Vikan

Tölublað

Vikan - 08.07.1976, Blaðsíða 30

Vikan - 08.07.1976, Blaðsíða 30
Viðtal við Helgu Soffíu Bjarnadóttur. GfiFU Ntí SMunnwHiu Mánudaginn 24. maí síöastliðinn varð Helga Soffía Bjarnadóttir áttatíu ára. Hún man því tímana tvenna, og ekki vakti það síður forvitni okkar á Vikunni, að Helga var um skeið ljósmóðir í þeirri harðbýlu sýslu Strandasýslu. Helga dvelst nú á Hrafnistu, og því lagði ég leið mína þangað inneftir einn hálfkæringsdag í byrjun júní. Helga hafði frétt af komu minni og beið mín frammi á gangi. Hún bauð mér þegar að ganga inn í herbergið sitt, við settumst, og þegar ég hafði sagt Helgu erindi mitt spurði ég hana, hvaðan af landinu hún væri. — Ég er norðan úr Strandasýslu, fæddist á Klúku i Bjarnarfirði í Kaldranahreppi. Þar ólst ég upp ásamt sex systkinum, að vísu ekki alltaf á sama bænum, því að við fluttum þrisvar, áður en ég varð tvítug. — Var Klúka stór jörð? — Nei, hún var lítil, með minni skikunum í Bjarnarfirði. Nú er búið að gera þarna miklar breytingar, og einmitt á þessu koti er búið að koma upp voldugri sundlaug, og nú er þar heimavistarskóli. Þetta er því orðið flott og fint þarna í firðinum, enda átti hann það skilið, hann er fallegur. — Eg vann utan heimilisins, því að heima voru lítil umsvif, og svo fór ég suður, þegar ég var tuttugu og eins árs að læra ljósmóður- störf, ætlaði að gera stóra reisu. Þá kom nokkuð f.vrir, sem tók mesta glansinn af verunni í Reykjavík, því að einmitt þá bloss- aði Spánska veikin upp, og ég varð afskap- lega mikið veik. Ég þarf ekki að fjölyrða um það. hversu skæð veikin var, það ættu allir að vita. Eg get þó nefnt, að á heimilinu, þar sem ég leigði. dóu fimin heimilismanna, og mér hefur verið sagt, að á því heimili hafi dáið flestir úr einni fjölskyldu, foreldrar og þrjú börn þeirra, og að auki dó svo ein gömul kona. sem bjó i húsinu. Ég gat því talist heppin að lifa af. Spánska veikin varð til þess að skölanum seinkaði um einn mánuð. Um vorið að skóla loknum komst ég ekki heim strax, heldur varð að biða hér fyrir sunnan í mánuð eða svo eftir ferð. Ég var þó svo heppin. að ég fékk að vera með ljósmóður- inni minni blessaðri, víst í mánuð eða meira, og þótti mér það góður tími og lærdómsríkur. — Hvernig var ljósmóðurnámi háttað í þann tíð? — Ja, við lærðum bókina heima, og svo var spurt út úr því. Annars er ekkert af náminu að segja, þetta var eins og hjá börnunum í barnaskóla, sem lesa bækurnar sínar. — Hvað voruð þið margar í skólanum? — Mig minnir, að við höfum verið sautján eða átján. Skólastjórinn var Guðmundur Björnsson landlæknir. Skólinn stóð í sex mánuði, bæði bóklegt og verklegt nám. Verklega náminu var þannig háttað, að ljósmæðurnar, sem kenndu við skólann skiptu stúlkunum á milli sín. Eg man, að hjá Þórunni Björnsdóttur voru sex nemar, og skiptust þær á um að starfa með henni úti í bæ. Við fórum til sængurkvenna kvölds og morgna og stunduðum þær, þar til þær voru orðnar heilbrigðar. Þegar ég kom svo heim í júní tók ég til starfa strax og til mín var leitað. Þar tók ég á móti fyrsta barninu. — Hvernig þótti þér að taka á móti barni í fyrsta sinn upp á eigin spýtur? — Fæturnir voru veikir, skal ég segja þér, mjög mikill titringur í fótunum, en guð gaf, að það gekk vel. Eg held hann hafi aldrei frá mér vikið við svona störf. Já, það var dýrðar- dagur, þegar það var búið. — Var barnið drengur eða stúlka? — Það var drengur. — Segðu mér eitthvað frá starfi þínu þar nyrðra. — Þetta voru erfiðar ferðir í þá daga. A ám og lækjum voru engar brýr, og vildi maður komast yfir, varð að vaða eða ríða árnar, og á vetúbna þurfti að kafa ófærðina. Einu sinni var ég níu klukkutíma á ferð heiman frá mér til konu í barnsnauð í svarta- byl og ófærð. I góðu færi var þetta þriggja tima gangur. — Varstu þá ein á ferð? — Nei, maðurinn minn var með mér nokkuð af leiðinni, þangað til maður af bænum kom á móti okkur. Þá var ég sjálf búin að eignast tvö börn og var með það yngra, tólf vikna, á brjósti. Það háði mér afskaplega, því að ég hafði svo mikla mjólk í brjóstunum, að þau runnu, og mér var afar kalt vegna þess hve ég var blaut. Annars var það skemmtileg tilviljun, að einn bræðra 30 VIKAN 28. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.