Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 02.01.1976, Qupperneq 38

Vikan - 02.01.1976, Qupperneq 38
STRANGT VARÐHMD eftir Vilhelm Moberg. Flestir muna eftir Vesturförunum, sem sýndir voru í sjónvarpinu ekki alls fyrir löngu, en höfundur þeirra var einmitt sænski rithöfundurinn Vilhelm Moberg. Þegar Moberg var ungur, gegndi hann herþjónustu eins og þá gerðist og gekk með unga menn, og um hermennskuna skrifaði Moberg bókina I vapenrock och linnebyxor (i hermannajakka og léreftsbuxum), sem kom út árið 1921 undir höfundarnafninu Ville i Momála. i bókinni segir Moberg í léttum tóni frá vistinni í hernum, og er þar aó finna margar skemmtilegar lýsingar eins og kaflinn, sem hér birtist, er gott dæmi um. Ekki veit ég, hve margs konar refsingum herlögin gera ráð fyrir, að hægt sé að beita varðliða, en ég hcld ég hafi reynslu af þeim flestum. Allar hafa refsiaðgerðirnar það markmið að gróðursetja ótta og skrckk í hjarta dátans, og flestar gera það líka, þótt í misjöfnum mæli sé. Ég er þaulkunnugur þessu þar sem ég hef sjálfur töluverða reynslu af áhrifum refsinganna. Fyrst er rétt að geta búðastraffs- ins. Því er oftast bcitt fyrir minni háttar yfirsjónir, en stundum þó einnig fyrir alvarlegri brot eins og ef manni af misgáningi verður það á að snúa annarri stórutánni þuml- ungi lengra út en hinni í leik- fiminni, ef maður gleymir að fara úr léreftsnærbuxunum á kvöldin, eða ef byssan manns virðist hafa tilhneigingu til að fara að ryðga. Svensson 78 fékk fjórtán daga búð- arstraff fyrir að hrópa ,,ójafnt” fáeinum tónum of hátt. þegar rót- inni var deilt út. Hann misskildi refsinguna, og áður en lcið á löngu, rakst kapteinninn á hann inni í borginni. — Er 78 í borginni? spurði hann. — Hann er í búðastraffi. — Já, kaptcinn, svaraði 78. — Ég hef hcldur ekki verið í búðunum I margar nætur. Hann hélt semsé, að hann mætti ckki koma í skálana. Ég var í cldhúsinu. þegar ég hlaut umrædda refsingu. Ég átti að hafa til matínn handa dagvakt- inrú, og eins nærsýnn og ég er, ríndi ég skemmdu kartöflurnar úr. Dagkorpórallitjn skammaði mig rækilcga, og ég fékk viku búða- straff. Þctta var lítil refsing, en ég hafði hcldur ekki brotíð af mér vilj• andi. Þetta var í ágúst, og það var stór- kostlegt tunglskin laugardagskvöld- ið, sem ég var I búðastraffi. Ég lá aleinn heima í skálanum — allir hinir höfðu fengið leyfi. Máninn skein svo fagurlega inn um glugg- ann og sló silfurbjarma á hvers- dagsjakka Anderssons visikorpórals, sem lá á kojunni hans. Einhvers staðar langt að bárust harmoniku- tónar og skvaldur í stúlkum, já, utan búðanna var allt fullt af freist- ingum. Þess vegna fannst mér búðstraffið mjög þvingandi. Að það skyldi nú þurfa að vera fullt tungl cinmitt þetta kvöld! Min venjulega óheppni! Þcgar undiroffíserinn kom að !;ta eftir klukkan kortér í tíu um kvöldið, tók ég mér stöðu af þvi- líkum krafti, að járnkojurnar skulfu eins og við jarðhræringar, og hvers- dagsjakkinn hans Anderssons vísi- korpórals datt niður á gólf. Ég var nefnilega argur og lciður, og í þeim anda gaf ég eftirfarandi skýrslu: — Korpórall, skáli númer 1: einn maður viðlátinn; fjórir í heimsókn hjá kærustunum, tveir í gilli, tveir í bíó, niu á óþekktum brautum, sannast rétt! — Ég fékk ekki alls fyrir löngu bréf frá fyrrvcrandi varðliða, sem var mjög