Vikan

Issue

Vikan - 08.07.1976, Page 35

Vikan - 08.07.1976, Page 35
Egill Jónsson bflstjóri. FVú Monique Malengreau furðaSi sig á þvi, að hún só hvergi kýr. Else SchmH frá Bremerhaven. Denna Mcmillan á ferðalagi fyrir allan bekldnn. Japanlrnir voru vel útbúnir tækjum til ljósmyndatöku. Dauby Monique frá Paris: Gráu litbrigðin i islensku landslagi eru fögur. Frú Tobine Nygaard var til lslands komin ásamt Mginmanni* sínum að heimsækja dóttur sina Ellen, og tU að skoða landið. „KONA stakkst; í MOLDAR BAKKA' A // Sunnudaginn 13. júní birt- ist smáfrétt í einu dagblaðanna undir fyrirsögninni „Kona stakkst í moldarbakka”. Ég hef nú eiginlega verið að bíða eftir því að sjá góða skopmynd, sem kynni að hafa fseðst í tilefni þessarar athyglisverðu fyrirsagnar, og þar sem vinnslutími Vikunnar er svo langur, getur svo sem meira en verið, að slík teikning sjái dagsins ljós á síðum dagblað- anna, áður en þessi Vika kemur fyrir sjónir lesenda. Því bágt á ég með að trúa því, að engum hafi þótt þetta athygl- isvert nema mér. Hvað dettur annars lesend- um í hug, þegar þeir sjá svona fyrirsögn? Auðvitað átta sig flestir á því, án þess að lesa fréttina, að hér var reyndar um að raeða umferðaróhapp, og hinn óheppni bílstjóri var af því sérkennilega kyni kven- kyni. En hvað hefðu lesendur álitið, ef fyrirsögnin hefði verið á þessa leið: „Karlmaður stakkst í moldarbakka”? Hugsið ykkur bara! Sem ég nú var að brosa að þessu með sjálfri mér, fór ég að velta því fyrir mér, hvers vegna veslings kvenfólkið er alltaf tekið sem sérstakt fyrirbrigði, því komi það einhversstaðar við sögu, þykir sjálfsagt að vekja sérstaka athygli á kynferði þess. Þegar undirrituð tók við ritstjórn þessa blaðs, þótti til dæmis málgagni jafnaðar- manna ástæða til að taka það sérstaklega fram í fyrirsögn, hvers kyns þessi persóna væri: „Kona ritstjóri Vikunnar”. Hugsið ykkur fyrirsögnina „Karlmaður ritstjóri Vikunn- ar”. Sama var uppi á teningn- um 1 vetur, þegar beðið var eftif úrskurði dómara 1 afar viðkvæmu máli. Þá þótti blöð- unum ekki nóg að nefna nafn tl* dómarans, sem um málið fjall- aði, heldur tóku sérstaklega fram, að hann væri af þessum sjaldgæfa „þjóðflokki”, sem . kvenfóik nefnist. Getið þið ímyndað ykkur, að það yrði nokkurn tíma sérstaklega und- irstrikað, að dómarinn Jón Jónsson væri karlkyns? Mörgum er líka áreiðanlega enn I minni allar upphrópan- irnar „x tilefni kvennaárs”, þegar hvaðeina, sem kvenfólk- ið dirfðist að gera, þótti eiga svo dæmalaust vel við bara af því það átti að heita kvennaár. Dæmi um slíka meðferð á kvenfólki eru mýmörg og verka alltaf jafn hjákátlega á mig. Þetta er algjör óhæfa. Það er sífellt verið að undirstrika hvað það sé óvenjulegt og sérstakt, ef kvenfólk fer inn á ótroðnar brautir, þ.e.a.s. ótroðnar af kvenfólki, og mín skoðun er, að þetta letji konur fremur en hvetji. Það þarf nefnilega dá- lítinn kjark og sjálfstraust til þess að gera hlutina, ef það þarf alltaf að vekja þessa óskapa athygli. Ég vona, að þess verði ekki langt að bíða, að fjölmiðlar hætti þessum heimskulegu upphrópunum, sem óneitan- lega bera keim af aðskilnaðar- stefnu, og að öllum almcnn- ingi finqi(ii það innan tíðar engu máli skipta, hvers kyns sá er, sem gerir þetta eða hitt, heldur verði það verknaður- inn, en ekki gerandinn, sem athyglin beinist að. Langt getur nú ein lltil fytirsögn I blaði leitt hugann, en fyrirsagnagerð er nefnilega list út af fyrir sig, og skal nú hér að lokum tilfæra eitt lítið dæmi, sem yljar lesandanum sannarlega um hjartaræturnar. Eftirfarandi fyrirsögn birtist nýlega I einu dagblaðanna: „ök á Ijósastaur I annarlegu ástandi”! K.H. MEÐAL ANNARRA QRÐA 28. TBL. VIKAN 35

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.