Vikan

Tölublað

Vikan - 11.12.1975, Blaðsíða 34

Vikan - 11.12.1975, Blaðsíða 34
Lafði Ellis var örþreytt eftir áreynsl una að hafa talað svona mikið og sagði ekki fleira. Marianne yfirgaf herbergi hennar, og innra með henni togaðist á ógn og gleði. Henni fannst það stórkostlegt, að Francis skyldi vilja kvaenast henni, einfaldri sveitastúlkunni, enda vissi hún, að margar aðrar konur voru ákafar I að geðjast honum. Skringileg sigurvíma faerðist yfir hana. Hún varð I senn stolt og kvíðafull. .,Ég mun aldrei verða verðug hans,” hugsaði hún. ,,Ég mun ávallt gera eitthvað óviðeigandi, og honum mun finnast ég heimsk.” Það var þessi sami kvíði, er hafði angrað Marianne við kvöldverðar- borðið á brúðkaupsdaginn. Sam- bland af gleði og stolti fór um hana, er hún horfði á Francis, þar sem hann sat gegnt henni í stólnum með háa bakinu, sem hafði svo lengi staðið auður og tilheyrði hús- bónda heimilisins. Hann sat svo kæruleysislega og blátt áfram 1 stóln- um, að hin unga brúður fylltist aðdáun. Fyrir sitt ieyti var Marianne sér þess fullvel meðvitandi, að hún sat í stól húsmóðurinnar, þar sem frænka hennar hafði verið vön að sitja. Rödd Ivys rauf hugsanir hennar. ,,Ég hygg, að timi sé til kominn, að við drögum okkur í hlé Marianne og skiljum karlmennina eina eftir að reykja og drekka í friði.” Marianne hrökk við og gerði sér allt i einu grein fyrir þvi, að augu allra hvíldu á henni. Þjónninn hafði þegar sett karöfflur með púrt- vini og koníaki á borðið. Hún reis á fætur og roðnaði yfir þvi að hafa gleymt sér. ,,Auðvitað,” sagði hún. ,,Við yfirgefum ykkur. Ég... ég er dálitið þreytt og ætla að ganga til náða . ” Það var þegar komið fát á hana. Engum gat dulist, að hún var óörugg með sig, og hún gekk yfir til de Chazay ábóta og kyssti hann i kveðjuskyni. Henni var ómögu- legt að leyna tilfinningum sínum. Svo hneigði hún höfuðið til hinna gestanna, en augu hennar hvíldu biðjandi á Francis, eins og hún væri að fara fram á það við hann, að hann dveldi sem skemmst hjá gestum þeirra. Þetta var brúðkaupsnóttin hennar, sem tilheyrði henni sjálfri, og enginn hafði leyfi til þess að ræna svo mikið sem mínútu af henni. En Francis brosti einungis. Konurnar tvær yfirgáfu herbergið, og Marianne fannst skrjáfið I bylgj- andi silkikjól hennar minna dálítið á hvirfilvind. Hún gat ekki beðið þess að komast I burtu og verða hún sjálf aftur. Er þær voru komnar að stiganum snéri hún sér að Ivy, en blá augu þessarar konu litu rannsakandi á han, og um elskulegar varir hennar lék dauft bros. ,,Góða nótt” sagði hún tauga- óstyrk og fljótmælt. „Fyrirgefðu mér, að ég skuli yfirgefa þig svona snemma, en ég er þreytt og...” ,,Og þú þarft að fara og undir- búa þig fyrir mikilvægustu nótt lifs þins!” bætti Ivy við og hló sigri hrósandi, en þetta fannst brúð- inni óvenju ertandi. ,,Þú hefur á réttu að standa. Francis er ekki auðveldur í meðförum. ’ ’ Þessi beinskeytta athugasemd olli því, að Marianne varð blóðrjóð í framan, en hún sagði ekki neitt. Hún tók um faldinn á viðu pilsinu og hljóp upp á loft. Knipplinga- blæjan stóð aftur úr henni eins og væri hún halastjarna. En dillandi hæðnishlátur Ivys fylgdi henni eftir alla leið að dyrum herbergis hennar. 2. kafli - Einvígið Herbergið var eins og smækkuð mynd af Eyjahafinu, Grindur fyrir knipplinga hér, efnismikill satín- kjóllinn þar, bandajárn rheð hárkoll- um, og ótal undirpils lágu á víð og dreif eins og litlar bleikar eyjar. Marianne var nú komin I einfaldan náttkjól úr fínu blæjulini með knipplingum og snoturlega skreyttan mjóum grænum satínborðum. Aftur sá hún kunnuglega mynd sína I speglinum. Þar birtist hávaxin stúlka allt of dökk fyrir þá tima, er kusu það, að konur væru ljósar yfirlitum, og auk þess var líkamsvöxtur hennar ekki enn búinn að ná eðlilegri fyllingu. Hún var með langa, lögulega fætur, mjaðmalítil og hafði áreiðanlega mjósta mitti í öllu Eng- landi. Háls hennar var langur og grannur, en þar fyrir ofan tók við óvenju hjartalaga andlit með háum kinnbeinum, og drættir þess voru sterkir og lýstu stolti. Augun voru lítið eitt skásett og vógu upp á móti bogadregnum augabrúnum. Þau voru græn og lítið eitt gulyrjótt. Úr þeim skein viljastyrkur og ögrun, sem var ekki siður áberandi en lit- urinn. En ef ekki hefði komið til stór munnur hennar og litaraftið, sem minnti á raf þannig að hún líktist tatara, þá hefði verið allt I SKIOn AHUGAFOLK Við bjóðum aðeins úrvals vöru á góðu verði. San Marco og Nordica skíðaskór PARABLACK og skistopper. Moon boots. Fullkomin skíða þjónusta: viðgerðir á skíðum og skóm. Look oryggisbindingar. Blizzard skíði. Skíðafatnaður á börn og fullorðna. frá BRAUN. Útilíf, Glæsibæ, sími 30350. 34 VIKAN 50. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.