Vikan - 08.07.1976, Page 3
Ameríku, en er nú löngu orðið
sómasamlega heilnæmt, en eitt-
hvað mun sálarlífið vera mengað
á þessum stað, því við vorum vör-
uð við að vera þar á ferli eftir
sólsetur. Við fórum nú samt í
land, en héldum okkur á vel
upplýstum verslunargötum, og
þar var allt í sómanum. Daginn
eftir fréttum við þó, að einn skip-
verja hefði fengið hnífsstungu í
handlegg, ekki þó alvarlega.
Næsta morgun vorum við
komin inní skipastigann í
Panamaskurðinum, og var þar
ekki víðara til veggja en svo, að
hæglega hefði mátt stökkva i
land. Eftir rúman klukkutíma
vorum við komin uppí Gatunvatn
um það bil 25 metra yfir sjávar-
máli. Á vatninu lágu mörg skip og
biðu eftir að komast til sjávar. Við
biðum þarna fram eftir degi og
fórum svo að mjakast ofan í móti
á ný, í átt til Kyrrahafs. Víða er
mikil náttúrufegurð á þessari
leið, og má segja, að maður hafi
sitt á hvora hönd endana á þeim
miklu fjallgörðum, Klettafjöllum
og Andesfjöllum. Um kvöldið
komum við til Balboa, stóðum þar
aðeins við í tvær stundir, sigldum
svo undir einu brúna, sem tengir
Norður- og Suður-Ameríku, og út
á Kyrrahaf. Síðan héldum við
norðvestur með strönd Mið-
Ameríku, og út á Kyrrahaf, Síðan
héldum við norðvestur með
strönd Mið-Ameríku, og laugar-
dagsmorguninn 2. febrúar var
akkerum varpað á höfninni í
Acapulco i Mexíkó.
Þessi staður er oft kallaður
leikvöllur milljónaranna, því fjöl-
margir bandarískir auðkýfingar
og filmstjörnur hafa þar vetur-
setu. Eiga þeir margar skraut-
villur uppi í hlíðunum. Þar eru
líka heilmörg hótel handa þeim,
sem ekki eru eins fjáðir. Vetrar-
veður er þar álíka og sumarveður
við Miðjarðarhaf. Um kvöldið
sáum við flokk indíána, sem
kallar sig „Flying Aztecs.“ Þeir
settu á svið mannfórnarhátíð
azteka, og fylgdi þessu stórfeng-
leg ljósadýrð og loftfimleikar.
Fræg eru líka stökkin í La Que-
brada, þar sem menn steypa sér
úr 50 metra hæð ofan í þrönga
klettarennu, en fremur munu
þeir fáir, sem iðka þessa íþrótt.
Um nóttina yfirgáfum við
þennan dýrðarstað, héldum enn
norður með landi og lögðumst að
bryggju í San Pedro við Los
Angeles. Þar dvöldum við þann
dag og til hádegis þann næsta.
og skoðuðum rauðviðarskógana
miklu, Kínahverfið, og brýrnar
miklu í ljósadýrð að kvöldlagi.
Því miður hvíldi mikið mistur
yfir þessum fallega stað, svo út-
sýnis varð ekki notið sem skyldi.
Síðustu dagana höfðum við
ferðast í norðurátt og veður því
gerst smám saman svalara, en nú
var stefnan tekin suðvestur yfir
Kyrrahaf og í hlýindin á ný, og að
5 dögum liðnum vorum við í
Honolulu.
Sumir halda, að við komuna til
Hawaiieyja komi polynesiskar
þokkadísir og hengi blómsveiga
um háls manni, dansi húladans og
séu til þæginda á allan hátt. Því
miður tíðkast þessi góði siður
ekki lengur, nema þá við hátíðleg
tækifæri, að minnsta kosti ekki
Century Bar á Canberra.
þegar um svona venjulega heims-
hornaflakkara er að ræða. Við
sáum reyndar lítið af Honolulu
nema miðborgina, og er hún harla
lítið frábrugðin öðrum stórborg-
um, o£ þar ber ekki mikið á inn-
fæddúm. Við skoðuðum dálítinn
hluta af þessari töfrandi eyju og
vorum um kvöldið í veislu á Royal
Hawaian hótelinu, einu því elsta
og virðulegasta á Waikikiströnd-
inni. Strönd þessi er fræg um víða
veröld, bæði vegna fegurðar og
ekki síður vegna þess, hve fjölsótt
hún hefir verið af allskonar
frægum persónum. Nú er þarna
margt um manninn, og upp af
ströndinni gnæfa hótelin svo þétt,
að víða sést aðeins uppí heiðan
himininn. Annars eru víða á eyj-
unni fallegar víkur og sýnast
fremur afskekktar.
Um miðnætti létum við úr höfn,
en á bryggjunni stóðu heima-
menn og sungu Aloha Oe, og við
sigldum út i hitabeltisnóttina
suður yfir Kyrrahaf.
Þegar skemmtiferðaskip er
dögum saman á ferð um úthafið,
fellur lífið um borð í nokkuð
fastar skorður. Þetta er mikið
dásemdarlíf, einkanlega þó á
hinum hlýrri breiddargráðum.
hnattarins. Dagurinn byrjar á því
að herbergisþjónninn færir öllum
te og kex í rúmið ásamt dag-
blaðinu, sem er 2 síður, á annarri
þeirra er prógramm dagsins,
hnattstaða, veðurfar, ganghraði
og annað um ferðalagið, og á
hinni síðunni eru nýjustu heims-
fréttir. Svo er gáð til veðurs og
kannski farið í gönguferð. Á
Eins og að líkum lætur í þessari
höfuðborg kvikmyndanna, er
kvikmyndaver það fyrsta, sem
gestum er sýnt. Þar var okkur
sýnt, hvernig hægt er að gera
ýmsa hluti ljóslifandi á filmunni
með tiltölulega einföldum brögð-
um. Einnig var ekið um lúxus-
hverfin í Hollywood og Beverley
Hills, og mátti leiðsögukona
okkar hafa sig alla við að segja,
hversu margar milljónir dollara
þessi og hinn bústaðurinn hefði
kostað, og var hún þó vel mælsk.
Um hádegi næsta dag létum við
úr höfn, og eftir sólarhrings ferð
sigldum viö undir Golden Gate
brúna, inn í San Fransiskó flóa og
lögðumst að bryggju stundu síðar.
Þarna vorum við í einn sólarhring
Hawaii.
28. TBL. VIKAN 3