Vikan - 08.07.1976, Blaðsíða 5
Sydney Cove, en þar er aðal mið-
stöð fyrir ferjubátana, sem sífellt
eru á þönum um höfnina. Og
merkilegir hlutir blasa við á
báðar hendur, annarsvegar
hafnarbrúin, sem á sínum tíma
var eitt hinna mestu mannvirkja,
og hinummegin óperuhúsið eins
og þanin segl, eitt sérkennilegasta
og umdeildasta hús veraldar.
Við vorum 2 daga í Sydney, og
að morgni hins fyrra dags lögðum
við upp í ferð til Bláfjalla, sem
eru sögð fegursti staður i
nágrenni Sydney. En þá tókst nú
Tiger Balm Garden í Hong Kong.
sérlega góð, og hefir leikið viða
um heim, meðal annars á Edin-
borgarhátíðinni, við góðan orð-
stír. Einnig hélt hún hljómleika
um borð um kvöldið við mikla
hrifningu. Eyjaskeggjar eru
sagðir ákaflega músikalskir, og er
þetta vingjarnlegasta fólk, þótt
forfeður þeirra hafi líklega flestir
verió mannætur.
Skammt frá Suva er Orkidíu-
eyja, þar er einskonar byggða-
safn, þar sem fornir siðir eru i
heiðri hafðir, að vísu ekki
mannát, en Kavadrykk fær maður
að fornum sið sem tákn gestrisni
og vináttu. Svo dansa þeir sína
fornu dansa og eru allvígalegir í
stríðsmálningunni. Áður fyrr stóð
sæförum stuggur af eyjum þess-
um og áttu á hættu að vera étnir,
ef þeim skolaði þar á land, en nú
fiykkist þangað ferðafólk, aðal-
lega'fráÁstralíuogNýja.Sjálandi.
Um hverfis Fijieyjar eru
einhver víðáttumestu kóralrif í
heimi, og má skoða litadýrð
þeirra í bátum með glerbotni.
Suva er á Viti Levu, stærstu
eynni í klasanum. Þar er fjöllótt
mjög, snarbrattir tindar, þétt
vaxnir frumskógi og fjalllendið
vegalaust og að mestu ófært, og er
öll byggðin við strendurnar. Þar
er dæmigert hitabeltisloftslag,
heitt og rakt, og eins og hendi sé
veifað er komin hellidemba og
eftir fáar mínútur glaðasólskin á
ný. Á ræktarlandi vaxa aðallega
kókoshnetur og sykur.
í þessum mikla gróðurreit
dvöldum við í 2 daga, héldum svo
enn í suðurátt og komum til Auck-
land á Nýja Sjálandi eftir þriggja
daga ferð þriðjudaginn 26.
febrúar.
Þótt fjarlægð sé ekki mikil frá
Fijieyjum til Nýja Sjálands, er
mjög ólíkt um að litast. Hitabeltis-
gróðurinn á fyrrnefndum stað er
slíkur, að vart má sjá, hvar frum-
skógurinn endar og ræktar-
landið byrjar. Á Nýja Sjálandi er
aftur á móti komið suður úr hita-
beltinu og loftslag temprað.
Landið er vel ræktað og allt svo
snyrtilegt, að af ber og ber vott
um almenna velmegun. Auk þess
er náttúrufegurð í þessu landi
meiri en víðast annarsstaðar. Það
er ekki mikið meira en öld síðan
evrópumenn tóku að ráði að
byggja landið, og sló þá í marga
harða brýnu milli þeirra og
maóríanna, sem fyrir voru, en
þeir voru hraustir menn, stoltir
og herskáir og átu féndur sína.
Þeir voru með fiabrigðum list-
fengir, og víða má sjá tréskurðar-
verk þeirra. Nú ríkir friður í
landi, og hvítir menn og brúnir
eru jafnir fyrir lögum. Langflest-
Mauritius.
ir landnemanna komu frá Bret-
landi, og það er eins með þá eins
og landa okkar í Vesturheimi, að
þegar þeir ferðast til Bretlands
kalla þeir það að fara heim.
Um kvöldið kom flokkur
maória um borð og sýndi þjóð-
dansa, og í rökkrinu næsta dag
létum við úr höfn. Fjöldi segl-
báta, fylgdi okkur út úr sund-
unum, en á sundum og fjörðum
þar eru skilyrði fyrir seglsport
alveg frábær. Um nóttina fórum
við hjá norðurodda Nýja Sjálands
og tókum stefnu vestur yfir
Tasmanhaf.
Síðdegis á laugardag 2. mars
risu gulir klettahöfðar á bæði
borð, Sydney Heads, þar sem
opnast innsiglingin til Port Jack-
son, en við þann mikla fjörð er
stærsta borg Ástralíu, Sydney.
Fjörður þessi er langur, og út frá
honum ganga ótal víkur og vogar,
og báðum megin hans, mest þó að
sunnanverðu, stendur borgin.
