Vikan

Tölublað

Vikan - 11.12.1975, Blaðsíða 7

Vikan - 11.12.1975, Blaðsíða 7
verið samið í dag hefði heiti þess líklega fremur orðið Dóná svo grá en Dóná svo blá. Hið virðulega, lygna fljót hefur óneitanlega gránað meðárunum. Við finnum á þefnum, að hún er ekki eins hrein og fyrr. Engu að síður er hún ennþá aðal- samgönguæð þeirra landa, sem að henni liggja. Hver veit, kannski verður hún aftur orðin blá og tær fyrir 200 ára afmæli Strauss! Því verðúr ekki neitað, að Strauss var aðdáandi kvenlegrar fegurðar. Hann tilbað Henriettu, sína fyrstu stóru ást. Það leið þó aðeins einn mánuður frá andláti hennar í apríl 1868 þar til hann hafði látið huggast af Angeliku, fyrrverandi hjúkrunar- konu. Með henni bjó hann í storma- samri sambúð í 4 ár. Eftir kvikmynd- um sem gerðar hafa verið um líf hans að dæma, komu konurnar og hurfu eins og dögg fyrir sólu í lífi hans. Það er gefið mál að höfundur lagsins ,,Konur, vln, 'og söngur” hlýtur að hafa byggt á einhverri reynslu. Árið 1872 var Strauss boðið til Bandaríkjanna, en það var með naumindum að hann komst af stað. STRAUSS fjSskyldan Margir eiga erfitt með að skilgreina Straussana vegna þess hve þeir eru margir. ífóhann Strauss yngri, sem grein þessi er rituð um, til- heyrði þessari fjölskyldu: Jóhann Strauss eldri 1804 — 1849 Jóhann Strauss yngri 1825 - 1899 Jósep 1827 — 1870 og Eduard 1835 — 1916 eru yngri bræður Jóhanns. Jóhann Strauss 1866 — 1939 var sonur Eduards. Allir voru þeir tónskáld og hljóm- sveitarstjórar starfandi í Austurríki. Þáverandi ástmær hans, Adele, harð- neitaði að yfirgefa sína heittelskuðu ættjörð, og Strauss mátti ekki til þess hugsa að ferðast einn. En í ferðina fóru þau og unnu hjörtu allra. Strauss ferðaðist stöðugt í 5 vikur, hann hélt yfir 40 tónleika, stjórnaði.allt að 1000 manna hljóm- sveitum, og alls staðar voru móttök- urnar stórkostlegar. Hann sneri heim sem hinn mikli konungur valsanna. Hann hafði lagt Evrópu Rússland og Bandaríkin að fótum sér með tónlist sinni. Sjálfur lærði hann aldrei að dansa og datt aldrei í hug að reyna það. En milljónir manna um allan heim dansa enn eftir tónlist hans, og óperettur hans eru sýndar fyrir fullum húsum um víða veröld. Um sextugt þjáðist Strauss af tauga- veiklun og var ráðlagt að hætta tónsmíðum, en hann lét það sem vind um eyru þjóta. Áður hafði hann skrifað nótur á veitingahúsa- reikninga og peningaseðla, nú fór hann að skrifa á ermallningarnar til að enginn gæti staðið hann að verki. Meiri hluta Sígaunabarónsins skrifaði hann á þennan hátt. En Strauss átti I persónulegum erfiðleikum. Hann setti markmiðið hærra og hærra eftir því sem aldurinn færðist yfir hann. Hann dreymdi um að semja óperu og fékk ósk sína uppfyllta, þegar ópera hans Pazmann riddari var frumsýnd árið 1892. Öperan stóðst ekki hina ströngu gagnrýni tónlistarborgarinnar og féll síðar I gleymsku. Strauss þakkaði Vínar- borg velgengni sína. ,,Án Vxnar- borgar væri ég ekkert,” hrópaði hann til mannfjöldans, sem hyllti hann á 50 ára starfsafmæli hans 1894. Og öll hans ferðalög e.nduðu I Vínarborg, og þar andaðist hann 1899- Hann var orðinn þjóðsagna- persóna I lifanda lífi. Og nú hafa Vínarbúar tileinkað honum heilt sumar. Hans sérstæða andlitsmynd’ með fránum augum og ræktarlegu snúnu yfirskeggi undir velktum barðahatti, mátti sjá allt sumarið um gjörvalla Vínarborg. Og 1 ráðhúsinu gaf að líta hljóðfæri, frumnótur, skissur, teikningar og myndir hinnar frægu fjölskyldu, sem fékk heiminn til að dansa og syngja. * Straufríu rúmfötin úr 100% bómull — einlit og munstruð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.