Vikan

Issue

Vikan - 08.07.1976, Page 47

Vikan - 08.07.1976, Page 47
— Ég þarf að skreppa til systur minnar, sagði hún. — Ég verð ekki lengi, og maturinn þinn bíður á borðinu. Hvernig gekk annars hjá þér í dag? — Vel, sagði hann og brosti. svalara í bænum strax og sólin var sest. Hann hlakkaði til að koma heim, heim til elskaðrar konu sinnar og barnanna. Hann stóð kyrr á kirkjutorginu eitt andartak. Hvað heimabær hans var nú fallegur. Túristar hvar- vétna úr heiminum þyrptust þangað til að njóta fegurðarinnar og hann hafði sjálfur auga fyrir þessari fegurð. Meðan hann stóð þarna, kom konan hans hlaupandi til hans, og féll um háls honum. Þau voru enn jafn ástfangin og fyrir tíu árum. — Eg þarf að skreppa til systur minnar, sagði hún. — Maturinn þinn býður heima, og ég verð ekki lengi. Hvernig gekk hjá þér í dag? — Vel, sagði hann og veifaði henni, þar sem hún hljóp f burtu, létt í spori. Svo gekk hann af stað upp kirkjuþrepin. Þaðan voru ekki nema fáeinir metrar heim í litla húsið þeirra. Nú liði ekki á löngu, áður en draumur hans rættist — draumur hans frá. því hann var drengur — að eignast eigið veitingahús, þar sem hann ríkti og réði. Hann ætlaði að sérhæfa sig í spænskum réttum. Og hann vissi afar vel, hernig hann ætlaði að haga öllu. Túristarnir voru örlátir á drykkjupeninga. Þetta yrði enn auðveldara en hann hafði haldið. Skandinavarnir voru örlátastir allra. Þeir lögðu hrúgu af pesetum i lófa hans eftir matinn, sem hann lagði sig ætíð fram um að bera fram með sem mestum myndarbrag. Og í dag höfðu drykkjarpeningarnir beinlínis streymt inn. — Þú ért hug- rakkur maður, Antonio, og stoltur maður. Okkur þykir fengur að því að hafa fengið að heyra sögu þína, sögðu þau. ^Og Antonio brosti með sjálfum ser, þar sem hann gekk upp breið kirkjuþrepin. Hugsa sér, að fótbrotið sk.vldi gefa svona mikla fjármuni af sér! Það var hægt að fá túrista, sérstaklega skandínava og ameríkana, til að trúa hvenj" sem var. Hugsa sér, að margir skyldu þykjast kannast við nafnið hans, og sumir höfðu meira að segja lesið um slysið á leikvanginum, þegar mesti nauta- bani heimsins varð að lúta í lægra haldi fyrir nautinu. Vat átján ára, var hann álitinn ; bestum hæfileikum gæddur af Öllum ungum nautabönum á Spáni. Og dag einn mætti þessi öngi nautabani afbragðsnauti á leikvanginum. 1 fimmtán mínútur samfleytt var atið svo æsandi, að áhorfendur þorðu naumast að hraga andann. Glæsilegt nautið 8erði hverja atlöguna af annarri, en nautabaninn stóð næstum Srafkyrr allan tímann. Hann Serði ekki annað en sveifla Jikamanum léttilega undan í ; nvert sinn, er nautið renndi beint ; s hann. Stór og hvöss horn nautsins voru aldrei nema fáeina sentimetra frá honum. Ef honum hlekktist hið minnsta á í leiknum, væri hann úr sögunni. Antonio þagnaði og leit út um gluggann. Fólkið gekk upp og niður kirkjuþrepin. Undir stóru blómstrandi tré beygði kona sig niður að kettinum og hell'ti mjólk á skálina hans. — Já, — hvað gerðist svo, Pedro? spurði feiti maðurinn. — Hvað gerðist? Fór þetta ekki vel? Af hverju lýkurðu ekki sögunni, Pedro? — Ég heiti Antonio, sagði hann lágt, — Antonio Esteban. Síðan lauk hann sögunni. Einmitt þegar nautið var að þvf komið að gefast upp, varð unga nautabananum á smáskyssa. Þulurinn hafði orðið frá sér af hrifningu, hrópað í hátalarann og síðan stokkið inn á leikvanginn. Þetta truflaði nautabanann augnablik, en það nægði nautinu til að grípa hann á horn sér og fleygja honum aftur fyrir sig. Honum tókst að forða sér undan næstu árás nautsins, en síðan gripu aðstoðarmenn í taumana og felldu nautið. Ungi nautabaninn var borinn burtu og alger þögn ríkti á leik- vanginum. Annar fótur hans hafði brotnað illa. — Upp frá því gat hann ekki stundað nautaat, sagði Antonio dapurlega. — Ferli hans lauk, þegar hann var aðeins átján ára að aldri. Antonio Esteban hafði lokið störfum þennan dag. Hann sárkenndi til í fótunum, hann var dauðþreyttur. En það varð örlítið ^kandinavískir túristar voru örlátir á drykkjupeninga. °9 allir vildu þeir heyra söguna um piltinn, sem hefði 9etað orðið mesti nautabani á Spáni. Antonio var góður sögumaður, en gœtti þess jafnframt vandlega, að j ekkert vœri upp á þjónustu hans að klaga. Og drykkjupeningarnir streymdu inn. 28. TBL. VIKAN 47

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.