óheppinn í þjálfunarbúð- unum. Hann óskaði mér til ham- ingju með að hafa losnað við þá refsingu, scm fólgin er í að þurrka leirtau á sunnudögum. Sjálfur varð hann að þola þessa sýslan, ,,sem er svo niðurlægjandi fyrir karlmann” á sjálfan uppstigningardag, og á meðan beið stelpan hans fyrir utan, skrifaði hann. En ég hef líka verið í sunnudaga- þjónustu og það tvo sunnudaga í röð. Auðvitað var það ekki á upp- stigningardag og mín beið engin stúlka — slíkt gerist ekki á hverjum sunnudegi — en mér fannst það nógu slæmt fyrir því. Ég gat þó huggað mig við það, að ég lærði eitthvað eins og dagkorpórallinn sagði. Nú get ég þjónað til Jaorðs I veislum, sama hve fínar þær eru, þegar ég kem heim. Reyndar eru refsingar fyrst og fremst varðhald, og þau eru tvenns konar — gæsluvarðhald og strangt varðhald. Hið fyrra hef ég þcgar reynt eins og komið hefur fram. Hvað átt er við með hinu síðara fékk ég á hinn bóginn ekki að vita fyrr en núna um daginn, að ég varð mér úti um nokkra sólarhringa af slíku. Ég vil nefnilcga ekki, að mér sé neitt ókunnugt í þjónustu krún- unnar. Því var það, að ég reis upp- í rúmi mínu kvöld eitt stuttu eftir að kyrrt var orðið. Ég mundi allt í einu, að ég átti erindi til borgar- innar, sem hæglega mátti reka þetta kvöld. Plommondahl korpórall hraut svo allur skálinn lék á reiðiskjájfi, og skálafélagi minn, sem ég hef ekki sem bestan bifur á, svaf svefni hinna réttlátu, það var semsé cngin áhætta. Ég klæddi mig, og í flýtinum og myrkrinu fór ég í léreftsbuxurn- ar í stað gráu, röndóttu buxnanna. Svo stikaði ég af stað og tók ekki eftir mistökunum, fyrr en ég var kominn niður í bæinn og hafði gengið næstum hálfa Stórgötuna. Þá mætti ég góðglöðum, sterk- legum lautinant, reglulegum Her- kúles. Við höfðum ekki verið kynntir hvor fyrir öðrum, og ég þckkti hann ckki. Ep lautinantinn þekkti mig af myndinni, sem feng- in eröllum offíserunum. — Þú mátt ekki fara t bæinn í léreftsbuxunum, sagði hann. — Farðu heim og leggðu þig, og lestu reglugerð hersveitarinnar. — Buxurnar eru heilar og hreinar svaraði ég, því að ég hafði ekki haft þær til afnota nema í mánuð. —Það eru bara þrjár bætur á rass- inum, og þær sjást ekki fyrir jakk- anum. — Snáfaðu heim, svo sveitin þurfi ekki að skammast sín fyrir þig, sagði lautinantinn ákveð- inn. Hann meinti vel — það gera allir lautinantar — og ég hlýddi. Lautinantinn gat samt sem áður ekki þagað um þetta mót okkar, heldur sagði yfirmanni mínum frá því, og daginn eftir kallaði hann mig fyrir til að yfirheyra mig um ólöglega notkun mína á lérefts- buxum krúnunnar. Núverandi kapteinn minn er ekki nærri eins strangur og sá, sem áður var yfir mig settur. Ætíð hefur farið vel á með okkur og aldrei komið til vandræða. Rannsóknin var því hin þægilegasta og tók ekki nema sex mínútur. Enginn hlýddi á yfirheyrsluna, nema skrifari, sem bæði var lítill og magur. Kapteinninn spurði mig, hvort ég hefði nokkurn tíma áður farið I bæinn I lércftsbuxum og her- mannajakka, sem ég sannleikanum samkvæmt svaraði, að ég hefði ekki gert. Þá fannst honum, að ég væri óheppinn að vera nappaður I þetta eina skipti, sem ég féllst á af hcilum hug. Þá komu í Ijós nokkur atriði, sem bættu gráu ofan á svart, til dæmis, að þrjár bætur voru á rass- 38 VIKAN 1. TBL.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.