði kostgangara til að drýgja tekjurnar, og einhvern veginn tókst einni manneskju að reka fyrir- tæki úti I bæ jafnframt því að hafa heimili, þar sem um tuttugu manns treystu því að fá sínar máltíðir á réttum tíma.” Þetta er tilvitnun í grein í næsta blaði, þar sem Herdís Guðmundsdóttir ljósmyndari í Háfnarfirði ræðir stuttlega um ævi sína. í PARAVIST Á ÍSAFIRÐI. Vikan heimsótti heimavist Menntaskólans á Isafirði og átti þar fjörugar viðræður við nokkra íbúa hennar um skólann og félagslífið þar. Þá ræddi Vikan við nokkra íbúa I svokallaðri parvist, en þar búa þrenn pör. Ein stúlkan sagði meðal annars, að ekkert væri eðlilegra en parvistin.Hið eina, sem hún gæti sett út á væri viðhorf hinna krakkanna I skólanum, því að þeim fyndist, að pörin yrðu að vera eins og samlokur — ef þau sæjust sinn helmingur I hvoru lagi, héldu þau, að allt væri að fara uppíloft. I HÁLSAKOTI. Þcgar gengið er suður Bergstaðastrætið, berst ómur af barnsröddum og hlátrasköllum út götuna frá garði reisulegs húss, sem stendur þar nr. 81. Inni I garðinum má sjá myndarlegt skilti með viðeigandi teikningu, og þar stendur skírum stöfum „Hálsakot”, nafn, scm samstundis vekur öryggiskennd, því flestir hafa einhvern tlma átt sitt hálsakot. Hálsakot er dag- heimili og sameignarfélag foreldra barnanna, sem þar dvelja. Sjá frásögn I næstu Viku. PARTlKÓNGURINN JAMES I.AST. Hann hefur verið sæmdur meira en hundrað ,,gull- plötum”., hann fer I hljómleikaferðalög um allan heiminn, og hvarvetna er honum fagnað. James Last, þessi skeggjaði partíkóngur frá Bremen, er einn vinsælasti hljómsveitarstjóri, útsetjari og tónskáld I heiminum. Ferill hans er einn sá athyglisverðasti I tón- listarsögunni. James Last leikur tónlist fyrir milljónir manna á hverjum degi. Af honum segir I næsta blaði. VIKAN Útgefandi Hilmir h.f. Ritstjóri: Kristln Halldórsdóttir, Blaðamenn: Trausti Ólafsson, Hrafnhildur Schram, Guðmundur Karlsson. Útlitsteiknari: . Þorbergur Kristinsson. Ljósmyndari: Jim Smart. Auglýsingastjori: Ingvar Sveinsson. Ritstjórn, auglýsingar, afgreiðsla og dreifing I Síðumúla 12. Slfnar 35320-35323. Pósthólf 533. Verð I lausasölu kr. 250. Áskriftarverð kr. 2.800 fyrir 13 tölublöð ársfjórðungslega, kr. 5.250 fyrir 26 tölublöð hálfsárslega eða kr. 9.800 I ársáskrift. Ásþriftarverð greiðist fyrirfram. Gjalddagar: nóvember, febrúar, maí.ágúst. 50. tbl. 37. árg. 11. des. 1975 Verð kr. 250 GREINAR: 4 Vlnarsumar I valsatakt. Minnst 150 ára afmælis Jóhanns Strauss. 14 Ýmsir kostir geta fylgt þvl að vera örvhentur. 28 Sextán á stöðinni. Blaðamaður Vikunnar fylgdist með störfum slökkviliðsins I sólarhring. 44 Dálltið dýrir tónar. 45 Lífið mikilvægara en kvikmyndir VIÐTÖL: 16 I nábýli við örn, fálka og smyril:- Heimsókn að Botni I Mjóafirði við fsafjarðardjúp. 24 Mlnar fyrstu minningar tengdar múslk. Rætt við Ragnar Bjarna- son hljómlistarmann. SÖGUR: 20 Á sunnudaginn kemur. Smásaga eftir Kirsten Holst. 34 Marianne. Þriðji hluti fram- haldssögu eftir Juliette Benzoni. ÝMISLEGT: 2 Austurlensk áhrif I tískunni. 9 Krossgáta. 12 Póstur. 33 Viltu vinna stól? Desembefget- raun Vikunnar. 38 Stjörnuspá. 42 Babbl. Þáttur 1 umsjá Smára Valgeirssonar. 46 Á austfirðingamóti. 48 Draumar. 49 Matreiðslubók Vikunnar. 52 Tilvalin jólagjöf: Hnéháir sokk- ar með regnbogalitum tám. 50. TBL. VIKAN 11

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.