Vikan

Tölublað

Vikan - 02.01.1976, Blaðsíða 5

Vikan - 02.01.1976, Blaðsíða 5
arstjórastarfsins. Samræmist það hugmyndum þínum um jafnrétti? — Það er nú erfitt að svara slíkri spurningu. Ég er mjög fylgj andi jafnrétti kynjanna, og ég býst við því, að mér hefði þótt súrt í broti, ef ég hefði verið búin að mennta mig til einhvers starfs, sem ég hefði svo ekki getað stund- að vegna starfs mannsins míns. — Gætir þú hugsað þér að taka við stjórn borgarinnar af manni þínum, eins og dæmi eru til um konur til dæmis í Bandaríkjunum? — Nei, það gæti ég ekki hugsað mér, vegna þess að ég veit hve starfið er erfitt. — En hvaða málum þefðir þú helst beitt þér fyrirsem borgarstjóri? — Ég hef áhuga á málefnum barna, bæði dagvistunarstofnunum og skólum, ekki síst fyrir þroska- heft börn. Mikið vantar af sér- hæfðu fólki á þvl sviði. Ég hefði einkum beitt mér fyrir slíkum málum. Þegar hér var komið sögu, voru litlu tvlburasysturnar orðnar dálítið órólegar yfir þvl, hvað mamma þeirra var upptekin að spjalla við alls ókunnuga konu. Svo vissu þær líka af súkkulaðitertu — þeirri bestu I heimi — sem þær áttu að fá bita .af okkur til samlætis, þegar við teldum nóg komið af spjallinu. Hér setjum við þvl punkt. K.H. ætlar hún virkilega að fara að tala við mig, og hvað á ég nú að segja? Að vísu hafði ég talað við hana fyrr I veislunni að Kjarvals- stöðum, en það voru bara almenn kurteisisorð. En ég hefði getað sparað mér skrekkinn, drottningin var ákaflega elskuleg og þakkaði mér kærlega fyrir boðið að Kjar- valsstöðum, það væri svo gaman að hitta fólk á þessum aldri, sem ætti börn á svipuðum aldri og þau sjálf, og við fórum bara að tala um börnin okkar. Bjóðið þið fólki oft hingað heim ? — Flestar meiri háttar móttökur fara fram I Höfða, en persónulegri boð höldum við hér heima. Ég annast þau að miklu leyti sjálf, en fæ’ auðvitað aðstoð. — Nú ert þú i þeirri aðstöðu, að þú ert eiginlega dæmd í þína stöðu sem borgarstjórafrú. Þitt starf er einskonar fylgistarf borg- 1. TBL. VIKAN 5

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.