Við lögðumst að bryggju í
ekki betur til en svo, að á miðri
leið kom hvellur, það var
sprungið á afturhjóli. Ekkert
varadekk var með í ferðinni, en
bílstjórinn stöðvaði bíl og bað
fyrir skilaboð, og nokkru seinna
kom bíll með varadekk. Fljótt og
vel gekk að skipta um hjól, en þá
tók ennþá verra við. Bíllinn
neitaði að fara í gang, hvort sem
farið var að honum með góðu eða
illu, og þar við sat. Einhverra
hluta vegna var ógjörningur að fá
annan bíl, og þarna máttum við
dúsa í eina 6 tíma. Staðurinn var
sá ljótasti og leiðinlegasti á allri
leiðinni, kvos, þar sem ekkert var
að sjá nema gras og girðingar.
Auk þess var heitt og lítið til
svölunar þorsta. Loks kom gamall
skrjóður og flutti okkur til skips,
og þar með var dagurinn algjör-
lega farinn til spillis. Þetta hefði
þótt léleg þjónusta á íslandi.
Næsta dag skoðuðum við það
markverðasta í borginni og við
höfnina, og undir kvöld létum við
úr höfn.
Um þetta leyti gengu fellibyljir
við austurströnd Ástraliu og ollu
nokkru tjóni á ströndinni. Blés
því allsnarplega fyrstu tvo
dagana, en svo komum við í
Kóralhafið, og þá datt allt í dúna-
logn, og var blíðviðri alla leiðina
til Hong Kong, en þangað var 9
daga sigling frá Sydney.
Nú sáust mörg ný andlit um
borð, því um það bil 500 farþegar
luku ferð sinni í Ástralíu og álíka
margir komu í þeirra stað. Einnig
kom nýr skemmtikraftur um
borð: Gríðarmikið rafmagnsorgel
ásamt orgelleikara, sem lék óska-
lög á kvöldin við mikla hrifningu.
Sömuleiðis voru skipstjóraskipti.
Föstudaginn 8. mars fórum við
um SanktiGeorgssund á milli
Nýja Bretlands og Nýja Irlands
spölkorn fyrir austan Nýju Gíneu.
Við sigldum rétt hjá höfuðborg-
inni, Rabaul, án þess að hafa þar
viðkomu. Rabaul er umkringd
eldfjöllum, sem tóku að gjósa eina
nótt árið 1927. Borgin huldist
ösku og vikri, en íbúarnir voru í
snatri fluttir burtu, og gekk það'
svo fljótt og vel, að hvítu íbúarnir
sögðu, að aðeins hefðu farist tveir
menn og 300 innfæddir, en land-
nemar lifðu þarna lúxuslífi og
höfðu tamið mannæturnar og gert
þær að þrælum sinum.
Gróðurmagnið er slíkt á þess-
um slóðum, að upp úr öskunni
blómstraði allt enn meir en fyrr,
og brátt var allt í fullum gangi á
ný. En svo kom stríðið, og japanir
og bandaríkjamenn börðust
þarna af mikilli hörku, og allt var
eyðilagt, sem hægt var að eyði-
leggja. Nú er friðsamlegt á ný, en
eyjarnar eru að fá sjálfstæði,
og enginn veit, hvernig því reiðir
af.
Degi síðar fórum við f annað
sinn yfir miðbaug, en í þetta sinn
var ekkert haldið uppá daginn.
Aðfaranótt 13. mars fórum við um
Babuyansund, nyrst í Filippseyja-
klasanum og komum til Hong
Kong daginn eftir. Við lágum við
bryggju í „Ocean Terminal“. Þar
liggur leiðin í land í gegnum hús
eitt mikið, sem hefir að geyma
110 verslanir, fullar af hinum
fjölbreyttasta varningi. Yfirleitt
mjög fallegum og vönduðum. Datt
mér í hug að sumir kaupglaðir
íslendingar myndu aldrei komast
lengra en í þetta hús.
Fljótlega dreif kínverja að með
varning sinn, og „promenaði"
dekkið og ýmsir gangar innan
dyra urðu á svipstundu einn
meiriháttar markaður. Gerðu þar
margir góð kaup. Klæðskerar
fengu einn sal til umráða, tóku
mál, fóru í land, komu aftur og
mátuðu og komu svo með fötin
tilbúin daginn eftir.
Við dvöldum 2 daga í Hong
Kong og og skoðuðum það mark-
verðasta, litum inní Alþýðulýð-
veldið, skoðuðum Hong Kong
eyju og sigldum með djúnka til
Aberdeen, sem er fljótandi þorp.
Þar býr fólk alla sína ævi i bátum,
og sagt er, að sumir stígi aldrei
fæti á þurrt land. Það munu búa
um 80 þúsund manns í bátum
þessum. Þarna borðuðum við
gómsæta kínverska máltið í afar
skrautlegu fljótandi veitingahúsi.
Þð er mikill ys og þys í Hong
Kong, enda einn þéttbýlasti
staður veraldar.
28. TBL. VIKAN 5