Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 02.01.1976, Qupperneq 6

Vikan - 02.01.1976, Qupperneq 6
OSK A ÍSAFIRÐI Húsmæðraskólinn Ósk á ísafirði starfar ekki sem heilsvetrarskóli í vetur vegna lítillar aðsóknar. Þó er ráðgert að halda^ samfelit fimm mánaða námskeið í skólanum eftiráramót. Skólinn starfar þó af fullum krafti, þrátt fyrir það, að ekki séu nemendurnir heilan vetur í senn. Kennslan fer einkum fram í nám- skeiðum, sem eru afskaplega fjöl- breytt. Þegar við rákumst inn í húsmæðraskólann, stóðu þar yfir tvö námskeið, fimm vikna vefn- aðarnámskeið - kennt fjögur kvöld í viku -, þar sem Guðrún Vigfúsdóttir kenndi, og sex vikna matreiðslunámskeið - kennt þrjú kvöld í viku - þar sem Hjördís Hjörleifsdóttir kenndi. Guðrún sagði, að vefnaðarnám- skeiðin væru vinsæl, en hingað til hefðu þau aðeins verið sótt af konum. Eftir áramótin væri fyrsti kaflmaðurinn samt væntanlegur á námskeið hjá sér, og kvaðst hún hlakka til að kenna honum. Guð- rún sagði, að nemendur sínir æfu alls konar nytsamlega hluti á nám- skei,ðunum. Hjördís sagðist hafa haft all- marga pilta á matreiðslunámskeið- unum, til dæmis voru fimm piltar af níu þátttakendum á námskeið- inuv sem við litum inn á. Hjör- dís sagði, að piltarnir væru síst erfiðari nemendur, sér þætti jafn- vel skemmtilegra að kenna þein, því að þeir tækju námið alvar- legar en stúlkurnar. Þorbjörg Bjarnadóttir skólastjóri húsmæðraskólans sagði, að alltaf væri mikil þátttaka I námskeiðum sem þessum, þótt styttri námskeið væru enn vinsælli, og nefndi hún sem dæmi stutt sýnikennslunám- skeið um grænmeti, sem haldið var síðastliðið haust. Þá sagði Þorbjörg, að mikil breyting væri á viðhorfum fólks til svona námskeiða miðað. við það, sem áður var, því að fyrir sextán til sautján árum hefði hús- mæðraskólinn æílað að halda mat- Þorbjörg Bjarnadóttir skólastjóri. Hjördts Hjörleifsdóttir matreiðslu kennari. reiðslunámskeið, en þá hcfði engin þátttaka verið í því. Þorbjörg sagði einnig, að nokkuð af starfsemi húsmæðraskólans væri fólgið í samvinnu við hina skólana, til dæmis sæktu nemendur gagn- fræðaskólans kennslu í heimilis- fræðum í húsmæðraskólanum, og nemendur menntaskólans gætu tekið vefnað og matreiðslu sem val- greinar til stúdentsprófs. Það duga engin vettlingatök við hrœrivélina.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.