Vikan - 02.01.1976, Side 24
Sigurjón, kemur I Ijós, að ekki
er kastað til höndunum við leik-
tjaldagerðina, sem þegar er langt
á veg komin. Sigurjón fékk hand-
ritið til aflestrar I vor, og eftir
að hafa kynnt sér efnisþráðinn
rækilega var fundað með leikstjór-
anum og komist að niðurstöðu
um, hvað leiktjöldin ættu að gcfa
til kynna og fundinn sameigin-
legur þráður.
Síðan gerir Sigurjón sínar fyrstu
skissur að hugmynd sinni að leik-
myndinni, og eru þær oft útfærð-
ar I vatnslitum. I þetta skipti
urðu skissurnar það margar, að
þær urðu nægur efniviður í sýn-
ingu, og því ætlar Sigurjón að
gefa almenningi kost á að skoða
þær uppi á Mokka-kaffi á Skóla-
vörðustígnum eftir ,iól.
,,Ég hef rekið mig á það” segir
Sigurjón, ,,að fjöldi fólks hefur
ekki hugmynd um, hvað ég er að
gera I leikhúsinu. Því þótti mér
hugmyndin um sýningu kjörið
ta-kifæri til að kynna starfssvið
mitt og allra þeirra, er að leik-
myndagerð vinna.”
Eftir skissunum er síðan gert
módel I skala 1:20 af lcikmynd-
inni. sem útfært er I spjaldapappa
og balsavið. Síðan er módelleik-
myndinni komið fyrir, I öðru
módcli, scm er fullkomin eftirltk-
ing af senu Þjóðleikhússins. Þar
er leikmyndin prófuð og
gengið m.a. úr skugga um, að
allir leikhúsgestir, einkum og sér I
lagi þcir, sem sitja á efri svölum,
hafi fulla yfirsýn.
Þegar leikmyndin hefur verið
ákveðin, kcmur til kasta trésmíða-
verkstæðisins, en þar eru öll leik-
tjöldin smíðuð. í þetta sinn eru
leiktjöldin bæði cinföld og ódýr,
mörg hundruð kassafjalir, sem
settar cru saman, mynda borgina
Sesúan, en hún á það sameigin-
legt með Reykjavík, að þökin eru
úr bárujárni, þótt bárujárnið 1
Sesúan sé úr trcfjaplasti, sem er
auðveldara I meðhöndlun.
Eín og sama standandi leik-
mynd verður á sviðinu allan tím-
ann, en mcð ýmsum minni hátt-
ar breytingum og tilfærslum
mvndar hún 17 tilbrigði. Stórt og
mikið tré var verið að skera út 1
einangrunarplast, þegar við heim-
sóttum trésmíðaverkstæðið, en það
reis síðar á scnunni I allri sinni
dýrð, og við töldum strax víst,
að þetta væri kirsuberjatré, sem
ómissandi er I öllum kínverskum
,,Að þessu sinni vildum við hafa
leikmyndina sem upprunalegasta
og höfnuðum þvi að nota hinn
hefðbundna mátaða striga og kus-
um í staðinn að nota kassafjalir og
bárujárnslíkingu úr trefjaplasti."
24 VIKAN 1. TBL.
Móde! að leikmynd Góðu sá/arinnar, unnið í balsavið og spja/da papþa.