Vikan - 08.07.1976, Síða 24
ekkert um og hefði sjálfsagt ekkert
gott af því að vita það.
Ég vaknaði á gjörgsesludeild og
gat til að byrja með alls ekki áttað
mig á, hvar í heiminum ég var
stödd. Ég man óljóst eftir einhverj-
um rétt hjá mér með slöngur og rör
I skrokknum hér og þar. Ég grátbað
um eitthvað að drekka, og mér var
rétt vatnsglas og leyft að dreypa
aðeins á því. Mér skildist, að ef ég
drykki mikið gæti mér orðið óglatt.
Það var bókstaflega alltaf verið að
gæta þess að manni yrði ekki óglatt.
Mér gekk illa að drekka úr glasinu,
þvl að það rakst stöðugt I fyrirferða-
mikið nefið, sem nú var fjórum
sinnum stærra en venjulega. Auk
þess fannst mér vatnið ólystugt, því
það var blóðbragð upp I mér.
Eftir að gengið var úr skugga um,
að ég væri vel vöknuð og allt í
stakasta lagi, var mér rúllað sömu
leið til baka og niður á mína stofu.
Mér leið ekkert tiltakanlega illa og
svaf mest allan tímann þangað til
morguninn eftir. Fjölskylda min
kom I heimsókn um kvöldið, en ég
hafði ekki einu sinni fyrir því að
opna annað augað.
Ég var heppin að borða morgun-
verðinn áður en ég leit I spegil, því
að annars hefði ég varla komið
niður matarbita. Ég var alveg
gáttuð á því, hve miklu var hægt að
troða I eins lítið nef og mitt. Þegar
ég var búin að jafna mig eftir
sjokkið, sem spegilmynd mín olli,
rölti ég fram á gang og hitti þat
mann með sams konar nef og mitt.
Við kinkuðum kolli hvort til annars
eins og tveir lundar innan um
óbreytta svartfugla.
Ég mætti læknunum á ganginum
og flýtti mér upp I rúm, áður en
þær kæmu að minni stofu. Þeit
hrósuðu mér óspart fyrir dugnað að
vera strax komin á ról, en minntust
ekki einu orði á að bróðir minn með
nefið sýndi neina umtalsverða
hreysti. Frá því að ég vaknaði um
morguninn hafði tægja úr tróðinu,
sem lafði úr nefgöngunum aftur
fyrir úf, verið að angra mig, svo að
ég bað lækninn að klippa á hana.
Hann kveikti á stóreflis vasaljósi og
lýsti upp I mig. — Aha, sagði hann,
brá skærunum á loft og klippti. En
um leið þurfti hann að toga örlítið I
tróðið til þess að ná á því góðu taki,
svo að afleiðingin varð sú, að tróð
hélt áfram að angra mig, einkum þó
á matmálstímum. Stundum var ég
næstum búin að gubba öllu, sem ég
borðaði.
Þessi dagur leið án alvarlegra
verkja, og ekki þurfti ég nema einu
sinni á verkjatöflum að halda. Ég
eirði lítið I rúminu, því að stúlkan
með hreinu raddböndin var farin
heim og ég hafði engan til að tala
við. Ég heimsótti sjúklinga á næstu
stofum og píndi þá til að tala við
mig. Margir lágu alveg rúmfastir án
þess að mega svo mikið sem snúa sér
við I rúminu, en aðrir höfðu
fótavist. Margir höfðu lent I slysi og
slasast illilega. Þeir höfðu sárabindi
á ólíklegustu stöðum, og svo virtist
sem engin takmörk væru fyrir því,
hvað hent gæti fók. Mér fannst það
hálfgerður hégómi að halda mér á
spítala í 6 daga, þar sem fátt eitt
amaði að mér annað en að vera með
úttroðið nef.
Á þessari deild var aldrei ládeyða.
Hjúkrunarkonur, gangastúlkur,
hjúkrunarnemar þeystu um gang-
ana rúllandi matarvögnum, sjúkl-
ingum og skrúbbum þvers og kruss.
Ég átti I stökustu vandræðum með
að læra, hvaða búningur tilheyrði
hvaða starfi, en þóttist þó vita, að
hjúkrunarkonur væru I hvítum
einlitum búningum. Aðrar konur
voru í einlitum bláum sloppum,
tvílitum, bláum og hvítum með eða
án kappa. Oft hef ég heyrt talað um
stéttaskiptingu á spltölum, en ef
svo er, þá fór hún alveg fram hjá
mér, og allar konurnar voru mér
jafngóðar. Matinn fékk ég á bakka
upp I rúm, og alltaf var verið að
pússa og skrúbba I kringum mig,
laga rúmið, dusta sængina, skipta
um handklæði, opna og loka
glugganum, fara og koma með
blóm og guð veit hvað. Og ef rnig
vantað eitthvað, var bara að hringja
bjöllunni. Og svo gat maður sofið
lon og don. Ekki þurfti maður að
kvarta.
Á öðrum degi leið mér ekki sem
verst, en neyddist þó til þess að
þiggja 6 verkjatöflur, þar sem
þrýstingurinn I nefinu ágerðist
stöðugt. Það var heldur ekki laust
við að ég væri farin að þjást af
sjóndepru, og höfuðverk hafði ég I
ofanálag. En þrátt fyrir þennan
krankleika hélt ég áfram að rölta
um og hrella aðra sjúklinga með
málæði mlnu. Næsta dag lagðist
kona I auða rúmið við hliðina á
mlnu, og hún tjáði mér, að hún
væri með óhrein raddbönd, sem
yrðu hreinsuð á morgun tii þess að
mýkja röddina. Ég spurði hana,
hvort hún hefði pantað ákveðna
rödd, og hún svarað strax. — Já,
röddina hennar Guðrúnar Á.
Ég þurfti auðvitað að sofa með
opinn munninn allar nætur, og á
morgnana vaknaði ég þurr og
bólgin I munninum, rétt eins og ég
hefði eytt nóttinni I Sahara eyði-
mörkinni. Á þriðja degi fannst mér
þrýstingurinn I nefinu orðinn svo
hrikalegur, að ég hélt, að augun
ætluðu út úr höfðinu á mér, og ég
taldi víst, að ég væri að verða blind.
Ég bað um verkjatöflur á klukku-
tímafresti og bar mig aumlega.
Ég talaði mikið við vin minn með
6ISSOR
SULLRA55
SIlL kavanagu &
FRANK FLETCUER
24 VIKAN 28. TBL.