Vikan

Issue

Vikan - 08.07.1976, Page 52

Vikan - 08.07.1976, Page 52
Sértilboð SÉRTILBOÐ HÓTEL EDDU SUMARIÐ 1976. Síðastliðið sumartóku EDDU — hótelin upp þá nýbreytni að veita afslátt þeim, er pöntuðu og greiddu fyrirfram fyrir 7 nátta gistingu, og varð þetta mjög vinsælt. Nokkur hundruð manns notfærðu sér þetta tilboð, velflest- ir til að fara hringinn kringum Eddu landið. Nú i sumar vilja EDDU- hótelin fremur stuðla að því, að menn skoði betur einstaka lands- hluta , og auglýsa því nýtt sér- tilboð HÓTEL EDDU fyrir sumarið 1976: — Veittur er 30% afsláttur af gistingu og morgunverði þeim er dvelja samfleytt í 3 nætur eða lengur á sama hóteli, og þeir hinir sömu fá þá einnig 15% afslátt af öllum mat í veitingasölum, meðan þeir dveljast á hótelunum. Kostar þá gisting í 3 nætur í tveggja manna herbergi ásamt morgun- verði kr. 4.500 á mann, en t.d. í 7 næturkr. 10.500 á mann. Gisting í Húsmæðraskólanum aö Laugar- vatni er nokkru dýrari, enda öll herbergin þar með sérsnyrtingu og steypibaði. Börn fá afslátt af þessu sérverði eftir sömu reglum og gilda um barna-afslátt af almennu verðlagi á EDDU-hótelunum. VEITINGAHÚSIÐ VALASKJÁLF EGILSSTÖÐUM FERÐAF0LK! Athugið að í héraðsheimilinu VALASKJÁLF fæst heitur og kaldur matur allan daginn alla daga. Einnig kaffi, brauð, kökur og margt fleira. Útbúum heitan og kaldan veizlumat. Smurt brauð og snittur. Sendum heim ef óskað er. Aðstaða fyrir fundi og veizluhöld, kvikmyndasýningar. Sundlaug á staðnum. Sætaferðir til og frá Homafirði, Akureyri, Seyðisfirði (Færeyjaferjan). VEITINGAHÚSIÐ VALASKJÁLF EGILSSTÖÐUM Símar: 97-1262, 97-1261. NESTIi Fossvogi Austur, vestur, suður eða norður' Hvert sem ferðinni er heitið, er NESTI í leið. Góða ferð! Essol VÖRUR OG MÓNU8TA NESTIáArtúnshöfía NESTI i Fossvogi NESTIvid El lidaár ALMENNT UM EDDU-HÓTEL. Á EDDU-hótelunum munu í sumar eins og endranær fást allar algengar veitingar, að undanskild- um hótelunum að Reykjum og á Akureyri, en þar er aðeins veittur morgunverður og kvöldkaffi. Her- bergi eru allsstaðar björt og vistleg, setustofur (oft búnar sjónvarpi) eru til afnota fyrir hótelgesti og sundlaugar ýmist á staðnum eða í næsta nágrenni. í Húsmæðraskól- anum að Laugarvatni fylgir bað hverju herbergi auk þess sem sauna er í húsi.nu, en annarsstaðar er handlaug með heitu og köldu vatni í hverju herbergi. Verð á gistingu en allsstaöar hið saman, eða kr. 3.200 á nóttu fyrir tveggja manna herbergi, en kr. 2.450 fyrir eins manns herbergi án baðs. Morgunverður kostar kr. 550. Þó kostar gisting I Húsmæðraskól- anum á Laugarvatni kr. 5.500 fyrir tveggja manna herbergi og kr. 4.200 fyrir eins manns herbergi. NÝTT EDDU HÓTEL. Nýtt hótel bættist í sumar í flokk EDDU-hótela, en þann 16. júní tók til starfa glæsilegt EDDU-hótel I heimavist Mennta- skólans á Ísafirði og verður opið til 25. ágúst. Með því er stórbætt aðstaða ferðafólks til að kynnast hinni stórbrotnu náttúrufegurð Vestfjarðanna, en oft á tíðum hefur verið erfitt, að sumarlagi, að fá inni á þeim fáu hótelum, sem starfrækt eru á Vestfjarðakjálkan- um. EDDU-hótelin eru þá samtals orðin 10talsins á 9 stöðum á land- inu og fara hér á eftir helstu upplýsingar um hvert þeirra: Auðvitað máttu hafa þínar eig in skoðanir. Þaö eina sem ég fer fram á er að þú hafir þær annars staöar en hér heima. 52 VIKAN 28. TBL.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.